Varað við óvenjuháum öldum í Reynisfjöru Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2018 15:09 Reynisfjara er gífurlega vinsæll áfangastaður ferðamanna sem hingað koma til lands. Vísir/Friðrik Þór Mikill sjógangur gæti leitt til allt að sex til sjö metra hárra aldna í Reynisfjöru og fleiri fjörum sunnanlands á morgun. Veðurfræðingur segir spurningu um að loka fjörunum í öryggisskyni á meðan sjógangurinn er sem mestur. Óvenjuháar öldur gætu skollið á Reynisfjöru, Kirkjufjöru og víðar í Mýrdal snemma á morgun. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur sem vinnur fyrir Vegagerðina, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að ölduhæð eins og sú sem spáð er á morgun skelli yfirleitt ekki á ströndum nema hvasst sé á stóru hafsvæði. Í samtali við Vísi segir Einar jafnframt að svo mikil ölduhæð sé óvenjuleg fyrir þennan árstíma. „Við sjáum stundum á veturna úthafsöldu allt upp undir níu til tíu metra. Stundum nær hún landi en það er ekkert algengt. Það er helst í þessari suðvestanátt sem verður svona stórkostlegt brim við ströndina,“ segir hann. Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skil sem gengu yfir landið í nótt hafi ýft upp öldur með sunnanátt langt sunnan úr hafi. Strekkingsvindur á morgun muni viðhalda sjóganginum fram eftir degi. Draga á úr vindinum annað kvöld og úr ölduganginum í kjölfarið. Hann gæti þó verið áfram viðloðandi fram á sunnudag. Í ljósi þess að enn er mikið af ferðafólki á ferð við ströndina veltir Einar fyrir sér hvort ástæða sé til þess að loka fjörunum fyrir umferð, að minnsta kosti fram yfir hádegi þar til mesti sjógangurinn er afstaðinn. „Ég held að það sé full ástæða til þess að láta allavegana vita af af þessu,“ segir hann. Veður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Mikill sjógangur gæti leitt til allt að sex til sjö metra hárra aldna í Reynisfjöru og fleiri fjörum sunnanlands á morgun. Veðurfræðingur segir spurningu um að loka fjörunum í öryggisskyni á meðan sjógangurinn er sem mestur. Óvenjuháar öldur gætu skollið á Reynisfjöru, Kirkjufjöru og víðar í Mýrdal snemma á morgun. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur sem vinnur fyrir Vegagerðina, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að ölduhæð eins og sú sem spáð er á morgun skelli yfirleitt ekki á ströndum nema hvasst sé á stóru hafsvæði. Í samtali við Vísi segir Einar jafnframt að svo mikil ölduhæð sé óvenjuleg fyrir þennan árstíma. „Við sjáum stundum á veturna úthafsöldu allt upp undir níu til tíu metra. Stundum nær hún landi en það er ekkert algengt. Það er helst í þessari suðvestanátt sem verður svona stórkostlegt brim við ströndina,“ segir hann. Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skil sem gengu yfir landið í nótt hafi ýft upp öldur með sunnanátt langt sunnan úr hafi. Strekkingsvindur á morgun muni viðhalda sjóganginum fram eftir degi. Draga á úr vindinum annað kvöld og úr ölduganginum í kjölfarið. Hann gæti þó verið áfram viðloðandi fram á sunnudag. Í ljósi þess að enn er mikið af ferðafólki á ferð við ströndina veltir Einar fyrir sér hvort ástæða sé til þess að loka fjörunum fyrir umferð, að minnsta kosti fram yfir hádegi þar til mesti sjógangurinn er afstaðinn. „Ég held að það sé full ástæða til þess að láta allavegana vita af af þessu,“ segir hann.
Veður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira