Nú ætla ég að skemmta mér í heimsborginni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Sigrún Edda fjallkona á leið í ræðustól að flytja ljóð á Austurvelli 17. júní síðastliðinn. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Berlín er í uppáhaldi hjá mér. Ég hef oft komið þangað áður, það er menningin og andrúmsloftið í borginni sem togar,“ segir Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona hress. Hún er á leið úr landi þegar hringt er í hana og ætlar að vakna sextug í þýsku höfuðborginni.Skyldi hún vera með fríðan flokk með sér? „Við erum bara tvö, ég og maðurinn minn, hoppuðum bara í helgarferð og ætlum að hafa það kósí.“ Eiginmaður Sigrúnar Eddu er Axel Hallkell Jóhannesson, hönnuður og tónlistarmaður, betur þekktur sem Langi Seli. Sigrún trúir mér fyrir því að fljótlega muni þau líka skella sér til Suður-Afríku. „Við áttum nefnilega silfurbrúðkaupsafmæli, svo þetta er dálítið stórt ár hjá okkur og langar að skoða heiminn í tilefni þess. Verðum rúmar tvær vikur í Suður-Afríku, það veitir ekkert af því þegar farið er svona langt og á svona framandi slóðir. Svo tekur bara vinnan við, eins og gengur.“ Sigrún kveðst fara í það að æfa hlutverk sitt í Ríkharði 3., jólaleikriti Borgarleikhússins, þegar hún komi heim úr langferðinni. „Það er nú ekkert slor,“ segir hún og bætir við: „Ég ætla að leika móður illmennisins, sem verður athyglisvert, ég á nefnilega svo yndisleg börn svo ég þarf að fara í heilmikla rannsókn. En Shakespeare leiðir mann alltaf á einhverjar slóðir sem hjálpa manni að skilja hlutina, þannig að þetta verður mjög spennandi. Svo tökum við aftur upp sýninguna Fólk – staðir – hlutir þannig að það verður nóg að gera, engu að kvíða með það.“ Sigrún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 1981 og hefur verið á sviðinu síðan. Það kveðst hún afskaplega þakklát fyrir, enda sé það ekkert sjálfgefið.Þreytist hún aldrei? „Nei, ef maður elskar ekki það sem maður gerir þá endist maður ekki, allra síst í þessum bransa. Þetta er töff bransi. Enda hef ég þurft að vera með aðra hluti á kantinum. Ef maður ætlar að gera leiklist að ævistarfi á Íslandi verður maður að vera líka með járn í öðrum eldum, eins og að skrifa, tala inn á teiknimyndir og leikstýra. En ég lít alltaf á leikkonuna sem aðalstarf.“ Börn Sigrúnar Eddu eru tvö, Guðrún Birna og Kormákur, mannvænleg börn, að sögn móðurinnar, en hvorugt fetaði listaslóðina. „Dóttir mín er verkefnastjóri hjá menntamálastofnun og sonur minn er stjórnmálafræðingur og vinnur hjá Alþingi, þannig að ég framleiði embættismenn,“ segir hún hlæjandi. Ekki vil ég að væntanlegt afmælisbarn missi af flugvélinni svo ég óska Sigrúnu Eddu til hamingju með tímamótin og góðrar ferðar. „Já, þakka þér fyrir. Nú ætla ég að skemmta mér í heimsborginni. Bless, bless.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
„Berlín er í uppáhaldi hjá mér. Ég hef oft komið þangað áður, það er menningin og andrúmsloftið í borginni sem togar,“ segir Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona hress. Hún er á leið úr landi þegar hringt er í hana og ætlar að vakna sextug í þýsku höfuðborginni.Skyldi hún vera með fríðan flokk með sér? „Við erum bara tvö, ég og maðurinn minn, hoppuðum bara í helgarferð og ætlum að hafa það kósí.“ Eiginmaður Sigrúnar Eddu er Axel Hallkell Jóhannesson, hönnuður og tónlistarmaður, betur þekktur sem Langi Seli. Sigrún trúir mér fyrir því að fljótlega muni þau líka skella sér til Suður-Afríku. „Við áttum nefnilega silfurbrúðkaupsafmæli, svo þetta er dálítið stórt ár hjá okkur og langar að skoða heiminn í tilefni þess. Verðum rúmar tvær vikur í Suður-Afríku, það veitir ekkert af því þegar farið er svona langt og á svona framandi slóðir. Svo tekur bara vinnan við, eins og gengur.“ Sigrún kveðst fara í það að æfa hlutverk sitt í Ríkharði 3., jólaleikriti Borgarleikhússins, þegar hún komi heim úr langferðinni. „Það er nú ekkert slor,“ segir hún og bætir við: „Ég ætla að leika móður illmennisins, sem verður athyglisvert, ég á nefnilega svo yndisleg börn svo ég þarf að fara í heilmikla rannsókn. En Shakespeare leiðir mann alltaf á einhverjar slóðir sem hjálpa manni að skilja hlutina, þannig að þetta verður mjög spennandi. Svo tökum við aftur upp sýninguna Fólk – staðir – hlutir þannig að það verður nóg að gera, engu að kvíða með það.“ Sigrún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 1981 og hefur verið á sviðinu síðan. Það kveðst hún afskaplega þakklát fyrir, enda sé það ekkert sjálfgefið.Þreytist hún aldrei? „Nei, ef maður elskar ekki það sem maður gerir þá endist maður ekki, allra síst í þessum bransa. Þetta er töff bransi. Enda hef ég þurft að vera með aðra hluti á kantinum. Ef maður ætlar að gera leiklist að ævistarfi á Íslandi verður maður að vera líka með járn í öðrum eldum, eins og að skrifa, tala inn á teiknimyndir og leikstýra. En ég lít alltaf á leikkonuna sem aðalstarf.“ Börn Sigrúnar Eddu eru tvö, Guðrún Birna og Kormákur, mannvænleg börn, að sögn móðurinnar, en hvorugt fetaði listaslóðina. „Dóttir mín er verkefnastjóri hjá menntamálastofnun og sonur minn er stjórnmálafræðingur og vinnur hjá Alþingi, þannig að ég framleiði embættismenn,“ segir hún hlæjandi. Ekki vil ég að væntanlegt afmælisbarn missi af flugvélinni svo ég óska Sigrúnu Eddu til hamingju með tímamótin og góðrar ferðar. „Já, þakka þér fyrir. Nú ætla ég að skemmta mér í heimsborginni. Bless, bless.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira