Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. september 2018 20:00 Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. Síðasta haust komst Linda Unnarsdóttir að því að hún er með stökkbreytingu í BRCA1-geni sem eykur líkurnar á því að hún greinist einhvern tímann með brjóstakrabbamein um allt að áttatíu prósent. „Ég var í rauninni þá bara strax búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera. Það var ekkert annað í boði og ég ætlaði bara að fara í brjóstnám," segir Linda. Á Landspítalanum var einungis ein aðgerð í boði. Að fara í brjóstnám og fá sílíkonpúða í kjölfarið. Þar sem Linda hafði heyrt slæmar reynslusögur um þá leið óskaði hún eftir aðgerð sem felur í sér uppbyggingu á eigin brjóstvef eftir brjóstnám. „Og ég fékk þá neitun. Það er vegna þess að það er bara einn æðaskurðlæknir sem starfar á Íslandi og framkvæmir þessa aðgerð. En hann er búsettur erlendis og kemur bara á nokkurra vikna fresti og framkvæmir þessa aðgerð," segir Linda. Þar sem konur sem hafa greinst með krabbamein fá einungis að fara í aðgerðina á Landspítalanum sneri Linda sér til læknis á Klíníkinni. Hann starfrækir einnig stofu á Englandi og sagði hana að eiga kost á aðgerðinni þar. „Hann segir mér þá að ég eigi rétt á því að fara þessa leið. Þessa sjúkratryggingaleið og hann fer bara strax í það að sækja fyrir mig um endurgreiðslu frá sjúkratryggingum," segir Linda.Klíníkin við Ármúla 9 er heilsumiðstöð í eigu lækna sem þar starfa.Vísir/ErnirSamkvæmt lögum um sjúkratryggingar eiga íslenskir ríkisborgarar rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðru EES-ríki og sjúkratryggingar endurgreiða kostnaðinn við sambærilega aðgerð hér á landi. Þar sem samningar við sérfræðilækna renna út um áramótin er að sögn læknis á Klíníkinni þegar farið að skipuleggja nokkrar sambærilegar aðgerðir í Englandi þar sem rétturinn til endurgreiðslu frá sjúkratryggingum er tryggður. Í Morgunblaðinu í dag var til dæmis rætt við konu sem hyggur á sömu aðgerð í Englandi. Linda þurfti sjálf að greiða fyrir flug, sjúkrahótel og uppihald auk þess að leggja út fyrir aðgerðinni sem kostar þrjár og hálfa milljón. Fleiri konur hyggjast fara sömu leið en undanfarið hafa 284 konur greinst með stökkbreytingu í brakkageni. „Ég þurfti náttúrulega að taka yfirdrátt fyrir þessu þar sem maður á ekkert þrjár og hálfa milljón á hverju strái. Og svo er þetta þannig að bankinn er líka að græða á mér. Af því ég er líka að greiða vexti af yfirdráttarheimild af því ég þurfti að greiða fyrir aðgerðina áður en ég fór út," segir Linda. Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. Síðasta haust komst Linda Unnarsdóttir að því að hún er með stökkbreytingu í BRCA1-geni sem eykur líkurnar á því að hún greinist einhvern tímann með brjóstakrabbamein um allt að áttatíu prósent. „Ég var í rauninni þá bara strax búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera. Það var ekkert annað í boði og ég ætlaði bara að fara í brjóstnám," segir Linda. Á Landspítalanum var einungis ein aðgerð í boði. Að fara í brjóstnám og fá sílíkonpúða í kjölfarið. Þar sem Linda hafði heyrt slæmar reynslusögur um þá leið óskaði hún eftir aðgerð sem felur í sér uppbyggingu á eigin brjóstvef eftir brjóstnám. „Og ég fékk þá neitun. Það er vegna þess að það er bara einn æðaskurðlæknir sem starfar á Íslandi og framkvæmir þessa aðgerð. En hann er búsettur erlendis og kemur bara á nokkurra vikna fresti og framkvæmir þessa aðgerð," segir Linda. Þar sem konur sem hafa greinst með krabbamein fá einungis að fara í aðgerðina á Landspítalanum sneri Linda sér til læknis á Klíníkinni. Hann starfrækir einnig stofu á Englandi og sagði hana að eiga kost á aðgerðinni þar. „Hann segir mér þá að ég eigi rétt á því að fara þessa leið. Þessa sjúkratryggingaleið og hann fer bara strax í það að sækja fyrir mig um endurgreiðslu frá sjúkratryggingum," segir Linda.Klíníkin við Ármúla 9 er heilsumiðstöð í eigu lækna sem þar starfa.Vísir/ErnirSamkvæmt lögum um sjúkratryggingar eiga íslenskir ríkisborgarar rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðru EES-ríki og sjúkratryggingar endurgreiða kostnaðinn við sambærilega aðgerð hér á landi. Þar sem samningar við sérfræðilækna renna út um áramótin er að sögn læknis á Klíníkinni þegar farið að skipuleggja nokkrar sambærilegar aðgerðir í Englandi þar sem rétturinn til endurgreiðslu frá sjúkratryggingum er tryggður. Í Morgunblaðinu í dag var til dæmis rætt við konu sem hyggur á sömu aðgerð í Englandi. Linda þurfti sjálf að greiða fyrir flug, sjúkrahótel og uppihald auk þess að leggja út fyrir aðgerðinni sem kostar þrjár og hálfa milljón. Fleiri konur hyggjast fara sömu leið en undanfarið hafa 284 konur greinst með stökkbreytingu í brakkageni. „Ég þurfti náttúrulega að taka yfirdrátt fyrir þessu þar sem maður á ekkert þrjár og hálfa milljón á hverju strái. Og svo er þetta þannig að bankinn er líka að græða á mér. Af því ég er líka að greiða vexti af yfirdráttarheimild af því ég þurfti að greiða fyrir aðgerðina áður en ég fór út," segir Linda.
Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?