Innlent

Skemmtiferðaskipamógúll leigir út Hörpu og Sinfoníuna

Bergþór Másson skrifar
Richard D. Fain.
Richard D. Fain. Vísir/Getty

Auðkýfingurinn Richard D. Fain, sem er stjórnarformaður og forstjóri eins stærsta skemmtiferðaskipafélags heims, Royal Caribbean Cruises, leigði út Sinfoníuhljómsveit Íslands til að spila á einkatónleikum fyrir sig og fylgdarlið sitt á föstudaginn síðastliðinn í Hörpu. RÚV greinir frá þessu.

Vanalega er það erfitt fyrir Sinfóníuhljómsveitina að spila á svona einkatónleikum, en í þetta skipti reyndist auðvelt að smala hljómsveitinni saman vegna þess að þau voru hvort eð er á æfingum fyrir Menningarnæturtónleika sína.

Tónleikarnir voru um það bil klukkustund að lengd og voru um það bil áttatíu gestir í Eldborborgarsal Hörpu. Sinfoníuhljómsveit leikur vanalega fyrir fullri Eldborg á fimmtudagskvöldum. Eldborg tekur 1800 manns í sæti.

RÚV greinir frá því að Fain hafi borgað hljómsveitinni 5 milljónir fyrir tónleikana.

Fain, sem er sjötíu ára, er nokkurskonar goðsögn í skemmtiferðaskipabransanum og rekur fyrirtæki hans 49 skip sem sigla til um það bil 500 mismunandi hafna út um allar sjö heimsálfurnar. Hann hefur verið fortjóri fyrirtækisins í 30 ár.

Hann er greinilega mikill sinfóníuunnandi en nýjasta skip fyrirtækis hans heitir einfaldlega „Sinfónía Sjósins.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.