Aðalgönguleiðin upp Esjuna öruggari eftir að að björg voru látin falla niður Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. september 2018 19:49 Fjórum stórum björgum sem ógnað hafa aðalgönguleiðinni um Esjuna var velt niður snemma í morgun. Aðgerðin sýndi hversu áríðandi var orðið að velta steinunum af stað. Eldsnemma í morgun voru fulltrúar Skógræktarfélags Reykjavíkur og Eflu verkfræðistofu mættir við rætur Esjunnar en klukkan sjö var fjallinu lokað fyrir umferð á meðan unnið var að því að koma fjórum stórum björgum niður sem hafa þótt hættuleg í fjallinu. Leggja þurfti á sig þó nokkra göngu upp á topp fjallsins þar sem björgin voru og taka þurfti með búnað og tæki til þess að losa björgin frá ef þess þyrfti en auk þess til að tryggja öryggi þeirra sem þar voru. Björgin fjögur hafa ógnað aðalgönguleiðinni upp Esjuna meðal annars að Steini, sem er þekktasti áningarstaður fjallsins. Fyrsta bjargið sem var látið falla var jafnframt það stærsta.Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Stærsti stuðullinn hefur nú verið einhverjir tveir og hálfur til þrír metrar á hæð og svona meter á kant og lagðist bara þarna fallega niður“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur sem stýrði aðgerðum á toppi Esjunnar. Hvert bjargið á fætur öðru og aðrir steinar voru svo losaðir frá. „Þetta gekk alveg ljómandi vel. Þetta voru svona þrír, fjórir staðir sem við fórum inn á og svo brotnaði þetta í fleiri bita þegar þetta var að rúlla fram af. En í öllum aðalatriðum að þá fór það sem við ætluðum að taka,“ sagði Jón. Þá sást best þegar björgin fóru niður hlíðina og sprungu í smærri steina hversu mikil þörf var á því að ráðast í þessar aðgerðir en allir steinarnir fóru yfir aðal gönguleiðina sem staðfesti þá hættu sem var fyrir hendi.Er þá búið að tryggja gönguleiðina? „Nú er allavega búið að fara yfir þetta, meðfram keðjunum og á svona þessum helstu stöðum og taka þessa mest áberandi steina í brutu,“ segir Jón.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Vísir/jóhann K. JóhannssonFramkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir útivistarfólk sem beið hafa verið óþolinmótt. „Við fórum að átta okkur betur á þessu með vorinu hversu tæpir steinarnir voru orðnir, sumir hverjir. Þannig að það var ekkert annað í stöðinni enn að gera þetta, sagði Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Esjan Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. 19. september 2018 09:48 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Fjórum stórum björgum sem ógnað hafa aðalgönguleiðinni um Esjuna var velt niður snemma í morgun. Aðgerðin sýndi hversu áríðandi var orðið að velta steinunum af stað. Eldsnemma í morgun voru fulltrúar Skógræktarfélags Reykjavíkur og Eflu verkfræðistofu mættir við rætur Esjunnar en klukkan sjö var fjallinu lokað fyrir umferð á meðan unnið var að því að koma fjórum stórum björgum niður sem hafa þótt hættuleg í fjallinu. Leggja þurfti á sig þó nokkra göngu upp á topp fjallsins þar sem björgin voru og taka þurfti með búnað og tæki til þess að losa björgin frá ef þess þyrfti en auk þess til að tryggja öryggi þeirra sem þar voru. Björgin fjögur hafa ógnað aðalgönguleiðinni upp Esjuna meðal annars að Steini, sem er þekktasti áningarstaður fjallsins. Fyrsta bjargið sem var látið falla var jafnframt það stærsta.Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Stærsti stuðullinn hefur nú verið einhverjir tveir og hálfur til þrír metrar á hæð og svona meter á kant og lagðist bara þarna fallega niður“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur sem stýrði aðgerðum á toppi Esjunnar. Hvert bjargið á fætur öðru og aðrir steinar voru svo losaðir frá. „Þetta gekk alveg ljómandi vel. Þetta voru svona þrír, fjórir staðir sem við fórum inn á og svo brotnaði þetta í fleiri bita þegar þetta var að rúlla fram af. En í öllum aðalatriðum að þá fór það sem við ætluðum að taka,“ sagði Jón. Þá sást best þegar björgin fóru niður hlíðina og sprungu í smærri steina hversu mikil þörf var á því að ráðast í þessar aðgerðir en allir steinarnir fóru yfir aðal gönguleiðina sem staðfesti þá hættu sem var fyrir hendi.Er þá búið að tryggja gönguleiðina? „Nú er allavega búið að fara yfir þetta, meðfram keðjunum og á svona þessum helstu stöðum og taka þessa mest áberandi steina í brutu,“ segir Jón.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Vísir/jóhann K. JóhannssonFramkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir útivistarfólk sem beið hafa verið óþolinmótt. „Við fórum að átta okkur betur á þessu með vorinu hversu tæpir steinarnir voru orðnir, sumir hverjir. Þannig að það var ekkert annað í stöðinni enn að gera þetta, sagði Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Esjan Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. 19. september 2018 09:48 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. 19. september 2018 09:48