Bill Murray í átökum við ljósmyndara Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2018 20:34 Vísir/Getty Leikarinn og grínistinn Bill Murray lenti í átökum við ljósmyndara á veitingastað í Martha‘s Vineyard á miðvikudaginn. Ljósmyndarinn Peter Simon, sem er 71 árs gamall, segist hafa verið á veitingastaðnum til að taka myndir af hljómsveit sem var að spila þar, fyrir héraðsblað. Simon segir Murray hafa ráðist á sig og sakað sig um að taka myndir af sér. Murray sagði lögregluþjónum að Simon hefði áreitt sig og tekið myndir af sér. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar, sem Boston Globe kom höndum yfir, var Murray verulega reiður. Simon sagði á móti að hann hefði ekki tekið eina mynd af Murray. Hann væri ekki svokallaður „Paparazzi“ heldur hefði hann verið þarna til að taka myndir af hljómsveitinni og staðfesti ritstjóri blaðsins það við Boston Globe.Simon segist hafa verið á dansgólfinu að taka myndir af hljómsveitinni og þaðan hafi hann farið í útskot til að skoða myndirnar. Hann segir Murray hafa gripið í sig að aftan og ýtt sér harkalega á vegg. Þá hafi Murray litið út fyrir að ætla að kyrkja Simon. Hann segist ekki hafa áttað sig á því að um Murray væri að ræða fyrr en nokkru seinna. Þá segir Simon að eftir atvikið hefði Murray helt vatni yfir sig og myndavélina sem hann var með. Katherine Domitrovich, eigandi veitingastaðarins, segir Simon ekki hafa haft leyfi til að taka myndir þar inni og að hann hefði verið „pirrandi“. Simon segir það vera rangt. Meðlimir hljómsveitarinnar hefðu boðið honum að taka myndir. Domitrovich segir þó að Simon sé hér eftir óvelkominn á veitingastaðnum. Hann segist vera að velta fyrir sér að kæra Murray. Í minnsta falli hefur hann farið fram á afsökunarbeiðni frá bæði Murray og Domitrovich. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Leikarinn og grínistinn Bill Murray lenti í átökum við ljósmyndara á veitingastað í Martha‘s Vineyard á miðvikudaginn. Ljósmyndarinn Peter Simon, sem er 71 árs gamall, segist hafa verið á veitingastaðnum til að taka myndir af hljómsveit sem var að spila þar, fyrir héraðsblað. Simon segir Murray hafa ráðist á sig og sakað sig um að taka myndir af sér. Murray sagði lögregluþjónum að Simon hefði áreitt sig og tekið myndir af sér. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar, sem Boston Globe kom höndum yfir, var Murray verulega reiður. Simon sagði á móti að hann hefði ekki tekið eina mynd af Murray. Hann væri ekki svokallaður „Paparazzi“ heldur hefði hann verið þarna til að taka myndir af hljómsveitinni og staðfesti ritstjóri blaðsins það við Boston Globe.Simon segist hafa verið á dansgólfinu að taka myndir af hljómsveitinni og þaðan hafi hann farið í útskot til að skoða myndirnar. Hann segir Murray hafa gripið í sig að aftan og ýtt sér harkalega á vegg. Þá hafi Murray litið út fyrir að ætla að kyrkja Simon. Hann segist ekki hafa áttað sig á því að um Murray væri að ræða fyrr en nokkru seinna. Þá segir Simon að eftir atvikið hefði Murray helt vatni yfir sig og myndavélina sem hann var með. Katherine Domitrovich, eigandi veitingastaðarins, segir Simon ekki hafa haft leyfi til að taka myndir þar inni og að hann hefði verið „pirrandi“. Simon segir það vera rangt. Meðlimir hljómsveitarinnar hefðu boðið honum að taka myndir. Domitrovich segir þó að Simon sé hér eftir óvelkominn á veitingastaðnum. Hann segist vera að velta fyrir sér að kæra Murray. Í minnsta falli hefur hann farið fram á afsökunarbeiðni frá bæði Murray og Domitrovich.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning