Fyrri eldgos í Öræfajökli mun öflugri en áður var talið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. ágúst 2018 18:30 Gögn hafa sýnt að eldgosið í Öræfajökli árið 1362 var mun öflugra en áður var talið. Hópur jarðvísindamanna er nú við rannsóknir í kringum jökulinn þar sem sýnum er safnað. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort hækka eigi viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs eldgoss í jöklinum. Í lok júlí sögðum við frá því að vísindamenn skoði hvort hækka eigi viðbúnaðarbúnaðarstig vegna hugsanlegs eldgos í Öræfajökli en jökullinn hefur sýnt af sér óeðlilegra hreyfingar í rúmt ár, eftir að hafa legið í dvala í ár hundruð.Eldfjallavárhópur frá Háskóla Íslands vinnur nú að rannsóknum við jökulinn og segir jarðfræðingur það áríðandi að gögnum sé safnað áður en næsta gos verður. „Við erum að eltast við síðast liðin gos. Það var gos 1727 sem er nýjasta gosið og svo 1362. Þetta eru einu gosin á sögulegum tíma,“ segir Helga Kristín Torfadóttir, jarðfræðingur, sem vinnur að mastersritgerð um Öræfajökul.Greind eru efni í bergi og gjósku og hraunmolum er safnað þar sem sýni úr kristölum eru efnagreind. Vísindahópurinn gerði í gær uppgötvun sem ekki hefur komið fram áður. „Við fundum gígana í gær frá gosinu 1727 og þeir hafa aldrei verið skoðaðir eða af einhverri vitneskju verið rannsakaðir,“ segir Helga. Áður hafði verið talið að þeir hefur orðið undir jökli í tímanna rás en svo reyndist ekki vera. Helga segir að eldgosið 1727 hafi svipað til gossins á Fimmvörðuhálsi árið 2010. „Þetta eru mjög ferskir gígar og þeir hafa kristala sem hægt er að rannsaka betur,“ segir Helga.Til að mynda getur samsetning dýpis, hita og þrýstings í kristölum, sem leynast í hraunmolunum, sagt til um hvernig kvikan hreyfist í eldstöðinni undir jöklinum. Vísindahópurinn hefur einnig unnið að því að endurgera gosmökkinn sem fylgdi eldgosinu 1362 og hafa gögn sýnt að gosið þá var mun öflugra en áður var talið. Því til rökstuðnings segir Helga að öskulagið, næst upptöku gossins, hafi verið talið um hálfur metri að þykkt en reyndist þrír metrar að þykkt. Hún segir að þar sem kvika er að hreyfa sig undir jöklinum gefi ástæðu til þess að varan á varðandi eldgos næstu árin. „Þetta er mjög flókið fjall og langt fyrir utan rekið þannig að þegar jarðskjálftar koma í svoleiðis fjall þá er pottþétt kvika á ferðinni,“ segir Helga.Helga Kristín Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. 16. júlí 2018 11:00 Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 „Það væri ekkert skrýtið ef það gerist eitthvað í vetur eða með haustinu“ Sérfræðingar rýna í Öræfajökul og aðrar eldstöðvar sem sýnt hafa aukna virkni 27. júlí 2018 19:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Gögn hafa sýnt að eldgosið í Öræfajökli árið 1362 var mun öflugra en áður var talið. Hópur jarðvísindamanna er nú við rannsóknir í kringum jökulinn þar sem sýnum er safnað. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort hækka eigi viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs eldgoss í jöklinum. Í lok júlí sögðum við frá því að vísindamenn skoði hvort hækka eigi viðbúnaðarbúnaðarstig vegna hugsanlegs eldgos í Öræfajökli en jökullinn hefur sýnt af sér óeðlilegra hreyfingar í rúmt ár, eftir að hafa legið í dvala í ár hundruð.Eldfjallavárhópur frá Háskóla Íslands vinnur nú að rannsóknum við jökulinn og segir jarðfræðingur það áríðandi að gögnum sé safnað áður en næsta gos verður. „Við erum að eltast við síðast liðin gos. Það var gos 1727 sem er nýjasta gosið og svo 1362. Þetta eru einu gosin á sögulegum tíma,“ segir Helga Kristín Torfadóttir, jarðfræðingur, sem vinnur að mastersritgerð um Öræfajökul.Greind eru efni í bergi og gjósku og hraunmolum er safnað þar sem sýni úr kristölum eru efnagreind. Vísindahópurinn gerði í gær uppgötvun sem ekki hefur komið fram áður. „Við fundum gígana í gær frá gosinu 1727 og þeir hafa aldrei verið skoðaðir eða af einhverri vitneskju verið rannsakaðir,“ segir Helga. Áður hafði verið talið að þeir hefur orðið undir jökli í tímanna rás en svo reyndist ekki vera. Helga segir að eldgosið 1727 hafi svipað til gossins á Fimmvörðuhálsi árið 2010. „Þetta eru mjög ferskir gígar og þeir hafa kristala sem hægt er að rannsaka betur,“ segir Helga.Til að mynda getur samsetning dýpis, hita og þrýstings í kristölum, sem leynast í hraunmolunum, sagt til um hvernig kvikan hreyfist í eldstöðinni undir jöklinum. Vísindahópurinn hefur einnig unnið að því að endurgera gosmökkinn sem fylgdi eldgosinu 1362 og hafa gögn sýnt að gosið þá var mun öflugra en áður var talið. Því til rökstuðnings segir Helga að öskulagið, næst upptöku gossins, hafi verið talið um hálfur metri að þykkt en reyndist þrír metrar að þykkt. Hún segir að þar sem kvika er að hreyfa sig undir jöklinum gefi ástæðu til þess að varan á varðandi eldgos næstu árin. „Þetta er mjög flókið fjall og langt fyrir utan rekið þannig að þegar jarðskjálftar koma í svoleiðis fjall þá er pottþétt kvika á ferðinni,“ segir Helga.Helga Kristín
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. 16. júlí 2018 11:00 Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 „Það væri ekkert skrýtið ef það gerist eitthvað í vetur eða með haustinu“ Sérfræðingar rýna í Öræfajökul og aðrar eldstöðvar sem sýnt hafa aukna virkni 27. júlí 2018 19:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
„Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. 16. júlí 2018 11:00
Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29
Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30
Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00
„Það væri ekkert skrýtið ef það gerist eitthvað í vetur eða með haustinu“ Sérfræðingar rýna í Öræfajökul og aðrar eldstöðvar sem sýnt hafa aukna virkni 27. júlí 2018 19:00