Stóð frammi fyrir miklum tannlæknakostnaði eftir krabbameinsmeðferð: Sparaði milljónir með því að fara til Póllands Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 19:30 Guðmundína Ragnarsdóttir hefur frá því hún var krakki glímt við tannheilsuvandamál. Hún var komin með allar fullorðinstennur um 9 ára aldur og fékk spangir ung. Kostnaður vegna tannlækninga hefur verið íþyngjandi fyrir foreldra hennar en hún kemur úr stórum systkinahóp. „Tannlæknirinn sem að foreldrar mínir sendu mig til hann hafði miklar áhyggjur af því að ég gæti ekki gifst af því að ég var með svo mikið frekjuskarð þannig að þeim var ráðlagt að setja upp í mig spangir sem var gert og ég var með spangir í þrjú ár,“ segir Guðmundína. „Ég síðan eignast börn og það er oft þröngt í búi og tannlækningar bara svona sitja á hakanum.“ Fyrir átta árum greindist hún svo með brjóstakrabbamein sem gerði illt verra. „Þá fer í algjört óefni og ég fékk mikið af sýkingum eftir lyfjameðferðirnar og í þeim og það fór náttúrlega líka í tennurnar,“ segir Guðmundína. Árið 2012 varð ljóst að eitthvað mikið yrði að gera en það eitt að brosa var farið að reynast Guðmundínu erfitt. „Ég ætlaði að fá innplönt og brýr og annað til þess að geta brosað og tuggið sem eru náttúrlega sjálfsögð mannréttindi, og þá var áætlað að kostnaður við það yrði um 4-5 milljónir.“ Til að hafa efni á því sá Guðmundína fyrir sér að hún yrði að selja íbúðina sína svo hún ákvað að skoða aðra möguleika. Eftir að hafa aflað sér upplýsinga um tannlæknaþjónustu erlendis endaði hún á því að fara til Gdansk í Póllandi. Þar nam kostnaðurinn ekki nema um 1,7 til 1,8 milljónum samanborið við 4-5 sem áætlað var að kostnaðurinn yrði hér á landi. Hún er nú búin að fara þrisvar sinnum út og fer í fjórða sinn í september. Hún þurfti að fá alveg nýjar tennur en eftir eru aðeins þrjár af hennar eigin.Árið 2011 var Guðmundína nýbyrjuð að fá hár á nýjan leik eftir lyfjameðferðina.mynd/aðsendÍ dag staðfesti heilbrigðisráðherra samstarfssamning Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um tannlæknaþjónustu við aldraða og öryrkja sem tekur gildi á morgun. Samningurinn felur í sér mikla kjarabót fyrir umrædda hópa að sögn formanna Öryrkjabandalagsins og Landssamtaka eldri borgara en með samningnum hækkar greiðsluþátttaka sjúkratrygginga í 50%. Þá verður tannlæknaþjónusta við langveika aldraða og öryrkja á stofnunum, þeim að kostnaðarlausu. Annað á við um krabbameinssjúklinga sem þurfa líkt og flestir aðrir að greiða fullan kostnað við tannlækningar hér á landi, nema í undantekningatilfellum og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, sem ekki áttu við um Guðmundínu. „Ég kannaði þá rétt minn hjá Tryggingastofnun og Sjúkratryggingum og var tjáð að þar sem að ég hefði ekki verið með góða tannheilsu fyrir, að þá ætti ég ekki rétt á neinni hjálp eða aðstoð,“ segir Guðmundína. Hún kveðst einnig undrast það neikvæða viðhorf sem hún segir talsmenn tannlæknastéttarinnar á Íslandi hafa haft uppi í garð þess að fara utan til að sækja tannlæknaþjónustu. Hún hefur ekkert nema gott að segja um reynslu sína af tannlæknastöðinni í Póllandi þar sem fagmennskan hafi verið í fyrirrúmi. „Það sem er svo sorglegt hvað það kostar mikið hér á landi, að fólk hafi virkilega ekki efni á því að láta laga á sér tennurnar hérna,“ segir Guðmundína.Guðmundína (t.h.) um sex ára gömul ásamt systur sinni.mynd/aðsend Tengdar fréttir Framlög til tannlækninga aldraðra og öryrkja aukin Nýr samningur um tannlæknaþjónustu við aldraða og öryrkja tekur gildi á morgun. 31. ágúst 2018 14:34 Formaður tannlæknafélagsins fagnar samningi eftir 14 ára bið Samstarfssamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands sem undirritaður var í síðustu viku er mikið fagnaðarefni að sögn formanns Tannlæknafélagsins. Samningurinn snýr að tannlæknaþjónustu fyrir eldriborgara og öryrkja en slíkur samningur hefur ekki verið til staðar í fjórtán ár. Þá sé að ýmsu að huga þegar tannlæknaþjónusta er sótt til annarra landa. 30. ágúst 2018 18:29 Hópferðir farnar til að sækja tannlæknaþjónustu Þekkt dæmi eru um að Íslendingar fari í hópferðir til Austur - Evrópu til að sækja sér hagstæðari tannlæknaþjónustu en talsverður munur getur verið á kostnaði. 27. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Guðmundína Ragnarsdóttir hefur frá því hún var krakki glímt við tannheilsuvandamál. Hún var komin með allar fullorðinstennur um 9 ára aldur og fékk spangir ung. Kostnaður vegna tannlækninga hefur verið íþyngjandi fyrir foreldra hennar en hún kemur úr stórum systkinahóp. „Tannlæknirinn sem að foreldrar mínir sendu mig til hann hafði miklar áhyggjur af því að ég gæti ekki gifst af því að ég var með svo mikið frekjuskarð þannig að þeim var ráðlagt að setja upp í mig spangir sem var gert og ég var með spangir í þrjú ár,“ segir Guðmundína. „Ég síðan eignast börn og það er oft þröngt í búi og tannlækningar bara svona sitja á hakanum.“ Fyrir átta árum greindist hún svo með brjóstakrabbamein sem gerði illt verra. „Þá fer í algjört óefni og ég fékk mikið af sýkingum eftir lyfjameðferðirnar og í þeim og það fór náttúrlega líka í tennurnar,“ segir Guðmundína. Árið 2012 varð ljóst að eitthvað mikið yrði að gera en það eitt að brosa var farið að reynast Guðmundínu erfitt. „Ég ætlaði að fá innplönt og brýr og annað til þess að geta brosað og tuggið sem eru náttúrlega sjálfsögð mannréttindi, og þá var áætlað að kostnaður við það yrði um 4-5 milljónir.“ Til að hafa efni á því sá Guðmundína fyrir sér að hún yrði að selja íbúðina sína svo hún ákvað að skoða aðra möguleika. Eftir að hafa aflað sér upplýsinga um tannlæknaþjónustu erlendis endaði hún á því að fara til Gdansk í Póllandi. Þar nam kostnaðurinn ekki nema um 1,7 til 1,8 milljónum samanborið við 4-5 sem áætlað var að kostnaðurinn yrði hér á landi. Hún er nú búin að fara þrisvar sinnum út og fer í fjórða sinn í september. Hún þurfti að fá alveg nýjar tennur en eftir eru aðeins þrjár af hennar eigin.Árið 2011 var Guðmundína nýbyrjuð að fá hár á nýjan leik eftir lyfjameðferðina.mynd/aðsendÍ dag staðfesti heilbrigðisráðherra samstarfssamning Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um tannlæknaþjónustu við aldraða og öryrkja sem tekur gildi á morgun. Samningurinn felur í sér mikla kjarabót fyrir umrædda hópa að sögn formanna Öryrkjabandalagsins og Landssamtaka eldri borgara en með samningnum hækkar greiðsluþátttaka sjúkratrygginga í 50%. Þá verður tannlæknaþjónusta við langveika aldraða og öryrkja á stofnunum, þeim að kostnaðarlausu. Annað á við um krabbameinssjúklinga sem þurfa líkt og flestir aðrir að greiða fullan kostnað við tannlækningar hér á landi, nema í undantekningatilfellum og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, sem ekki áttu við um Guðmundínu. „Ég kannaði þá rétt minn hjá Tryggingastofnun og Sjúkratryggingum og var tjáð að þar sem að ég hefði ekki verið með góða tannheilsu fyrir, að þá ætti ég ekki rétt á neinni hjálp eða aðstoð,“ segir Guðmundína. Hún kveðst einnig undrast það neikvæða viðhorf sem hún segir talsmenn tannlæknastéttarinnar á Íslandi hafa haft uppi í garð þess að fara utan til að sækja tannlæknaþjónustu. Hún hefur ekkert nema gott að segja um reynslu sína af tannlæknastöðinni í Póllandi þar sem fagmennskan hafi verið í fyrirrúmi. „Það sem er svo sorglegt hvað það kostar mikið hér á landi, að fólk hafi virkilega ekki efni á því að láta laga á sér tennurnar hérna,“ segir Guðmundína.Guðmundína (t.h.) um sex ára gömul ásamt systur sinni.mynd/aðsend
Tengdar fréttir Framlög til tannlækninga aldraðra og öryrkja aukin Nýr samningur um tannlæknaþjónustu við aldraða og öryrkja tekur gildi á morgun. 31. ágúst 2018 14:34 Formaður tannlæknafélagsins fagnar samningi eftir 14 ára bið Samstarfssamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands sem undirritaður var í síðustu viku er mikið fagnaðarefni að sögn formanns Tannlæknafélagsins. Samningurinn snýr að tannlæknaþjónustu fyrir eldriborgara og öryrkja en slíkur samningur hefur ekki verið til staðar í fjórtán ár. Þá sé að ýmsu að huga þegar tannlæknaþjónusta er sótt til annarra landa. 30. ágúst 2018 18:29 Hópferðir farnar til að sækja tannlæknaþjónustu Þekkt dæmi eru um að Íslendingar fari í hópferðir til Austur - Evrópu til að sækja sér hagstæðari tannlæknaþjónustu en talsverður munur getur verið á kostnaði. 27. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Framlög til tannlækninga aldraðra og öryrkja aukin Nýr samningur um tannlæknaþjónustu við aldraða og öryrkja tekur gildi á morgun. 31. ágúst 2018 14:34
Formaður tannlæknafélagsins fagnar samningi eftir 14 ára bið Samstarfssamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands sem undirritaður var í síðustu viku er mikið fagnaðarefni að sögn formanns Tannlæknafélagsins. Samningurinn snýr að tannlæknaþjónustu fyrir eldriborgara og öryrkja en slíkur samningur hefur ekki verið til staðar í fjórtán ár. Þá sé að ýmsu að huga þegar tannlæknaþjónusta er sótt til annarra landa. 30. ágúst 2018 18:29
Hópferðir farnar til að sækja tannlæknaþjónustu Þekkt dæmi eru um að Íslendingar fari í hópferðir til Austur - Evrópu til að sækja sér hagstæðari tannlæknaþjónustu en talsverður munur getur verið á kostnaði. 27. ágúst 2018 21:00