„Kjaraviðræður eru að skila hlutfallslega hærri tekjum til lágtekjuhópanna en kerfið er að vinna á móti“ Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 2. september 2018 14:48 Birgir Ármannsson, Oddný G. Harðardóttir og Björn Leví Gunnarsson voru gestir í Sprengisandi í morgun og ræddu meðal annar um launaþróun og kjaramál og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Birgir benti á að ríkið og sveitarfélög séu stórir aðilar sem viðsemjendur en alls ekki þeir einu. „Það er auðvitað ljóst að ríkisvaldið getur með einhverjum hætti orðið til þess að greiða fyrir samkomulag á vinnumarkaði. Auðvitað verðum við að hafa í huga að samningamál á vinnumarkaði eru fyrst og fremst málefni aðila vinnumarkaðarins sem semja um kaup og kjör. Stjórnvöld taka það hlutverk ekki af þeim, það er neyðarúrræði ef það er gert. Meginverkefnið liggur hjá aðilum vinnumarkaðarins og kjarasamningar eru ekki miðstýrðir í þeim skilningi að það sé hægt að gefa út einhverja eina línu. Það eru fjölmargir mismunandi aðilar sem að koma að því, bæði verkalýðs megin og atvinnurekenda megin. Ríkið og sveitarfélögin eru stórir aðilar auðvitað sem viðsemjendur en hins vegar alls ekki þeir einu,“ segir Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Ég held að það sé augljóst að ríkið þarf að koma með kröftugum hætti þarna inn. Eins og hefur verið bent á í umræðunni og í skýrslum að þá hefur þeim til dæmis fækkað sem að fengu barnabætur 2013, þeim fjölskyldum hefur fækkað um 12.000. Það eru helmingi færri fjölskyldur sem fá vaxtabætur núna en 2013,“ segir Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar. „Kjaraviðræður eru að skila hlutfallslega hærri tekjum til lágtekjuhópanna en kerfið er að vinna á móti. Kerfið sem að ríkisstjórnin og stjórnvöld bera ábyrgð á. Það verður mjög áhugavert að sjá þetta núna í framhaldinu miðað við hvernig fjármálaáætlunin lítur út að það á að lækka um eitt prósentustig neðra skattþrepið sem er ekki mjög mikil jöfnunaraðgerð hvað það varðar og gagnast þessum hópum sem að eru að lenda í kerfisgöllunum alls ekki. Þannig að miðað við fjármálaáætlunin að þá erum við bara að horfa fram á breytt ástand hvað þetta varðar.,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Birgir Ármannsson, Oddný G. Harðardóttir og Björn Leví Gunnarsson voru gestir í Sprengisandi í morgun og ræddu meðal annar um launaþróun og kjaramál og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Birgir benti á að ríkið og sveitarfélög séu stórir aðilar sem viðsemjendur en alls ekki þeir einu. „Það er auðvitað ljóst að ríkisvaldið getur með einhverjum hætti orðið til þess að greiða fyrir samkomulag á vinnumarkaði. Auðvitað verðum við að hafa í huga að samningamál á vinnumarkaði eru fyrst og fremst málefni aðila vinnumarkaðarins sem semja um kaup og kjör. Stjórnvöld taka það hlutverk ekki af þeim, það er neyðarúrræði ef það er gert. Meginverkefnið liggur hjá aðilum vinnumarkaðarins og kjarasamningar eru ekki miðstýrðir í þeim skilningi að það sé hægt að gefa út einhverja eina línu. Það eru fjölmargir mismunandi aðilar sem að koma að því, bæði verkalýðs megin og atvinnurekenda megin. Ríkið og sveitarfélögin eru stórir aðilar auðvitað sem viðsemjendur en hins vegar alls ekki þeir einu,“ segir Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Ég held að það sé augljóst að ríkið þarf að koma með kröftugum hætti þarna inn. Eins og hefur verið bent á í umræðunni og í skýrslum að þá hefur þeim til dæmis fækkað sem að fengu barnabætur 2013, þeim fjölskyldum hefur fækkað um 12.000. Það eru helmingi færri fjölskyldur sem fá vaxtabætur núna en 2013,“ segir Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar. „Kjaraviðræður eru að skila hlutfallslega hærri tekjum til lágtekjuhópanna en kerfið er að vinna á móti. Kerfið sem að ríkisstjórnin og stjórnvöld bera ábyrgð á. Það verður mjög áhugavert að sjá þetta núna í framhaldinu miðað við hvernig fjármálaáætlunin lítur út að það á að lækka um eitt prósentustig neðra skattþrepið sem er ekki mjög mikil jöfnunaraðgerð hvað það varðar og gagnast þessum hópum sem að eru að lenda í kerfisgöllunum alls ekki. Þannig að miðað við fjármálaáætlunin að þá erum við bara að horfa fram á breytt ástand hvað þetta varðar.,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira