Innlent

Stærsta nördahátíð landsins fer fram um helgina

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Nördahátíðin Midgard fer fram í Laugardalshöll um helgina. Á hátíðinni eru áhugamenn um tölvuleiki, myndasögur og hlutverkaleiki svo fátt eitt sé nefnt. Um er að ræða stærstu og fyrstu nördahátíð landsins þar sem saman koma einstaklingar sem hafa áhuga á myndasögum, búningum og fleiru.

Hátíðin stendur yfir alla helgina og eru um 900-1200 gestir klæddir í hina ýmsu búninga í Laugardalshöll.

Sigríður Ösp SigurðardóttirSkjáskot úr frétt
„Við erum með fullt af básum og búðum. Hér eru nokkur tölvuleikjafyrirtæki og svo auðvitað eru alls konar kynningar og flottir gestir,“ sagði Sigríður Ösp Sigurðardóttir, skipuleggjandi hátíðarinnar.

Einn gestanna var breski myndhöggvarinn Brian Muir sem hannaði búning Svarthöfða í Star Wars myndunum, en hann hélt erindi fyrir troðfullum sal á hátíðinni í dag. Á svæðinu var einnig Svarthöfði sjálfur í fullum skrúða.

Er þér ekkert heitt í þessum búningi?

„Jú, ég er mjög líklega kominn með háan hita bara. Þetta er eins og að vera í Afríku á góðum sólskinsdegi,“ sagði svarthöfði.

Hátíðin fer einnig fram á morgun og er hægt að lesa nánar um hana hér.

Brian Muir hannaði búning SvarthöfðaSkjáskot úr frétt



Fleiri fréttir

Sjá meira


×