„Þú ert ekki að drekka til að bæta heilsuna“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 19:30 Ókostir við áfengisdrykkju vegur á móti öllum hugsanlegum ábata af hóflegri drykkju samkvæmt nýrri rannsókn. Næringarfræðingur segir rannsóknina marka tímamót þar sem öll heilsufarsleg áhrif áfengisneyslu hafi aldrei verið borin saman með þessum hætti. Um er að ræða eina umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á áhrifum áfengis á heilsufar manna og birtust niðurstöðurnar í læknaritinu The Lancet í gær. Samkvæmt henni er hófleg áfengisneysla skaðleg heilsu manna. Einungis stutta leit þarf hins vegar til þess að finna fjölda greina og rannsókna er þykja sýna fram á heilsubætandi áhrif hóflegrar drykkju og sagt hefur verið að rauðvín í hófi geti haft góð áhrif á hjartað. Næringarfræðingur segir að í þessari rannsókn séu öll möguleg áhrif áfengisneyslu borin saman.Hvers vegna eru skilaboðin svona misvísandi? „Þetta er í raun og veru á vissan hátt alveg rétt. En þarna hafa verið rannsóknir sem eru að skoða eina útkomu en í nýju rannsókninni er tekið tillit til alls. Og við sjáum, að þótt að það sé smá ávinningur sem er lítill, að þá nær hann ekki að vega á móti áhættunni og þá til dæmis krabbameinsáhættu," segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hún hvetur stjórnvöld til að horfa til rannsóknarinnar við stefnumörkun. „Ef að það væri engin áfengisdrykkja á Norðurlöndunum er talið að það væri hægt að koma í veg fyrir 83 þúsund tilvik af krabbameini."Ætti fólk að sleppa því að drekka? „Það er náttúrulega ákvörðun hvers og eins að drekka. En allavega að fólk viti að það er aukin hætta á krabbameinum og að þú ert ekki að drekka til að bæta heilsuna þína." Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Ókostir við áfengisdrykkju vegur á móti öllum hugsanlegum ábata af hóflegri drykkju samkvæmt nýrri rannsókn. Næringarfræðingur segir rannsóknina marka tímamót þar sem öll heilsufarsleg áhrif áfengisneyslu hafi aldrei verið borin saman með þessum hætti. Um er að ræða eina umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á áhrifum áfengis á heilsufar manna og birtust niðurstöðurnar í læknaritinu The Lancet í gær. Samkvæmt henni er hófleg áfengisneysla skaðleg heilsu manna. Einungis stutta leit þarf hins vegar til þess að finna fjölda greina og rannsókna er þykja sýna fram á heilsubætandi áhrif hóflegrar drykkju og sagt hefur verið að rauðvín í hófi geti haft góð áhrif á hjartað. Næringarfræðingur segir að í þessari rannsókn séu öll möguleg áhrif áfengisneyslu borin saman.Hvers vegna eru skilaboðin svona misvísandi? „Þetta er í raun og veru á vissan hátt alveg rétt. En þarna hafa verið rannsóknir sem eru að skoða eina útkomu en í nýju rannsókninni er tekið tillit til alls. Og við sjáum, að þótt að það sé smá ávinningur sem er lítill, að þá nær hann ekki að vega á móti áhættunni og þá til dæmis krabbameinsáhættu," segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hún hvetur stjórnvöld til að horfa til rannsóknarinnar við stefnumörkun. „Ef að það væri engin áfengisdrykkja á Norðurlöndunum er talið að það væri hægt að koma í veg fyrir 83 þúsund tilvik af krabbameini."Ætti fólk að sleppa því að drekka? „Það er náttúrulega ákvörðun hvers og eins að drekka. En allavega að fólk viti að það er aukin hætta á krabbameinum og að þú ert ekki að drekka til að bæta heilsuna þína."
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira