Tjónið metið á tugi milljóna króna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 19:12 Frá vettvangi við Öskju í morgun. Vísir/Jóhann k. Jóhannsson Átta bílar eru skemmdir eða ónýtir eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju. Framkvæmdastjóri Öskju segir þetta mikið áfall fyrir eigendur bílanna en talið er að tjónið sé á annan tug milljóna. Enginn hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn. Tilkynnt var um bruna á bílum fyrir utan bílaumboðið Öskju um klukkan fimm í morgun. Átta bílar eru mikið skemmdir eða ónýtir en helmingur bifreiðanna eru í eigu viðskiptavina fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Verið er að vinna úr upplýsingum og meðal annars fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum. Fjölmennt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í slökkvistarfi og réði niðurlögum eldsins á um klukkustund. Jón Trausti, framkvæmdastjóri Öskju, segir að augljóslega sjáist í öryggismyndavélum á svæðinu að um íkveikju hafi verið ræða. „Við fengum símtal klukkan fimm í morgun frá vaktmanni sem keyrir hér um svæðið reglulega. Hann kom að einum bíl sem logaði í og í framhaldi eða á næstu mínutum endar þetta í átta bílum sem fuðra upp á örskömmum tíma,“ segir hann um atvikið. Hann segist trúa því að tjónið sé á annan tug milljóna. Enda um dýra bíla að ræða. Verið sé að skoða þetta með tryggingafélögum og trygging viðkomandi bifreiðar nær yfir svona tjón. Allir bílarnir séu tryggðir og munu þau aðstoða eigendur eins og kostur er í ferlinu. „Það er alltaf skaði fyrir einhvern að lenda í svona og þetta hækkar iðgjöld annarra. Þetta er mikill skaði fyrir okkur og eigendur þessara bíla,“ segir hann. Átta öryggismyndavélar eru á svæðinu og þar sást að kveikt var í allavega þremur bílum en eldurinn færðist svo yfir í fleiri. „Atvikið sést nokkuð vel. Við höfum afhent lögreglu gögnin til frekar úrvinnslu og erum því ekki búin að greina þetta alveg en að minnsta kosti einn aðili var þarna á ferð,“ segir hann. Tengdar fréttir Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 20. ágúst 2018 07:28 Helmingur bifreiðanna úr brunanum í eigu viðskiptavina Að minnsta kosti átta bifreiðar eru mikið skemmdar eða ónýtar eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju snemma í morgun. 20. ágúst 2018 09:20 Enginn í haldi lögreglu en fullvíst að kveikt var í bílunum Íkveikjan við bílaumboðið Öskju snemma í morgun er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 20. ágúst 2018 11:33 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Átta bílar eru skemmdir eða ónýtir eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju. Framkvæmdastjóri Öskju segir þetta mikið áfall fyrir eigendur bílanna en talið er að tjónið sé á annan tug milljóna. Enginn hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn. Tilkynnt var um bruna á bílum fyrir utan bílaumboðið Öskju um klukkan fimm í morgun. Átta bílar eru mikið skemmdir eða ónýtir en helmingur bifreiðanna eru í eigu viðskiptavina fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Verið er að vinna úr upplýsingum og meðal annars fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum. Fjölmennt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í slökkvistarfi og réði niðurlögum eldsins á um klukkustund. Jón Trausti, framkvæmdastjóri Öskju, segir að augljóslega sjáist í öryggismyndavélum á svæðinu að um íkveikju hafi verið ræða. „Við fengum símtal klukkan fimm í morgun frá vaktmanni sem keyrir hér um svæðið reglulega. Hann kom að einum bíl sem logaði í og í framhaldi eða á næstu mínutum endar þetta í átta bílum sem fuðra upp á örskömmum tíma,“ segir hann um atvikið. Hann segist trúa því að tjónið sé á annan tug milljóna. Enda um dýra bíla að ræða. Verið sé að skoða þetta með tryggingafélögum og trygging viðkomandi bifreiðar nær yfir svona tjón. Allir bílarnir séu tryggðir og munu þau aðstoða eigendur eins og kostur er í ferlinu. „Það er alltaf skaði fyrir einhvern að lenda í svona og þetta hækkar iðgjöld annarra. Þetta er mikill skaði fyrir okkur og eigendur þessara bíla,“ segir hann. Átta öryggismyndavélar eru á svæðinu og þar sást að kveikt var í allavega þremur bílum en eldurinn færðist svo yfir í fleiri. „Atvikið sést nokkuð vel. Við höfum afhent lögreglu gögnin til frekar úrvinnslu og erum því ekki búin að greina þetta alveg en að minnsta kosti einn aðili var þarna á ferð,“ segir hann.
Tengdar fréttir Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 20. ágúst 2018 07:28 Helmingur bifreiðanna úr brunanum í eigu viðskiptavina Að minnsta kosti átta bifreiðar eru mikið skemmdar eða ónýtar eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju snemma í morgun. 20. ágúst 2018 09:20 Enginn í haldi lögreglu en fullvíst að kveikt var í bílunum Íkveikjan við bílaumboðið Öskju snemma í morgun er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 20. ágúst 2018 11:33 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 20. ágúst 2018 07:28
Helmingur bifreiðanna úr brunanum í eigu viðskiptavina Að minnsta kosti átta bifreiðar eru mikið skemmdar eða ónýtar eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju snemma í morgun. 20. ágúst 2018 09:20
Enginn í haldi lögreglu en fullvíst að kveikt var í bílunum Íkveikjan við bílaumboðið Öskju snemma í morgun er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 20. ágúst 2018 11:33