Ólafur Darri slær í gegn í Hollywood Andri Eysteinsson skrifar 20. ágúst 2018 20:38 Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson hefur í nógu að snúast þessa dagana og er hann jafnan með annan fótinn úti í heimi vegna ýmissa kvikmynda. Síðasta verkefni hans er Netflix myndin Murder Mystery sem nú er verið að klippa. Í Murder Mystery leikur Ólafur á móti bandarísku stórleikurunum Adam Sandler og Jennifer Aniston. Sindri Sindrason hitti Ólaf á dögunum í Kringlubíó og ræddi við hannStjörnustjarfur vegna Aniston Ólafur lýsti því í samtali við Sindra að stemmingin í leikhópnum hafi verið mjög góð. „Við erum rosalega mikið öll saman allur þessi leikhópur, mikið út að borða saman, þetta var mjög skemmtilegt“ sagði Ólafur áður en hann rifjaði upp fyrstu kynni sín af mótleikkonu sinni, Jennifer Aniston. „Ég hef hitt hana einu sinni áður með konunni minni, í New York fyrir 10 árum síðan“ Ólafur segist hafa verið með sólgleraugu þegar þau hjónin voru kynnt fyrir Aniston, hópurinn hafi talað saman en lítið heyrðist í Ólafi sem fékk seinna að vita að bakvið sólgleraugun hafi hann verið með stjörnuglýju í augunum yfir Aniston. Ólafur segir að hið sama hafi þó ekki verið upp á teningunum þegar hann hitti hana við tökur á myndinni.Getur ekki látið peninga eða frægð ráða för „Draumurinn er ekki finnst mér að vinna endilega í útlöndum, draumurinn er að vinna að skemmtilegum og góðum verkefnum.“ Ólafur segir frábært að fá tækifæri í útlöndum en jafnframt geti maður ekki bara látið peninga eða frægð ráða för. Aðspurður hvort fjölskyldan leiti eftir því að flytjast erlendis segir Ólafur svo ekki vera. Þau hjónin sem bæði ólust upp í Breiðholtinu kunni vel við úthverfalífið og finnst yndislegt að búa í rigningunni og rokinu á Íslandi.Stoltur af börnunum og karakter úr Börnum Í lífinu segist Ólafur vera stoltastur af börnum sínum en hann á tvær dætur með eiginkonu sinni Lovísu Ósk Gunnarsdóttur „Í vinnunni ætli ég sé ekki stoltastur af því hvað ég hef átt í mörgum djúpum samböndum í vinnunni, ég get nefnt Gísla Örn [Garðarsson] og Baltasar[Kormák] það er einhvern veginn dýrmætt að hitta gott fólk og vinna með því.“ Ólafur segist stoltastur af karakternum sínum úr kvikmyndinni Börnum eftir Ragnar Bragason, Andra úr ófærð, Djúpinu og fyrsta aðalhlutverkinu sínu, Bödda úr Roklandi, þó hann sé óþolandi týpa.“ Ólafur nefnir nokkrar af sínum fyrirmyndum og telur fyrstan upp Ingvar E. Sigurðsson. Ég er mjög hrifinn af Christian Bale og stundum Daniel Day Lewis, það væri forvitnilegt að fá að vinna með Daniel Day Lewis. En hver er sérstaða Ólafs Darra að hans eigin mati? „Hin augljósa, ég er mjög stór og með þykka bassarödd, svo þarf maður að bæta ofan á sérstöðuna, maður þarf að leggja hart að sér“Væri letihaugur ef hann væri ekki leikari Spurður um drauminn eftir tíu ár segir Ólafur að hann sé að geta lifað sæmilega af listinni og að geta unnið í verkefnum sem veita manni ánægju. Hann segist vona að eftir 10 ár verði hann enn þá jafn spenntur fyrir því sem hann gerir. Lykilinn að því telur hann að velja verkefni ekki bara út frá peningum eða frægð. Aðspurður hvað hann væri að gera ef hann væri ekki leikari segir Ólafur að líklega væri hann letihaugur, „er það starf?“ segir Ólafur og hlær. Að lokum er Ólafur inntur eftir því hvað sé næst á döfinni. Ólafur segir næst sé hann á leið til Bandaríkjanna að leika í þáttaseríu sem ber heitið NOS4A2 og er byggð á samnefndri bók eftir rithöfundinn Joe Hill, sú sería verður gerð af AMC. Ólafur gefur lítið upp en hann mun leika hlutverk karakters að nafni Bing Partridge. Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson hefur í nógu að snúast þessa dagana og er hann jafnan með annan fótinn úti í heimi vegna ýmissa kvikmynda. Síðasta verkefni hans er Netflix myndin Murder Mystery sem nú er verið að klippa. Í Murder Mystery leikur Ólafur á móti bandarísku stórleikurunum Adam Sandler og Jennifer Aniston. Sindri Sindrason hitti Ólaf á dögunum í Kringlubíó og ræddi við hannStjörnustjarfur vegna Aniston Ólafur lýsti því í samtali við Sindra að stemmingin í leikhópnum hafi verið mjög góð. „Við erum rosalega mikið öll saman allur þessi leikhópur, mikið út að borða saman, þetta var mjög skemmtilegt“ sagði Ólafur áður en hann rifjaði upp fyrstu kynni sín af mótleikkonu sinni, Jennifer Aniston. „Ég hef hitt hana einu sinni áður með konunni minni, í New York fyrir 10 árum síðan“ Ólafur segist hafa verið með sólgleraugu þegar þau hjónin voru kynnt fyrir Aniston, hópurinn hafi talað saman en lítið heyrðist í Ólafi sem fékk seinna að vita að bakvið sólgleraugun hafi hann verið með stjörnuglýju í augunum yfir Aniston. Ólafur segir að hið sama hafi þó ekki verið upp á teningunum þegar hann hitti hana við tökur á myndinni.Getur ekki látið peninga eða frægð ráða för „Draumurinn er ekki finnst mér að vinna endilega í útlöndum, draumurinn er að vinna að skemmtilegum og góðum verkefnum.“ Ólafur segir frábært að fá tækifæri í útlöndum en jafnframt geti maður ekki bara látið peninga eða frægð ráða för. Aðspurður hvort fjölskyldan leiti eftir því að flytjast erlendis segir Ólafur svo ekki vera. Þau hjónin sem bæði ólust upp í Breiðholtinu kunni vel við úthverfalífið og finnst yndislegt að búa í rigningunni og rokinu á Íslandi.Stoltur af börnunum og karakter úr Börnum Í lífinu segist Ólafur vera stoltastur af börnum sínum en hann á tvær dætur með eiginkonu sinni Lovísu Ósk Gunnarsdóttur „Í vinnunni ætli ég sé ekki stoltastur af því hvað ég hef átt í mörgum djúpum samböndum í vinnunni, ég get nefnt Gísla Örn [Garðarsson] og Baltasar[Kormák] það er einhvern veginn dýrmætt að hitta gott fólk og vinna með því.“ Ólafur segist stoltastur af karakternum sínum úr kvikmyndinni Börnum eftir Ragnar Bragason, Andra úr ófærð, Djúpinu og fyrsta aðalhlutverkinu sínu, Bödda úr Roklandi, þó hann sé óþolandi týpa.“ Ólafur nefnir nokkrar af sínum fyrirmyndum og telur fyrstan upp Ingvar E. Sigurðsson. Ég er mjög hrifinn af Christian Bale og stundum Daniel Day Lewis, það væri forvitnilegt að fá að vinna með Daniel Day Lewis. En hver er sérstaða Ólafs Darra að hans eigin mati? „Hin augljósa, ég er mjög stór og með þykka bassarödd, svo þarf maður að bæta ofan á sérstöðuna, maður þarf að leggja hart að sér“Væri letihaugur ef hann væri ekki leikari Spurður um drauminn eftir tíu ár segir Ólafur að hann sé að geta lifað sæmilega af listinni og að geta unnið í verkefnum sem veita manni ánægju. Hann segist vona að eftir 10 ár verði hann enn þá jafn spenntur fyrir því sem hann gerir. Lykilinn að því telur hann að velja verkefni ekki bara út frá peningum eða frægð. Aðspurður hvað hann væri að gera ef hann væri ekki leikari segir Ólafur að líklega væri hann letihaugur, „er það starf?“ segir Ólafur og hlær. Að lokum er Ólafur inntur eftir því hvað sé næst á döfinni. Ólafur segir næst sé hann á leið til Bandaríkjanna að leika í þáttaseríu sem ber heitið NOS4A2 og er byggð á samnefndri bók eftir rithöfundinn Joe Hill, sú sería verður gerð af AMC. Ólafur gefur lítið upp en hann mun leika hlutverk karakters að nafni Bing Partridge.
Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira