Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2018 17:57 Logi Már og Rósa Björk. Vísir/Vilhelm/Stefán Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þáðu ekki boð bandaríska sendiráðsins á Íslandi um að fara um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman.Utanríkisráðherra, þingmönnum í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO var boðið um borð í skipið. Rósa Björk og Logi eru í utanríkismálanefnd Alþingis. Rósa Björk segist í samtali við Vísi hafa afþakkað boðið. „Þetta er ekki minn tebolli og samræmist ekki alveg mínum pólitískum skoðunum eða áhugasviði, þannig að ég var ekki að fara,“ segir Rósa. Logi segir í samtali við Vísi að hann hefði takmarkaðan áhuga á flugmóðurskipum. „Ég hef nóg að gera á þinginu og alveg óskaplega lítinn áhuga á flugmóðurskipum. Ég ákvað því að sleppa þessu.“Mynd tekin af flugmóðurskipinu Harry S. Truman í Norður-Atlantshafi í gær.Bandaríski sjóherinnHann segist halda að tilgangur ferðarinnar hafi verið að kynna varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, sem haldin verður í Norður-Atlantshafi, í Noregi og á Íslandi í október og nóvember næstkomandi. „Ég fékk bara fullnægjandi kynningu á þessu öllu utanríkismálafundi í morgun og taldi það nægja,“ segir Logi. Flogið var með tveimur Gumnman C2 Grayhound flutningavélum frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan eitt í dag. Var það talið athyglisvert í ljósi þess að samningur á milli Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins um Reykjavíkurflugvöll frá árinu 2013 kveður á um að hernaðarumsvif skuli vera eins lítil og mögulegt er. Staðfest er að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fóru um borð í flugmóðurskipið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var einnig þar ásamt starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þáðu ekki boð bandaríska sendiráðsins á Íslandi um að fara um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman.Utanríkisráðherra, þingmönnum í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO var boðið um borð í skipið. Rósa Björk og Logi eru í utanríkismálanefnd Alþingis. Rósa Björk segist í samtali við Vísi hafa afþakkað boðið. „Þetta er ekki minn tebolli og samræmist ekki alveg mínum pólitískum skoðunum eða áhugasviði, þannig að ég var ekki að fara,“ segir Rósa. Logi segir í samtali við Vísi að hann hefði takmarkaðan áhuga á flugmóðurskipum. „Ég hef nóg að gera á þinginu og alveg óskaplega lítinn áhuga á flugmóðurskipum. Ég ákvað því að sleppa þessu.“Mynd tekin af flugmóðurskipinu Harry S. Truman í Norður-Atlantshafi í gær.Bandaríski sjóherinnHann segist halda að tilgangur ferðarinnar hafi verið að kynna varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, sem haldin verður í Norður-Atlantshafi, í Noregi og á Íslandi í október og nóvember næstkomandi. „Ég fékk bara fullnægjandi kynningu á þessu öllu utanríkismálafundi í morgun og taldi það nægja,“ segir Logi. Flogið var með tveimur Gumnman C2 Grayhound flutningavélum frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan eitt í dag. Var það talið athyglisvert í ljósi þess að samningur á milli Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins um Reykjavíkurflugvöll frá árinu 2013 kveður á um að hernaðarumsvif skuli vera eins lítil og mögulegt er. Staðfest er að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fóru um borð í flugmóðurskipið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var einnig þar ásamt starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11