Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2018 17:57 Logi Már og Rósa Björk. Vísir/Vilhelm/Stefán Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þáðu ekki boð bandaríska sendiráðsins á Íslandi um að fara um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman.Utanríkisráðherra, þingmönnum í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO var boðið um borð í skipið. Rósa Björk og Logi eru í utanríkismálanefnd Alþingis. Rósa Björk segist í samtali við Vísi hafa afþakkað boðið. „Þetta er ekki minn tebolli og samræmist ekki alveg mínum pólitískum skoðunum eða áhugasviði, þannig að ég var ekki að fara,“ segir Rósa. Logi segir í samtali við Vísi að hann hefði takmarkaðan áhuga á flugmóðurskipum. „Ég hef nóg að gera á þinginu og alveg óskaplega lítinn áhuga á flugmóðurskipum. Ég ákvað því að sleppa þessu.“Mynd tekin af flugmóðurskipinu Harry S. Truman í Norður-Atlantshafi í gær.Bandaríski sjóherinnHann segist halda að tilgangur ferðarinnar hafi verið að kynna varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, sem haldin verður í Norður-Atlantshafi, í Noregi og á Íslandi í október og nóvember næstkomandi. „Ég fékk bara fullnægjandi kynningu á þessu öllu utanríkismálafundi í morgun og taldi það nægja,“ segir Logi. Flogið var með tveimur Gumnman C2 Grayhound flutningavélum frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan eitt í dag. Var það talið athyglisvert í ljósi þess að samningur á milli Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins um Reykjavíkurflugvöll frá árinu 2013 kveður á um að hernaðarumsvif skuli vera eins lítil og mögulegt er. Staðfest er að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fóru um borð í flugmóðurskipið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var einnig þar ásamt starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þáðu ekki boð bandaríska sendiráðsins á Íslandi um að fara um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman.Utanríkisráðherra, þingmönnum í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO var boðið um borð í skipið. Rósa Björk og Logi eru í utanríkismálanefnd Alþingis. Rósa Björk segist í samtali við Vísi hafa afþakkað boðið. „Þetta er ekki minn tebolli og samræmist ekki alveg mínum pólitískum skoðunum eða áhugasviði, þannig að ég var ekki að fara,“ segir Rósa. Logi segir í samtali við Vísi að hann hefði takmarkaðan áhuga á flugmóðurskipum. „Ég hef nóg að gera á þinginu og alveg óskaplega lítinn áhuga á flugmóðurskipum. Ég ákvað því að sleppa þessu.“Mynd tekin af flugmóðurskipinu Harry S. Truman í Norður-Atlantshafi í gær.Bandaríski sjóherinnHann segist halda að tilgangur ferðarinnar hafi verið að kynna varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, sem haldin verður í Norður-Atlantshafi, í Noregi og á Íslandi í október og nóvember næstkomandi. „Ég fékk bara fullnægjandi kynningu á þessu öllu utanríkismálafundi í morgun og taldi það nægja,“ segir Logi. Flogið var með tveimur Gumnman C2 Grayhound flutningavélum frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan eitt í dag. Var það talið athyglisvert í ljósi þess að samningur á milli Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins um Reykjavíkurflugvöll frá árinu 2013 kveður á um að hernaðarumsvif skuli vera eins lítil og mögulegt er. Staðfest er að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fóru um borð í flugmóðurskipið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var einnig þar ásamt starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11