Innlent

Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti

Birgir Olgeirsson skrifar
Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn.
Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. Vísir/Anton Brink

Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt heimildum Vísis á dyravörðurinn að hafa vísað þremur gestum staðarins á dyr. Eiga þessir gestir að hafa snúið til baka og gengið í skrokk á dyraverðinum.

Sjá einnig: Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið sé til rannsóknar hjá lögreglunni og að fjórir menn séu í haldi. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

Dyravörðurinn var fluttur á slysadeild eftir árásina þungt haldinn en samkvæmt heimildum Vísis er hann hryggbrotinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.