„Þú ert ekki að drekka til að bæta heilsuna“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 19:30 Ókostir við áfengisdrykkju vegur á móti öllum hugsanlegum ábata af hóflegri drykkju samkvæmt nýrri rannsókn. Næringarfræðingur segir rannsóknina marka tímamót þar sem öll heilsufarsleg áhrif áfengisneyslu hafi aldrei verið borin saman með þessum hætti. Um er að ræða eina umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á áhrifum áfengis á heilsufar manna og birtust niðurstöðurnar í læknaritinu The Lancet í gær. Samkvæmt henni er hófleg áfengisneysla skaðleg heilsu manna. Einungis stutta leit þarf hins vegar til þess að finna fjölda greina og rannsókna er þykja sýna fram á heilsubætandi áhrif hóflegrar drykkju og sagt hefur verið að rauðvín í hófi geti haft góð áhrif á hjartað. Næringarfræðingur segir að í þessari rannsókn séu öll möguleg áhrif áfengisneyslu borin saman.Hvers vegna eru skilaboðin svona misvísandi? „Þetta er í raun og veru á vissan hátt alveg rétt. En þarna hafa verið rannsóknir sem eru að skoða eina útkomu en í nýju rannsókninni er tekið tillit til alls. Og við sjáum, að þótt að það sé smá ávinningur sem er lítill, að þá nær hann ekki að vega á móti áhættunni og þá til dæmis krabbameinsáhættu," segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hún hvetur stjórnvöld til að horfa til rannsóknarinnar við stefnumörkun. „Ef að það væri engin áfengisdrykkja á Norðurlöndunum er talið að það væri hægt að koma í veg fyrir 83 þúsund tilvik af krabbameini."Ætti fólk að sleppa því að drekka? „Það er náttúrulega ákvörðun hvers og eins að drekka. En allavega að fólk viti að það er aukin hætta á krabbameinum og að þú ert ekki að drekka til að bæta heilsuna þína." Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Ókostir við áfengisdrykkju vegur á móti öllum hugsanlegum ábata af hóflegri drykkju samkvæmt nýrri rannsókn. Næringarfræðingur segir rannsóknina marka tímamót þar sem öll heilsufarsleg áhrif áfengisneyslu hafi aldrei verið borin saman með þessum hætti. Um er að ræða eina umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á áhrifum áfengis á heilsufar manna og birtust niðurstöðurnar í læknaritinu The Lancet í gær. Samkvæmt henni er hófleg áfengisneysla skaðleg heilsu manna. Einungis stutta leit þarf hins vegar til þess að finna fjölda greina og rannsókna er þykja sýna fram á heilsubætandi áhrif hóflegrar drykkju og sagt hefur verið að rauðvín í hófi geti haft góð áhrif á hjartað. Næringarfræðingur segir að í þessari rannsókn séu öll möguleg áhrif áfengisneyslu borin saman.Hvers vegna eru skilaboðin svona misvísandi? „Þetta er í raun og veru á vissan hátt alveg rétt. En þarna hafa verið rannsóknir sem eru að skoða eina útkomu en í nýju rannsókninni er tekið tillit til alls. Og við sjáum, að þótt að það sé smá ávinningur sem er lítill, að þá nær hann ekki að vega á móti áhættunni og þá til dæmis krabbameinsáhættu," segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hún hvetur stjórnvöld til að horfa til rannsóknarinnar við stefnumörkun. „Ef að það væri engin áfengisdrykkja á Norðurlöndunum er talið að það væri hægt að koma í veg fyrir 83 þúsund tilvik af krabbameini."Ætti fólk að sleppa því að drekka? „Það er náttúrulega ákvörðun hvers og eins að drekka. En allavega að fólk viti að það er aukin hætta á krabbameinum og að þú ert ekki að drekka til að bæta heilsuna þína."
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira