Tjónið metið á tugi milljóna króna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 19:12 Frá vettvangi við Öskju í morgun. Vísir/Jóhann k. Jóhannsson Átta bílar eru skemmdir eða ónýtir eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju. Framkvæmdastjóri Öskju segir þetta mikið áfall fyrir eigendur bílanna en talið er að tjónið sé á annan tug milljóna. Enginn hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn. Tilkynnt var um bruna á bílum fyrir utan bílaumboðið Öskju um klukkan fimm í morgun. Átta bílar eru mikið skemmdir eða ónýtir en helmingur bifreiðanna eru í eigu viðskiptavina fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Verið er að vinna úr upplýsingum og meðal annars fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum. Fjölmennt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í slökkvistarfi og réði niðurlögum eldsins á um klukkustund. Jón Trausti, framkvæmdastjóri Öskju, segir að augljóslega sjáist í öryggismyndavélum á svæðinu að um íkveikju hafi verið ræða. „Við fengum símtal klukkan fimm í morgun frá vaktmanni sem keyrir hér um svæðið reglulega. Hann kom að einum bíl sem logaði í og í framhaldi eða á næstu mínutum endar þetta í átta bílum sem fuðra upp á örskömmum tíma,“ segir hann um atvikið. Hann segist trúa því að tjónið sé á annan tug milljóna. Enda um dýra bíla að ræða. Verið sé að skoða þetta með tryggingafélögum og trygging viðkomandi bifreiðar nær yfir svona tjón. Allir bílarnir séu tryggðir og munu þau aðstoða eigendur eins og kostur er í ferlinu. „Það er alltaf skaði fyrir einhvern að lenda í svona og þetta hækkar iðgjöld annarra. Þetta er mikill skaði fyrir okkur og eigendur þessara bíla,“ segir hann. Átta öryggismyndavélar eru á svæðinu og þar sást að kveikt var í allavega þremur bílum en eldurinn færðist svo yfir í fleiri. „Atvikið sést nokkuð vel. Við höfum afhent lögreglu gögnin til frekar úrvinnslu og erum því ekki búin að greina þetta alveg en að minnsta kosti einn aðili var þarna á ferð,“ segir hann. Tengdar fréttir Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 20. ágúst 2018 07:28 Helmingur bifreiðanna úr brunanum í eigu viðskiptavina Að minnsta kosti átta bifreiðar eru mikið skemmdar eða ónýtar eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju snemma í morgun. 20. ágúst 2018 09:20 Enginn í haldi lögreglu en fullvíst að kveikt var í bílunum Íkveikjan við bílaumboðið Öskju snemma í morgun er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 20. ágúst 2018 11:33 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Átta bílar eru skemmdir eða ónýtir eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju. Framkvæmdastjóri Öskju segir þetta mikið áfall fyrir eigendur bílanna en talið er að tjónið sé á annan tug milljóna. Enginn hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn. Tilkynnt var um bruna á bílum fyrir utan bílaumboðið Öskju um klukkan fimm í morgun. Átta bílar eru mikið skemmdir eða ónýtir en helmingur bifreiðanna eru í eigu viðskiptavina fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Verið er að vinna úr upplýsingum og meðal annars fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum. Fjölmennt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í slökkvistarfi og réði niðurlögum eldsins á um klukkustund. Jón Trausti, framkvæmdastjóri Öskju, segir að augljóslega sjáist í öryggismyndavélum á svæðinu að um íkveikju hafi verið ræða. „Við fengum símtal klukkan fimm í morgun frá vaktmanni sem keyrir hér um svæðið reglulega. Hann kom að einum bíl sem logaði í og í framhaldi eða á næstu mínutum endar þetta í átta bílum sem fuðra upp á örskömmum tíma,“ segir hann um atvikið. Hann segist trúa því að tjónið sé á annan tug milljóna. Enda um dýra bíla að ræða. Verið sé að skoða þetta með tryggingafélögum og trygging viðkomandi bifreiðar nær yfir svona tjón. Allir bílarnir séu tryggðir og munu þau aðstoða eigendur eins og kostur er í ferlinu. „Það er alltaf skaði fyrir einhvern að lenda í svona og þetta hækkar iðgjöld annarra. Þetta er mikill skaði fyrir okkur og eigendur þessara bíla,“ segir hann. Átta öryggismyndavélar eru á svæðinu og þar sást að kveikt var í allavega þremur bílum en eldurinn færðist svo yfir í fleiri. „Atvikið sést nokkuð vel. Við höfum afhent lögreglu gögnin til frekar úrvinnslu og erum því ekki búin að greina þetta alveg en að minnsta kosti einn aðili var þarna á ferð,“ segir hann.
Tengdar fréttir Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 20. ágúst 2018 07:28 Helmingur bifreiðanna úr brunanum í eigu viðskiptavina Að minnsta kosti átta bifreiðar eru mikið skemmdar eða ónýtar eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju snemma í morgun. 20. ágúst 2018 09:20 Enginn í haldi lögreglu en fullvíst að kveikt var í bílunum Íkveikjan við bílaumboðið Öskju snemma í morgun er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 20. ágúst 2018 11:33 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 20. ágúst 2018 07:28
Helmingur bifreiðanna úr brunanum í eigu viðskiptavina Að minnsta kosti átta bifreiðar eru mikið skemmdar eða ónýtar eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju snemma í morgun. 20. ágúst 2018 09:20
Enginn í haldi lögreglu en fullvíst að kveikt var í bílunum Íkveikjan við bílaumboðið Öskju snemma í morgun er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 20. ágúst 2018 11:33