Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Íslendingar hafa farið sér hægar en nágrannaþjóðirnar í aðgerðum til að tryggja heilindi í opinberum störfum og hér á landi hefur minna tillit verið tekið til tilmæla og leiðbeininga alþjóðlegra stofnana um varnir gegn spillingu en æskilegt hefði verið.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem starfshópur á vegum forsætisráðherra sendi frá sér í dag og verður fjallað ítarlega um hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig höldum við áfram að fjalla um netöryggi á Íslandi sem samkvæmt forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar er ekki upp á marga fiska og hvetur til stórátaks til að efla varnir gegn netárásum.

Við ræðum einnig við verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ sem setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverslana og segir þögult samráð eiga sér stað.

Við fjöllum meira um göngugöturnar í miðborginni, heyrum af endurheimt frægustu leikmuna bandarískrar kvikmyndasögu og fylgjumst með setningu Jazzhátíðar.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar - og í beinni á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×