Ólafur Darri slær í gegn í Hollywood Andri Eysteinsson skrifar 20. ágúst 2018 20:38 Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson hefur í nógu að snúast þessa dagana og er hann jafnan með annan fótinn úti í heimi vegna ýmissa kvikmynda. Síðasta verkefni hans er Netflix myndin Murder Mystery sem nú er verið að klippa. Í Murder Mystery leikur Ólafur á móti bandarísku stórleikurunum Adam Sandler og Jennifer Aniston. Sindri Sindrason hitti Ólaf á dögunum í Kringlubíó og ræddi við hannStjörnustjarfur vegna Aniston Ólafur lýsti því í samtali við Sindra að stemmingin í leikhópnum hafi verið mjög góð. „Við erum rosalega mikið öll saman allur þessi leikhópur, mikið út að borða saman, þetta var mjög skemmtilegt“ sagði Ólafur áður en hann rifjaði upp fyrstu kynni sín af mótleikkonu sinni, Jennifer Aniston. „Ég hef hitt hana einu sinni áður með konunni minni, í New York fyrir 10 árum síðan“ Ólafur segist hafa verið með sólgleraugu þegar þau hjónin voru kynnt fyrir Aniston, hópurinn hafi talað saman en lítið heyrðist í Ólafi sem fékk seinna að vita að bakvið sólgleraugun hafi hann verið með stjörnuglýju í augunum yfir Aniston. Ólafur segir að hið sama hafi þó ekki verið upp á teningunum þegar hann hitti hana við tökur á myndinni.Getur ekki látið peninga eða frægð ráða för „Draumurinn er ekki finnst mér að vinna endilega í útlöndum, draumurinn er að vinna að skemmtilegum og góðum verkefnum.“ Ólafur segir frábært að fá tækifæri í útlöndum en jafnframt geti maður ekki bara látið peninga eða frægð ráða för. Aðspurður hvort fjölskyldan leiti eftir því að flytjast erlendis segir Ólafur svo ekki vera. Þau hjónin sem bæði ólust upp í Breiðholtinu kunni vel við úthverfalífið og finnst yndislegt að búa í rigningunni og rokinu á Íslandi.Stoltur af börnunum og karakter úr Börnum Í lífinu segist Ólafur vera stoltastur af börnum sínum en hann á tvær dætur með eiginkonu sinni Lovísu Ósk Gunnarsdóttur „Í vinnunni ætli ég sé ekki stoltastur af því hvað ég hef átt í mörgum djúpum samböndum í vinnunni, ég get nefnt Gísla Örn [Garðarsson] og Baltasar[Kormák] það er einhvern veginn dýrmætt að hitta gott fólk og vinna með því.“ Ólafur segist stoltastur af karakternum sínum úr kvikmyndinni Börnum eftir Ragnar Bragason, Andra úr ófærð, Djúpinu og fyrsta aðalhlutverkinu sínu, Bödda úr Roklandi, þó hann sé óþolandi týpa.“ Ólafur nefnir nokkrar af sínum fyrirmyndum og telur fyrstan upp Ingvar E. Sigurðsson. Ég er mjög hrifinn af Christian Bale og stundum Daniel Day Lewis, það væri forvitnilegt að fá að vinna með Daniel Day Lewis. En hver er sérstaða Ólafs Darra að hans eigin mati? „Hin augljósa, ég er mjög stór og með þykka bassarödd, svo þarf maður að bæta ofan á sérstöðuna, maður þarf að leggja hart að sér“Væri letihaugur ef hann væri ekki leikari Spurður um drauminn eftir tíu ár segir Ólafur að hann sé að geta lifað sæmilega af listinni og að geta unnið í verkefnum sem veita manni ánægju. Hann segist vona að eftir 10 ár verði hann enn þá jafn spenntur fyrir því sem hann gerir. Lykilinn að því telur hann að velja verkefni ekki bara út frá peningum eða frægð. Aðspurður hvað hann væri að gera ef hann væri ekki leikari segir Ólafur að líklega væri hann letihaugur, „er það starf?“ segir Ólafur og hlær. Að lokum er Ólafur inntur eftir því hvað sé næst á döfinni. Ólafur segir næst sé hann á leið til Bandaríkjanna að leika í þáttaseríu sem ber heitið NOS4A2 og er byggð á samnefndri bók eftir rithöfundinn Joe Hill, sú sería verður gerð af AMC. Ólafur gefur lítið upp en hann mun leika hlutverk karakters að nafni Bing Partridge. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson hefur í nógu að snúast þessa dagana og er hann jafnan með annan fótinn úti í heimi vegna ýmissa kvikmynda. Síðasta verkefni hans er Netflix myndin Murder Mystery sem nú er verið að klippa. Í Murder Mystery leikur Ólafur á móti bandarísku stórleikurunum Adam Sandler og Jennifer Aniston. Sindri Sindrason hitti Ólaf á dögunum í Kringlubíó og ræddi við hannStjörnustjarfur vegna Aniston Ólafur lýsti því í samtali við Sindra að stemmingin í leikhópnum hafi verið mjög góð. „Við erum rosalega mikið öll saman allur þessi leikhópur, mikið út að borða saman, þetta var mjög skemmtilegt“ sagði Ólafur áður en hann rifjaði upp fyrstu kynni sín af mótleikkonu sinni, Jennifer Aniston. „Ég hef hitt hana einu sinni áður með konunni minni, í New York fyrir 10 árum síðan“ Ólafur segist hafa verið með sólgleraugu þegar þau hjónin voru kynnt fyrir Aniston, hópurinn hafi talað saman en lítið heyrðist í Ólafi sem fékk seinna að vita að bakvið sólgleraugun hafi hann verið með stjörnuglýju í augunum yfir Aniston. Ólafur segir að hið sama hafi þó ekki verið upp á teningunum þegar hann hitti hana við tökur á myndinni.Getur ekki látið peninga eða frægð ráða för „Draumurinn er ekki finnst mér að vinna endilega í útlöndum, draumurinn er að vinna að skemmtilegum og góðum verkefnum.“ Ólafur segir frábært að fá tækifæri í útlöndum en jafnframt geti maður ekki bara látið peninga eða frægð ráða för. Aðspurður hvort fjölskyldan leiti eftir því að flytjast erlendis segir Ólafur svo ekki vera. Þau hjónin sem bæði ólust upp í Breiðholtinu kunni vel við úthverfalífið og finnst yndislegt að búa í rigningunni og rokinu á Íslandi.Stoltur af börnunum og karakter úr Börnum Í lífinu segist Ólafur vera stoltastur af börnum sínum en hann á tvær dætur með eiginkonu sinni Lovísu Ósk Gunnarsdóttur „Í vinnunni ætli ég sé ekki stoltastur af því hvað ég hef átt í mörgum djúpum samböndum í vinnunni, ég get nefnt Gísla Örn [Garðarsson] og Baltasar[Kormák] það er einhvern veginn dýrmætt að hitta gott fólk og vinna með því.“ Ólafur segist stoltastur af karakternum sínum úr kvikmyndinni Börnum eftir Ragnar Bragason, Andra úr ófærð, Djúpinu og fyrsta aðalhlutverkinu sínu, Bödda úr Roklandi, þó hann sé óþolandi týpa.“ Ólafur nefnir nokkrar af sínum fyrirmyndum og telur fyrstan upp Ingvar E. Sigurðsson. Ég er mjög hrifinn af Christian Bale og stundum Daniel Day Lewis, það væri forvitnilegt að fá að vinna með Daniel Day Lewis. En hver er sérstaða Ólafs Darra að hans eigin mati? „Hin augljósa, ég er mjög stór og með þykka bassarödd, svo þarf maður að bæta ofan á sérstöðuna, maður þarf að leggja hart að sér“Væri letihaugur ef hann væri ekki leikari Spurður um drauminn eftir tíu ár segir Ólafur að hann sé að geta lifað sæmilega af listinni og að geta unnið í verkefnum sem veita manni ánægju. Hann segist vona að eftir 10 ár verði hann enn þá jafn spenntur fyrir því sem hann gerir. Lykilinn að því telur hann að velja verkefni ekki bara út frá peningum eða frægð. Aðspurður hvað hann væri að gera ef hann væri ekki leikari segir Ólafur að líklega væri hann letihaugur, „er það starf?“ segir Ólafur og hlær. Að lokum er Ólafur inntur eftir því hvað sé næst á döfinni. Ólafur segir næst sé hann á leið til Bandaríkjanna að leika í þáttaseríu sem ber heitið NOS4A2 og er byggð á samnefndri bók eftir rithöfundinn Joe Hill, sú sería verður gerð af AMC. Ólafur gefur lítið upp en hann mun leika hlutverk karakters að nafni Bing Partridge.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira