Lífið

Söngvari Arcade Fire þeytir skífum á Húrra annað kvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
Win Butler á sviði.
Win Butler á sviði. vísir/getty

DJ Windows 98 mun þeyta skífum á Húrra annað kvöld en það er enginn annar er Win Butler úr hljómsveitinni Arcade Fire.

Arcade Fire hélt tónleika í Laugardalshöllinni á þriðjudagskvöldið og það við mikla hrifningu íslenskra aðdáenda.

„Við erum með hann Win Butler úr Arcade Fire frá hálft eitt til hálf þrjú annað kvöld,“ segir Geoffrey Þór Huntington-Williams, framkvæmdastjóri Húrra, í samtali við Vísi.

Thorsteinn Stephensen, hjá Hr. Örlygi sem flutti inn Arcade Fire, kom Húrramönnum í samband við Butler og þannig kom þetta til. 

Geoffrey Þór Huntington-Williams, framkvæmdastjóri Húrra. vísir/anton

„Ég er ekki alveg viss hvort allir í bandinu sé enn hér á landi en líklega bróðurparturinn. Það verður rífandi stemning og fjör annað kvöld.“

Geoffrey segir að það sé oft gaman að sjá tónlistarmenn bregða sér í annan gír.

„Hann mun eflaust spila lög sem hann er sjálfur að hlusta á og jafnvel eitthvað með sjálfum sér. Mér skilst að hann geri þetta töluvert og veit að Butler á til að mynda bar í Montreal.“

Húrra tekur 300 manns og býst Geoffrey við að húsið verði troðfullt annað kvöld.

„Við erum með tónleikar með Árstíðum fyrr um kvöldið og svo fer Butler í gang eftir miðnætti. Ég verð að hvetja fólk að mæta snemma og frítt verður inn á DJ-settið hjá Butler.“

Þess má geta að Butler fór ekki í sturtu áður en hann skellti sér í heita pottinn í Neslauginni í gærkvöldi eins og Andri Ólafsson greinir frá á Twitter. Sennilega hefur hann farið í sturtu eftir sundferðina. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.