„Landið er orðið það dýrt að það er ekki hægt að hækka laun yfir línuna núna“ Sylvía Hall skrifar 9. september 2018 13:08 Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir mikilvægt að orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi haldist gott. Fari svo að verð hækki um of gæti ferðamönnum farið fækkandi sem kæmi verulega niður á lífskjörum landsmanna. Þetta kom fram í viðtali við Gylfa í Sprengisandi í morgun.Góðærið byggist á ferðaþjónustunni Nú á dögunum skilaði Gylfi skýrslu til forsætisráðherra þar sem hann mat svigrúm til launahækkana hér á landi. Hann segir Íslendinga aldrei hafa staðið betur en nú og nefndi meðal annars kaupmátt launa í því samhengi en hann er 20% meiri nú en hann var árið 2007. „Maður heyrir samt ekki mikið af ánægjuröddum,“ sagði Gylfi góðlátlega. „Fólk eins og útlendingar sem komu hingað fyrir nokkrum árum og koma aftur núna sjá að það er búið að byggja mikið af húsum og það eru miklar framkvæmdir í gangi, bílaflotinn er betri og fleira fólk fer til útlanda á sumrin,“ sagði hann og sagði þetta benda til mikils góðæris í samfélaginu. Hann segir velsæld Íslendinga byggjast að mestu leyti á ferðaþjónustunni. Það þurfi því að passa upp á orðspor Íslands í alþjóðlegu samhengi til að þróunin snúist ekki við og ferðamenn hætti að koma hingað til lands. Það sé því áhyggjuefni hve hátt verðlagið sé hérlendis. „Þetta er eins og fiskistofnarnir, maður getur veitt of mikið og þá minnka þeir. Þetta er auðlind sem byggist upp á orðspori landsins, að fólk tali vel um reynslu sína hér og um leið og er farið að segja að þetta sé okurbúlla sem enginn eigi að koma í þá verður bakslag.“Þeir launalægstu njóta ekki góðærisins Gylfi segir lægstu tekjuhópana vera þá sem njóta góðærisins hvað minnst. Það sé vegna þess að skattleysismörk miðast við verðlagsvísitölu en hátekjuskattsmörkin miðast við launavísitölu. Það geri það að verkum að í uppsveiflu eykst skattbyrði þeirra launalægstu. Hann segir þó ekki vera svigrúm til launahækkana sem stendur, landið er orðið of dýrt og það myndi ógna mörgum sviðum atvinnulífsins. „Iðnaðarfyrirtækin verða fyrir höggi, ferðaþjónustufyrirtækin verða fyrir höggi, svo þessi grundvöllur lífskjaranna sem við erum með núna verður fyrir höggi,“ segir Gylfi. „Landið er orðið það dýrt að það er ekki hægt að hækka laun yfir línuna núna.“Þarf að byggja nýtt Breiðholt Þá segir Gylfi það vera nauðsynlegt að byggja meira húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi verið lítið byggt eftir hrun en nú fari eftirspurnin vaxandi og það valdi verðhækkunum. Hann bendir á að síðustu ár hafi fleira fólk flutt hingað til lands til þess að starfa sem þarfnast húsnæðis og þá er mikill fjöldi íbúða notaður undir ferðamenn. „Það þarf að byggja meira, það þarf húsnæði, það þarf eitthvert nýtt Breiðholt að rísa.“Viðtalið við Gylfa má heyra í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir „Það er of dýrt að búa á Íslandi“ Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. 8. september 2018 15:24 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir mikilvægt að orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi haldist gott. Fari svo að verð hækki um of gæti ferðamönnum farið fækkandi sem kæmi verulega niður á lífskjörum landsmanna. Þetta kom fram í viðtali við Gylfa í Sprengisandi í morgun.Góðærið byggist á ferðaþjónustunni Nú á dögunum skilaði Gylfi skýrslu til forsætisráðherra þar sem hann mat svigrúm til launahækkana hér á landi. Hann segir Íslendinga aldrei hafa staðið betur en nú og nefndi meðal annars kaupmátt launa í því samhengi en hann er 20% meiri nú en hann var árið 2007. „Maður heyrir samt ekki mikið af ánægjuröddum,“ sagði Gylfi góðlátlega. „Fólk eins og útlendingar sem komu hingað fyrir nokkrum árum og koma aftur núna sjá að það er búið að byggja mikið af húsum og það eru miklar framkvæmdir í gangi, bílaflotinn er betri og fleira fólk fer til útlanda á sumrin,“ sagði hann og sagði þetta benda til mikils góðæris í samfélaginu. Hann segir velsæld Íslendinga byggjast að mestu leyti á ferðaþjónustunni. Það þurfi því að passa upp á orðspor Íslands í alþjóðlegu samhengi til að þróunin snúist ekki við og ferðamenn hætti að koma hingað til lands. Það sé því áhyggjuefni hve hátt verðlagið sé hérlendis. „Þetta er eins og fiskistofnarnir, maður getur veitt of mikið og þá minnka þeir. Þetta er auðlind sem byggist upp á orðspori landsins, að fólk tali vel um reynslu sína hér og um leið og er farið að segja að þetta sé okurbúlla sem enginn eigi að koma í þá verður bakslag.“Þeir launalægstu njóta ekki góðærisins Gylfi segir lægstu tekjuhópana vera þá sem njóta góðærisins hvað minnst. Það sé vegna þess að skattleysismörk miðast við verðlagsvísitölu en hátekjuskattsmörkin miðast við launavísitölu. Það geri það að verkum að í uppsveiflu eykst skattbyrði þeirra launalægstu. Hann segir þó ekki vera svigrúm til launahækkana sem stendur, landið er orðið of dýrt og það myndi ógna mörgum sviðum atvinnulífsins. „Iðnaðarfyrirtækin verða fyrir höggi, ferðaþjónustufyrirtækin verða fyrir höggi, svo þessi grundvöllur lífskjaranna sem við erum með núna verður fyrir höggi,“ segir Gylfi. „Landið er orðið það dýrt að það er ekki hægt að hækka laun yfir línuna núna.“Þarf að byggja nýtt Breiðholt Þá segir Gylfi það vera nauðsynlegt að byggja meira húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi verið lítið byggt eftir hrun en nú fari eftirspurnin vaxandi og það valdi verðhækkunum. Hann bendir á að síðustu ár hafi fleira fólk flutt hingað til lands til þess að starfa sem þarfnast húsnæðis og þá er mikill fjöldi íbúða notaður undir ferðamenn. „Það þarf að byggja meira, það þarf húsnæði, það þarf eitthvert nýtt Breiðholt að rísa.“Viðtalið við Gylfa má heyra í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir „Það er of dýrt að búa á Íslandi“ Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. 8. september 2018 15:24 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Það er of dýrt að búa á Íslandi“ Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. 8. september 2018 15:24