Innlent

Sérsveitin kölluð út að Keflavíkurflugvelli vegna grunsamlegs pakka

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. Vísir/Anton Brink.
Sérsveit ríkislögreglustjóra og lið frá lögreglunni á Suðurnesjum var kallað út að Keflavíkurflugvelli á ellefta tímanum í dag vegna grunsamlegs pakka sem skilinn hafði verið eftir á flugvellinum. Ekki reyndist hætta vera á ferðum og er aðgerðum lögreglu lokið á vettvangi. Mbl greindi fyrst frá.

„Þetta eru venjubundin viðbrögð við því þegar grunur vaknar um að pakki eða farangur hafi verið skilinn eftir og að um sé að ræða eitthvað óeðlilegt. Það reyndist sem betur fer ekki vera,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við Vísi.

Hann segir aðgerðum lokið á vettvangi og að allt sé jafnframt komið í eðlilegt horf í Leifsstöð. Aðspurður segir hann aðgerðina ekki hafa tekið langan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×