„Það er of dýrt að búa á Íslandi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. september 2018 15:24 Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. Viðreisn „Það er of dýrt að búa á Íslandi og við sjáum það í öllum alþjóðlegum samanburði að hér eru húsnæðisvextir – og vextir almennt – í hæstu hæðum,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar í upphafi blaðamannafundar flokksins sem haldinn var í morgun. Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. Það sem bar hæst voru umbætur á peningamálastefnu landsins, sanngjarnt gjald fyrir aðgang að náttúruauðlindum, afnám samkeppnisundanþága í landbúnaði, samkeppni á markaði, fjölbreytni innan heilbrigðiskerfisins og neytendamál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði gjaldmiðil þjóðarinnar að umfjöllunarefni á fundinum og sýndi myndir af ótal fyrirtækjum sem „væru að sligast undan óhagstæðum skilyrðum.“ „Á hverjum degi hafa poppað upp fréttir sem minna okkur á af hverju það er dýrt að búa á Íslandi – en það talar enginn um þetta,“ sagði Þorgerður. Krónan væri einfaldlega of dýr í rekstri. Þorsteinn tók í sama streng og sagði að þetta væri orðið fullreynt með Krónuna og núverandi fyrirkomulag peningamála. Matvælaverð væri mun hærra hérlendis í samanburði við nágrannalöndin. „Við þurfum að taka á efnahagsmálunum, við þurfum að hætta eyðslustefnu stjórnmálamanna því efnahagsstefna stjórnmálamanna hingað til hefur bara einfaldlega verið að eyða þeim krónum sem koma í kassann. Það er engin fyrirhyggja, þessu verðum við að breyta og við verðum að lækka kostnaðinn af því búa hérna. Þetta er íslenska sveiflan; sveiflukóngurinn.“Þorsteinn segir stjórnmálamenn þurfa að axla ábyrgð á sveiflukenndu hagkerfi.ViðreisnÞorsteinn segir blikur á lofti í íslensku hagkerfi. „Við erum að sjá öll hættumerki um dæmigert ofris í íslensku hagkerfi en við höfum gert þetta á tíu ára fresti allan fullveldistímann. Þetta eru ekki ný sannindi, það eru hins vegar stjórnmálin sem bara neitað að læra af þessu.“ „Með öll þau varnaðarorð sem við höfum að baki eftir síðasta hrun varðandi áhrif Krónunnar, varðandi áhrif ríkisfjármálanna þar á, það má segja í raun að hér sé bara hreinn ásetningur. Stjórnmálamenn hafa einsett sér að læra ekkert af síðasta hruni.“ Þorsteinn gerir Norðurlöndin á ný að umfjöllunarefni sínu. Hann segir lönd eins og Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafa náð verulegum efnahagsumbótum á undanförnum þremur áratugum. Þetta séu lönd sem „hvert með sínum hætti hefur sagt skilið við sjálfstæða peningamálastefnu og tekið mjög fast á ríkisfjármálum. Þau hafa náð að útrýma vaxtamun við Þýskaland á þessum þremur áratugum,“ segir Þorsteinn sem bendir á að árangur Íslands hafi verið jafnt og enginn. „Eitt helsta gagnrýnsefni hagfræðinga eftir hrun var að ríkisfjármálin hjá okkar ykju á sveiflur, það er að segja, við rekum eyðslustefnu. Stjórnmálamenn eyða peningum þegar þeir renna inn í kassann en við erum alltaf að endurtaka sama leikinn,“ segir Þorsteinn sem gagnrýnir efnahagsstefnu núverandi ríkisstjórnar. „Árleg aukning opinberra útgjalda hefur verið um 25-40 milljarðar að jafnaði á tímum góðæris en um 2 milljarðar að jafnaði á tímum efnahagssamdráttar,“ segir Þorsteinn sem telur þetta vera dæmi um hagstjórnarmistök sem bitni á grunnþjónustu samfélagsins. „Núna á þessum uppgangstíma erum við hins vegar að endurtaka sömu klassísku hagstjórnarmistökin og við munum sjá það aftur þegar fjárlagafrumvarpið verður kynnt eftir helgi að þar verður sama áhersla stjórnmálamanna að auka ríkisútgjöldin langt umfram getu og mun enda með sama hætti, að við munum ekki geta staðið undir þessum útgjaldaloforðum til lengri tíma litið og við munum aftur þurfa að skerða grunnþjónustu samfélagsins,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn segir opinbera þjónustu þrýsta verði upp.viðreisnNeytendur í forgang Þorsteinn segir að neytendur verði í algjörum forgangi. „Við getum kvartað undan ófullkominni samkeppni en þetta er verðþróun á ýmsum vöruflokkum frá árinu 1997 til dagsins í dag og þar sjáum við nokkur kunnugleg dæmi um það sem hefur hækkað mest. Það er póstþjónusta, það eru leigubifreiðar, það er heilbrigðisþjónusta, áfengi og tóbak, opinber þjónusta. Allt hækkanir langt umfram almennt verðlag. Af hverju? Jú, af því að það er engin samkeppni á þessum mörkuðum. Það er enginn þrýstingur til að hagræða eða gera betur. Fyrir vikið greiðum við neytendur, almenningur í landinu, fyrir þetta í hærra vöruverði,“ segir Þorsteinn. Hann segir að fjögurra manna fjölskylda gæti sparað sér 150 þúsund krónur í mánaðarlegum útgjöldum sínum ef vextir og matvælaverð væri sambærilegt við hin Norðurlöndin. Þorgerður Katrín segir að talsmáti og framganga Viðreisnar sé sú nákvæmlega sama og fyrir kosningar. „Það skiptir máli fyrir okkur kjósendur að vita það að við munum halda stjórnvöldum og pólitíkinni við efnið hvað þetta varðar því það er til hagsbótar fyrir alla. Við ætlum okkur að stuðla að framgangi mála sem gera landið okkar ódýrara og samkeppnishæfara og þannig fáið þið aftur unga fólkið okkar heim,“ segir Þorgerður. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
„Það er of dýrt að búa á Íslandi og við sjáum það í öllum alþjóðlegum samanburði að hér eru húsnæðisvextir – og vextir almennt – í hæstu hæðum,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar í upphafi blaðamannafundar flokksins sem haldinn var í morgun. Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. Það sem bar hæst voru umbætur á peningamálastefnu landsins, sanngjarnt gjald fyrir aðgang að náttúruauðlindum, afnám samkeppnisundanþága í landbúnaði, samkeppni á markaði, fjölbreytni innan heilbrigðiskerfisins og neytendamál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði gjaldmiðil þjóðarinnar að umfjöllunarefni á fundinum og sýndi myndir af ótal fyrirtækjum sem „væru að sligast undan óhagstæðum skilyrðum.“ „Á hverjum degi hafa poppað upp fréttir sem minna okkur á af hverju það er dýrt að búa á Íslandi – en það talar enginn um þetta,“ sagði Þorgerður. Krónan væri einfaldlega of dýr í rekstri. Þorsteinn tók í sama streng og sagði að þetta væri orðið fullreynt með Krónuna og núverandi fyrirkomulag peningamála. Matvælaverð væri mun hærra hérlendis í samanburði við nágrannalöndin. „Við þurfum að taka á efnahagsmálunum, við þurfum að hætta eyðslustefnu stjórnmálamanna því efnahagsstefna stjórnmálamanna hingað til hefur bara einfaldlega verið að eyða þeim krónum sem koma í kassann. Það er engin fyrirhyggja, þessu verðum við að breyta og við verðum að lækka kostnaðinn af því búa hérna. Þetta er íslenska sveiflan; sveiflukóngurinn.“Þorsteinn segir stjórnmálamenn þurfa að axla ábyrgð á sveiflukenndu hagkerfi.ViðreisnÞorsteinn segir blikur á lofti í íslensku hagkerfi. „Við erum að sjá öll hættumerki um dæmigert ofris í íslensku hagkerfi en við höfum gert þetta á tíu ára fresti allan fullveldistímann. Þetta eru ekki ný sannindi, það eru hins vegar stjórnmálin sem bara neitað að læra af þessu.“ „Með öll þau varnaðarorð sem við höfum að baki eftir síðasta hrun varðandi áhrif Krónunnar, varðandi áhrif ríkisfjármálanna þar á, það má segja í raun að hér sé bara hreinn ásetningur. Stjórnmálamenn hafa einsett sér að læra ekkert af síðasta hruni.“ Þorsteinn gerir Norðurlöndin á ný að umfjöllunarefni sínu. Hann segir lönd eins og Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafa náð verulegum efnahagsumbótum á undanförnum þremur áratugum. Þetta séu lönd sem „hvert með sínum hætti hefur sagt skilið við sjálfstæða peningamálastefnu og tekið mjög fast á ríkisfjármálum. Þau hafa náð að útrýma vaxtamun við Þýskaland á þessum þremur áratugum,“ segir Þorsteinn sem bendir á að árangur Íslands hafi verið jafnt og enginn. „Eitt helsta gagnrýnsefni hagfræðinga eftir hrun var að ríkisfjármálin hjá okkar ykju á sveiflur, það er að segja, við rekum eyðslustefnu. Stjórnmálamenn eyða peningum þegar þeir renna inn í kassann en við erum alltaf að endurtaka sama leikinn,“ segir Þorsteinn sem gagnrýnir efnahagsstefnu núverandi ríkisstjórnar. „Árleg aukning opinberra útgjalda hefur verið um 25-40 milljarðar að jafnaði á tímum góðæris en um 2 milljarðar að jafnaði á tímum efnahagssamdráttar,“ segir Þorsteinn sem telur þetta vera dæmi um hagstjórnarmistök sem bitni á grunnþjónustu samfélagsins. „Núna á þessum uppgangstíma erum við hins vegar að endurtaka sömu klassísku hagstjórnarmistökin og við munum sjá það aftur þegar fjárlagafrumvarpið verður kynnt eftir helgi að þar verður sama áhersla stjórnmálamanna að auka ríkisútgjöldin langt umfram getu og mun enda með sama hætti, að við munum ekki geta staðið undir þessum útgjaldaloforðum til lengri tíma litið og við munum aftur þurfa að skerða grunnþjónustu samfélagsins,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn segir opinbera þjónustu þrýsta verði upp.viðreisnNeytendur í forgang Þorsteinn segir að neytendur verði í algjörum forgangi. „Við getum kvartað undan ófullkominni samkeppni en þetta er verðþróun á ýmsum vöruflokkum frá árinu 1997 til dagsins í dag og þar sjáum við nokkur kunnugleg dæmi um það sem hefur hækkað mest. Það er póstþjónusta, það eru leigubifreiðar, það er heilbrigðisþjónusta, áfengi og tóbak, opinber þjónusta. Allt hækkanir langt umfram almennt verðlag. Af hverju? Jú, af því að það er engin samkeppni á þessum mörkuðum. Það er enginn þrýstingur til að hagræða eða gera betur. Fyrir vikið greiðum við neytendur, almenningur í landinu, fyrir þetta í hærra vöruverði,“ segir Þorsteinn. Hann segir að fjögurra manna fjölskylda gæti sparað sér 150 þúsund krónur í mánaðarlegum útgjöldum sínum ef vextir og matvælaverð væri sambærilegt við hin Norðurlöndin. Þorgerður Katrín segir að talsmáti og framganga Viðreisnar sé sú nákvæmlega sama og fyrir kosningar. „Það skiptir máli fyrir okkur kjósendur að vita það að við munum halda stjórnvöldum og pólitíkinni við efnið hvað þetta varðar því það er til hagsbótar fyrir alla. Við ætlum okkur að stuðla að framgangi mála sem gera landið okkar ódýrara og samkeppnishæfara og þannig fáið þið aftur unga fólkið okkar heim,“ segir Þorgerður.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent