Norræna húsið 50 ára í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 20:00 Norræna húsið hefur verið vettvangur menningarstarfsemi og miðstöð Norðurlandabúa á Íslandi í 50 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Norræna húsið fagnar 50 ára afmæli í dag. Í tilefni afmælisins verður almenningi boðið til veislu á morgun þar sem Grænlenskt rokk og finnskt sánabað verða meðal annars á boðstólum. Afmælishátíðin hófst með fánahyllingu í morgun og þá fór fram ráðstefna í Veröld, húsi Vigdísar í dag um norræna menningarpólitík á Íslandi síðastliðin 50 ár. Húsið var vígt á þessum degi árið 1968 en það er hannað af finnska arkitektinum Alvari Aalto. Húsið gegnir hlutverki norrænnar menningarmiðstöðvar á Íslandi og er rekið af Norrænu ráðherranefndinni. „Það hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir íslenska menningu og okkur sem íbúa norðurlandanna, norræna íbúa, og hefur alltaf skipað stóran sess í okkar samfélagi síðan það var vígt á þessum degi fyrir 50 árum,“ segir Ágústa Lúðvíksdóttir, bókasafnsfræðingur hjá Norræna húsinu. Á flötinni við Norræna húsið var undirbúningur í fullum gangi í dag fyrir veisluna á morgun. „Afmælið er í dag 24. en við erum að fagna með veislu fyrir Íslendinga alla hérna á morgun, laugardaginn 25,“ segir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Norræna hússins. Dagskráin hefst með morgunverði klukkan tíu í fyrramálið og verður ýmislegt um að vera allan daginn en gestum stendur meðal annars til boða að prófa finnska sánu.. „Svo eru tónleikar klukkan tvö, það eru tónleikar klukkan sjö, það er pub quiz klukkan fimm, það verður stanslaust fjör hjá okkur á morgun,“ segir Kristbjörg. Bókasafnið hefur jafnan verið kallað hjarta hússins en þar er aðeins að finna bækur á öðrum norðurlandamálum en íslensku. Þar verður einnig dagskrá á morgun. „Ef við verðum orðin þreytt á góða veðrinu á morgun þá verður líka dagskrá inni í húsinu fyrir krakka, það eru kvikmyndasýningar í salnum og svo eru leikir og það er hægt að klæða sig upp sem Línu langsokk í barnabókasafninu þannig að það verður eiginlega bara stöðugt fjör, úti og inni og allt um kring,“ segir Ágústa. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Norræna húsið fagnar 50 ára afmæli í dag. Í tilefni afmælisins verður almenningi boðið til veislu á morgun þar sem Grænlenskt rokk og finnskt sánabað verða meðal annars á boðstólum. Afmælishátíðin hófst með fánahyllingu í morgun og þá fór fram ráðstefna í Veröld, húsi Vigdísar í dag um norræna menningarpólitík á Íslandi síðastliðin 50 ár. Húsið var vígt á þessum degi árið 1968 en það er hannað af finnska arkitektinum Alvari Aalto. Húsið gegnir hlutverki norrænnar menningarmiðstöðvar á Íslandi og er rekið af Norrænu ráðherranefndinni. „Það hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir íslenska menningu og okkur sem íbúa norðurlandanna, norræna íbúa, og hefur alltaf skipað stóran sess í okkar samfélagi síðan það var vígt á þessum degi fyrir 50 árum,“ segir Ágústa Lúðvíksdóttir, bókasafnsfræðingur hjá Norræna húsinu. Á flötinni við Norræna húsið var undirbúningur í fullum gangi í dag fyrir veisluna á morgun. „Afmælið er í dag 24. en við erum að fagna með veislu fyrir Íslendinga alla hérna á morgun, laugardaginn 25,“ segir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Norræna hússins. Dagskráin hefst með morgunverði klukkan tíu í fyrramálið og verður ýmislegt um að vera allan daginn en gestum stendur meðal annars til boða að prófa finnska sánu.. „Svo eru tónleikar klukkan tvö, það eru tónleikar klukkan sjö, það er pub quiz klukkan fimm, það verður stanslaust fjör hjá okkur á morgun,“ segir Kristbjörg. Bókasafnið hefur jafnan verið kallað hjarta hússins en þar er aðeins að finna bækur á öðrum norðurlandamálum en íslensku. Þar verður einnig dagskrá á morgun. „Ef við verðum orðin þreytt á góða veðrinu á morgun þá verður líka dagskrá inni í húsinu fyrir krakka, það eru kvikmyndasýningar í salnum og svo eru leikir og það er hægt að klæða sig upp sem Línu langsokk í barnabókasafninu þannig að það verður eiginlega bara stöðugt fjör, úti og inni og allt um kring,“ segir Ágústa.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira