Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. september 2018 07:30 Aldrei í sögunni hefur leikstjórnandi byrjað feril sinn eins vel og Mahomes. vísir/getty Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. Leikstjórnandi liðsins, Patrick Mahomes, hefur leikið við hvurn sinn fingur og kastaði fyrir litlum sex snertimörkum í nótt. Hann er því búinn að kasta boltanum tíu sinnum fyrir snertimarki í fyrstu tveimur leikjum ferilsins en hann sat á bekknum hjá Chiefs á síðustu leiktíð. Þetta er í fyrsta skipti í sögu NFL-deildarinnar sem leikstjórnandi hefur feril sinn á því að kasta tíu sinnum fyrir snertimarki. Þessi sex snertimörk er líka jöfnun á félagsmeti. Það sem meira er þá hefur Mahomes ekki enn kastað frá sér boltanum í fyrstu leikjunum. Það er útherjakrísa hjá New England Patriots og það kom í bakið á liðinu gegn sterku varnarliði Jacksonville í gær. Liðið komst aldrei almennilega á flug og Brady fann ekki innherjann sinn Rob Gronkowski nema tvisvar í leiknum. Þetta var fyrsti sigur Jacksonville á Patriots í sögunni. Það er ekki bara Patrick Mahomes sem fer á kostum í upphafi leiktíðar því Ryan Fitzpatrick, leikstjórnandi Tampa Bay, hefur einnig verið frábær. Hann kastaði aftur fyrir fjórum snertimörkum í gær og fór yfir 400 jarda. Fitzpatrick er varaleikstjórnandi Bucs en er heldur betur að nýta tækifærið í upphafi leiktíðar.Úrslit: Atlanta-Carolina 31-24 Buffalo-LA Chargers 20-31 Green Bay-Minnesota 29-29 New Orleans-Cleveland 21-18 NY Jets-Miami 12-20 Pittsburgh-Kansas City 37-42 Tampa Bay-Philadelphia 27-21 Tennessee-Houston 20-17 Washington-Indianapolis 9-21 LA Rams-Arizona 34-0 San Francisco-Detroit 30-27 Denver-Oakland 20-19 Jacksonville-New England 31-20 Dallas-NY Giants 20-13Í nótt: Chicago - Seattle NFL Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. Leikstjórnandi liðsins, Patrick Mahomes, hefur leikið við hvurn sinn fingur og kastaði fyrir litlum sex snertimörkum í nótt. Hann er því búinn að kasta boltanum tíu sinnum fyrir snertimarki í fyrstu tveimur leikjum ferilsins en hann sat á bekknum hjá Chiefs á síðustu leiktíð. Þetta er í fyrsta skipti í sögu NFL-deildarinnar sem leikstjórnandi hefur feril sinn á því að kasta tíu sinnum fyrir snertimarki. Þessi sex snertimörk er líka jöfnun á félagsmeti. Það sem meira er þá hefur Mahomes ekki enn kastað frá sér boltanum í fyrstu leikjunum. Það er útherjakrísa hjá New England Patriots og það kom í bakið á liðinu gegn sterku varnarliði Jacksonville í gær. Liðið komst aldrei almennilega á flug og Brady fann ekki innherjann sinn Rob Gronkowski nema tvisvar í leiknum. Þetta var fyrsti sigur Jacksonville á Patriots í sögunni. Það er ekki bara Patrick Mahomes sem fer á kostum í upphafi leiktíðar því Ryan Fitzpatrick, leikstjórnandi Tampa Bay, hefur einnig verið frábær. Hann kastaði aftur fyrir fjórum snertimörkum í gær og fór yfir 400 jarda. Fitzpatrick er varaleikstjórnandi Bucs en er heldur betur að nýta tækifærið í upphafi leiktíðar.Úrslit: Atlanta-Carolina 31-24 Buffalo-LA Chargers 20-31 Green Bay-Minnesota 29-29 New Orleans-Cleveland 21-18 NY Jets-Miami 12-20 Pittsburgh-Kansas City 37-42 Tampa Bay-Philadelphia 27-21 Tennessee-Houston 20-17 Washington-Indianapolis 9-21 LA Rams-Arizona 34-0 San Francisco-Detroit 30-27 Denver-Oakland 20-19 Jacksonville-New England 31-20 Dallas-NY Giants 20-13Í nótt: Chicago - Seattle
NFL Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira