Ed Sheeran þreyttur og ætlar að taka sér frí Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2018 19:53 Ed Sheeran. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran ætlar ekki að gefa út nýja plötu á næsta ári. Þegar tónleikaferðalag hans endar í næsta mánuði ætlar hann að taka sér frí. Hann segir það hafa tekið á að vera á tónleikaferðalagi í þrjú ár og hann þurfi að slaka á. Sheeran gerði það sama þegar eftir að hann gaf út plötuna Multiply, þó hann hafi ef til vill ekki endilega verið að slappa af. Hann fór í teygjustökk, synti með hákörlum og ýmislegt fleira. Hann segist þó hafa skrifað ný lög í því „fríi“ og líklegast muni hann gera slíkt hið sama núna. „Ég mun aldrei hætta að búa til tónlist. Það er áhugamálið mitt,“ sagði hann í viðtali við BBC. „Ég lýt ekki á tónlistasmíði sem vinnu. Þetta er vinna,“ bætti hann við og átti við að tala við blaðamenn. „Það er enginn sem tekur upp gítarinn í þeirri von að hann verði kallaður í viðtöl.“ Hinn 27 ára gamli Sheeran ætlar að vinna að nýju verkefni þó hann verði í fríi. Í stað þess að gera nýja plötu segir Sheeran að hann vilji breyta til. Hann segist vilja vinna að öðruvísi tónlist en hann er þekktur fyrir og jafnvel að hann vilji búa til söngleik eða snúa sér að leiklist. Sheeran hefur skotið upp kollinum í Game of Thrones, Bridget Jones‘s Baby og Home & Away. Tilefni þess að Sheeran var í viðtali, þó hann sé augljóslega ekki mikið fyrir slíkt, er að frændi hans er að gefa út heimildarmynd um tónlistarmanninn. Hann segir þó engar sprengjur í þessari mynd. „Þetta er bara ég að skrifa tónlist,“ sagði Sheeran og bætti við að hann vonaðist til þess að hvetja unga tónlistarhöfunda til þess að láta draum sinn rætast. „Ég fór úr skóla í Suffolk og að búa út í rassgati í það að vera hér og það var bara með því að skrifa fjölda laga og spila á fjölmörgum tónleikum. Þið getið gert það,“ sagði Sheeran.Hér að neðan má sjá viðtal Entertainment Tonight við Sheeran þar sem rætt var um brúðkaup hans og æskuástarinnar Cherry Seaborn. Hann hefur ekki viljað viðurkenna að þau hafi gift sig. Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran ætlar ekki að gefa út nýja plötu á næsta ári. Þegar tónleikaferðalag hans endar í næsta mánuði ætlar hann að taka sér frí. Hann segir það hafa tekið á að vera á tónleikaferðalagi í þrjú ár og hann þurfi að slaka á. Sheeran gerði það sama þegar eftir að hann gaf út plötuna Multiply, þó hann hafi ef til vill ekki endilega verið að slappa af. Hann fór í teygjustökk, synti með hákörlum og ýmislegt fleira. Hann segist þó hafa skrifað ný lög í því „fríi“ og líklegast muni hann gera slíkt hið sama núna. „Ég mun aldrei hætta að búa til tónlist. Það er áhugamálið mitt,“ sagði hann í viðtali við BBC. „Ég lýt ekki á tónlistasmíði sem vinnu. Þetta er vinna,“ bætti hann við og átti við að tala við blaðamenn. „Það er enginn sem tekur upp gítarinn í þeirri von að hann verði kallaður í viðtöl.“ Hinn 27 ára gamli Sheeran ætlar að vinna að nýju verkefni þó hann verði í fríi. Í stað þess að gera nýja plötu segir Sheeran að hann vilji breyta til. Hann segist vilja vinna að öðruvísi tónlist en hann er þekktur fyrir og jafnvel að hann vilji búa til söngleik eða snúa sér að leiklist. Sheeran hefur skotið upp kollinum í Game of Thrones, Bridget Jones‘s Baby og Home & Away. Tilefni þess að Sheeran var í viðtali, þó hann sé augljóslega ekki mikið fyrir slíkt, er að frændi hans er að gefa út heimildarmynd um tónlistarmanninn. Hann segir þó engar sprengjur í þessari mynd. „Þetta er bara ég að skrifa tónlist,“ sagði Sheeran og bætti við að hann vonaðist til þess að hvetja unga tónlistarhöfunda til þess að láta draum sinn rætast. „Ég fór úr skóla í Suffolk og að búa út í rassgati í það að vera hér og það var bara með því að skrifa fjölda laga og spila á fjölmörgum tónleikum. Þið getið gert það,“ sagði Sheeran.Hér að neðan má sjá viðtal Entertainment Tonight við Sheeran þar sem rætt var um brúðkaup hans og æskuástarinnar Cherry Seaborn. Hann hefur ekki viljað viðurkenna að þau hafi gift sig.
Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira