Aðalgönguleiðin upp Esjuna öruggari eftir að að björg voru látin falla niður Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. september 2018 19:49 Fjórum stórum björgum sem ógnað hafa aðalgönguleiðinni um Esjuna var velt niður snemma í morgun. Aðgerðin sýndi hversu áríðandi var orðið að velta steinunum af stað. Eldsnemma í morgun voru fulltrúar Skógræktarfélags Reykjavíkur og Eflu verkfræðistofu mættir við rætur Esjunnar en klukkan sjö var fjallinu lokað fyrir umferð á meðan unnið var að því að koma fjórum stórum björgum niður sem hafa þótt hættuleg í fjallinu. Leggja þurfti á sig þó nokkra göngu upp á topp fjallsins þar sem björgin voru og taka þurfti með búnað og tæki til þess að losa björgin frá ef þess þyrfti en auk þess til að tryggja öryggi þeirra sem þar voru. Björgin fjögur hafa ógnað aðalgönguleiðinni upp Esjuna meðal annars að Steini, sem er þekktasti áningarstaður fjallsins. Fyrsta bjargið sem var látið falla var jafnframt það stærsta.Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Stærsti stuðullinn hefur nú verið einhverjir tveir og hálfur til þrír metrar á hæð og svona meter á kant og lagðist bara þarna fallega niður“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur sem stýrði aðgerðum á toppi Esjunnar. Hvert bjargið á fætur öðru og aðrir steinar voru svo losaðir frá. „Þetta gekk alveg ljómandi vel. Þetta voru svona þrír, fjórir staðir sem við fórum inn á og svo brotnaði þetta í fleiri bita þegar þetta var að rúlla fram af. En í öllum aðalatriðum að þá fór það sem við ætluðum að taka,“ sagði Jón. Þá sást best þegar björgin fóru niður hlíðina og sprungu í smærri steina hversu mikil þörf var á því að ráðast í þessar aðgerðir en allir steinarnir fóru yfir aðal gönguleiðina sem staðfesti þá hættu sem var fyrir hendi.Er þá búið að tryggja gönguleiðina? „Nú er allavega búið að fara yfir þetta, meðfram keðjunum og á svona þessum helstu stöðum og taka þessa mest áberandi steina í brutu,“ segir Jón.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Vísir/jóhann K. JóhannssonFramkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir útivistarfólk sem beið hafa verið óþolinmótt. „Við fórum að átta okkur betur á þessu með vorinu hversu tæpir steinarnir voru orðnir, sumir hverjir. Þannig að það var ekkert annað í stöðinni enn að gera þetta, sagði Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Esjan Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. 19. september 2018 09:48 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Fjórum stórum björgum sem ógnað hafa aðalgönguleiðinni um Esjuna var velt niður snemma í morgun. Aðgerðin sýndi hversu áríðandi var orðið að velta steinunum af stað. Eldsnemma í morgun voru fulltrúar Skógræktarfélags Reykjavíkur og Eflu verkfræðistofu mættir við rætur Esjunnar en klukkan sjö var fjallinu lokað fyrir umferð á meðan unnið var að því að koma fjórum stórum björgum niður sem hafa þótt hættuleg í fjallinu. Leggja þurfti á sig þó nokkra göngu upp á topp fjallsins þar sem björgin voru og taka þurfti með búnað og tæki til þess að losa björgin frá ef þess þyrfti en auk þess til að tryggja öryggi þeirra sem þar voru. Björgin fjögur hafa ógnað aðalgönguleiðinni upp Esjuna meðal annars að Steini, sem er þekktasti áningarstaður fjallsins. Fyrsta bjargið sem var látið falla var jafnframt það stærsta.Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Stærsti stuðullinn hefur nú verið einhverjir tveir og hálfur til þrír metrar á hæð og svona meter á kant og lagðist bara þarna fallega niður“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur sem stýrði aðgerðum á toppi Esjunnar. Hvert bjargið á fætur öðru og aðrir steinar voru svo losaðir frá. „Þetta gekk alveg ljómandi vel. Þetta voru svona þrír, fjórir staðir sem við fórum inn á og svo brotnaði þetta í fleiri bita þegar þetta var að rúlla fram af. En í öllum aðalatriðum að þá fór það sem við ætluðum að taka,“ sagði Jón. Þá sást best þegar björgin fóru niður hlíðina og sprungu í smærri steina hversu mikil þörf var á því að ráðast í þessar aðgerðir en allir steinarnir fóru yfir aðal gönguleiðina sem staðfesti þá hættu sem var fyrir hendi.Er þá búið að tryggja gönguleiðina? „Nú er allavega búið að fara yfir þetta, meðfram keðjunum og á svona þessum helstu stöðum og taka þessa mest áberandi steina í brutu,“ segir Jón.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Vísir/jóhann K. JóhannssonFramkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir útivistarfólk sem beið hafa verið óþolinmótt. „Við fórum að átta okkur betur á þessu með vorinu hversu tæpir steinarnir voru orðnir, sumir hverjir. Þannig að það var ekkert annað í stöðinni enn að gera þetta, sagði Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Esjan Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. 19. september 2018 09:48 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. 19. september 2018 09:48