Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna um nýtt veiðigjaldafrumvarp Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2018 12:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Vísir/Hanna Sjávarútvegsráðherra boðar nýtt frumvarp um veiðigjöld á haustþingi en ekki tókst að koma frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum í gegn á Alþingi í vor. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að ekki hafi verið reynt að ná breiðri samstöðu um málið en ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum á vorþingi sem fól í sér nokkra lækkun á gjöldunum, með þeim rökum að litlar og meðalstórar útgerðir stæðu ekki undir gjaldtökunni. Stjórnarandstaðan stöðvaði afgreiðslu málsins og var gildandi lögum því framlengt til áramóta en þau hefðu annars fallið úr gildi hinn 1. september. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna í sumar um nýtt frumvarp um veiðigjöldin sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðar í haust. „Þetta kemur svosem ekki á óvart því sjálfstæðismenn boðuðu strax í vor að þeir myndu koma aftur með veiðigjaldafrumvarp. Þá er það bara þannig en mér finnst auðvitað sérstakt ef menn reyna ekki að ná breiðari sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ég er líka hrædd um að þær breytingar sem verða á frumvarpinu, ef þær verða einhverjar, að þetta verði óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska,” segir Þorgerður Katrín. Það fari eftir stjórnarflokkunum hvort haustmánuðirnir dugi til að afgreiða nýtt veiðigjaldafrumvarp og hvað Vinstri græn verði tilbúin að gera til að þrýsta frumvarpinu í gegn án samráðs við stjórnarandstöðuna. „Mér finnst hins vegar miður að menn eru ekki að reyna að leggja sig fram um að ná breiðri sátt um sjávarútveginn og auðlindagjald. Það skiptir máli til lengri og skemmri tíma. Fyrir smærri útgerðir sem og stærri útgerðir,” segir formaður Viðreisnar. Auðlindanefnd með fulltrúum allra flokka hafi til að mynda ekki komið saman en henni er ætlað að skoða auðlindagjöld í víðu samhengi, ekki bara á sjávarútveginn. Það þurfi breiða sátt um þessi mál. Vilji menn taka sérstaklega á stöðu lítilla og meðalstórra útgerða eigi menn að vinda sér í það. „Það er meðal annars hægt að búa til kerfi sem hentar þeim sérstaklega. En sú vinna er á borðum ríkisstjórnarinnar og það er ekki að sjá að hún vilji teygja sig yfir til stjórnarandstöðunnar hvað þetta varðar,” segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Stjórnarandstaðan var ekki öll á móti frumvarpi atvinnuveganefndar í vor því Miðflokkurinn hefði að öllum líkindum greitt frumvarpinu atkvæði sitt. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra boðar nýtt frumvarp um veiðigjöld á haustþingi en ekki tókst að koma frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum í gegn á Alþingi í vor. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að ekki hafi verið reynt að ná breiðri samstöðu um málið en ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum á vorþingi sem fól í sér nokkra lækkun á gjöldunum, með þeim rökum að litlar og meðalstórar útgerðir stæðu ekki undir gjaldtökunni. Stjórnarandstaðan stöðvaði afgreiðslu málsins og var gildandi lögum því framlengt til áramóta en þau hefðu annars fallið úr gildi hinn 1. september. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna í sumar um nýtt frumvarp um veiðigjöldin sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðar í haust. „Þetta kemur svosem ekki á óvart því sjálfstæðismenn boðuðu strax í vor að þeir myndu koma aftur með veiðigjaldafrumvarp. Þá er það bara þannig en mér finnst auðvitað sérstakt ef menn reyna ekki að ná breiðari sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ég er líka hrædd um að þær breytingar sem verða á frumvarpinu, ef þær verða einhverjar, að þetta verði óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska,” segir Þorgerður Katrín. Það fari eftir stjórnarflokkunum hvort haustmánuðirnir dugi til að afgreiða nýtt veiðigjaldafrumvarp og hvað Vinstri græn verði tilbúin að gera til að þrýsta frumvarpinu í gegn án samráðs við stjórnarandstöðuna. „Mér finnst hins vegar miður að menn eru ekki að reyna að leggja sig fram um að ná breiðri sátt um sjávarútveginn og auðlindagjald. Það skiptir máli til lengri og skemmri tíma. Fyrir smærri útgerðir sem og stærri útgerðir,” segir formaður Viðreisnar. Auðlindanefnd með fulltrúum allra flokka hafi til að mynda ekki komið saman en henni er ætlað að skoða auðlindagjöld í víðu samhengi, ekki bara á sjávarútveginn. Það þurfi breiða sátt um þessi mál. Vilji menn taka sérstaklega á stöðu lítilla og meðalstórra útgerða eigi menn að vinda sér í það. „Það er meðal annars hægt að búa til kerfi sem hentar þeim sérstaklega. En sú vinna er á borðum ríkisstjórnarinnar og það er ekki að sjá að hún vilji teygja sig yfir til stjórnarandstöðunnar hvað þetta varðar,” segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Stjórnarandstaðan var ekki öll á móti frumvarpi atvinnuveganefndar í vor því Miðflokkurinn hefði að öllum líkindum greitt frumvarpinu atkvæði sitt.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira