Innlent

Boðar framsækni og kerfisbreytingar á sviði loftslagsmála

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði kerfisbreytingar á sviði loftslagsmála.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði kerfisbreytingar á sviði loftslagsmála.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að á morgun muni ríkisstjórnin kynna framsækna aðgerðaáætlun á sviði loftslagsmála. Hún segir að þar sé um að ræða kerfisbreytingar á málaflokknum.

Þetta sagði Katrín í Silfrinu en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, drógu hvergi undan í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina. Hún væri bæði íhaldssöm og stæði vörð um þau kerfi sem fyrir eru á tímum sem krefðust kerfisbreytinga.

Katrín gaf ekki mikið fyrir þessa gagnrýni og sagði hana vera dæmi um merkimiðapólitík. Stjórnmálamenn væru ólíkir innbyrðis flokka og þá boðaði hún kerfisbreytingar í loftslagsmálum, skatta-og bótamálum og heilbrigðismálum.

Hún segir aftur á móti að fjárlögin sem kynnt verða á þriðjudag endurspegli fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vor og því verði það ekki margt sem komi á óvart í kynningunni.

„Það sem hins vegar við líka gáfum yfirlýsingu um í vor í tengslum við endurskoðun kjarasamninga var að við vildum sjá breytingar á skatta-og bótakerfum sem miðuðu að því að koma sérstaklega til móts við lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa. Við munum stíga skref í þá átt,“ segir Katrín.


Tengdar fréttir

Ríkisstjórnin boðar skattalagabreytingar

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu saman til ríkisráðsfundar með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan fjögur í dag. Þetta var síðasti ríkisráðsfundurinn áður en Alþingi kemur saman á þriðjudag.Forsætisráðherra boðar skattalagabreytingar í fjárlagafrumvarpinuAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.