Lífið

Um hundrað milljóna króna einbýlishús til sölu við Nýlendugötu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt hús í hjarta borgarinnar.
Fallegt hús í hjarta borgarinnar.

Fasteignasalan Lind er með fallegt og mikið endurnýjað einbýlishús við Nýlendugötu á söluskrá en ásett verð er 95 milljónir.

Um er að ræða fallegt bárujárnshús í miðborginni en húsið var byggt árið 1917 og er alls 183 fermetrar að stærð.

Í því eru fimm svefnherbergi og er fasteignamat eignarinnar um 85 milljónir en brunabótamatið 45 milljónir.

Húsið er á þremur hæðum og voru efri hæðirnar tvær teknar í gegn árið 2004. Þá sá Inga Sigurjónsdóttir arkitekt hjá Stúdíóhring um alla hönnun.

Hér að neðan má sjá myndir innan úr húsinu og að utan.

Virkilega fallegt hús í miðborginni.
Vel heppnaður og stór viðarpallur er við húsið.
Bjart og opið eldhús.
Stofa og eldhús samliggjandi.
Skemmtileg rými eru í risinu.
Snyrtilegt baðhergi í húsinu en þau eru tvö í heildina.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.