Björguðu andarnefju úr Engey Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2018 06:00 Andarnefjan sem var ofar í fjörunni lifði ekki strandið af en hinn hvalurinn náðist lifandi á flot. Fréttablaðið/Eyþór Andarnefja sem lifði af strand við Engey komst á flot á níunda tímanum í gærkvöld og synti þá við Reykjavíkurhöfn í fylgd björgunarsveitarmanna. „Við erum búin að koma öðru dýrinu út og það er byrjað að synda. Það er einn á sæþotu og annar á bát að fylgja því áleiðis að koma sér út,“ sagði Sverrir Tryggvason, starfsmaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Special Tours, í samtali við frettabladid.is, vef Fréttablaðsins, eftir að andarnefjan náðist á flot á kvöldflóðinu. „Dýrið er mjög laskað og mjög veikburða. Það er hálfgert kraftaverk að við höfum náð því á flot lifandi,“ bætti Sverrir við. „En nú verður að fylgja því eftir og koma því út á dýpra svæði. Hún reynir þá vonandi að finna hópinn sinn. Við vonum það besta.“ Sverrir sagði að andarnefjunni yrði fylgt fram í myrkur. Eftir það yrði lítið meira hægt að gera. Hin andarnefjan drapst er reynt var að snúa henni við, skömmu áður en sjór flæddi að dýrinu. „Við vorum að reyna að snúa henni við og það gæti verið að hún hafi ekki þolað það. Hún hafði hreyft sig svo mikið. Hún lá á hliðinni og við vorum að reyna að koma henni á réttan kjöl. Hún var líka búin að missa mikið af blóði og kramdist eflaust undan eigin þunga,“ sagði Sverrir þegar ljóst var að hvalurinn væri dauður. Mikið lið björgunarfólks tók þátt í að reyna að halda lífi í hvölunum, bæði frá hvalaskoðunarfyrirtækjum og frá björgunarsveitinni Ársæli. Sjódælur frá Faxaflóahöfn voru fluttar út í Engey. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur sagði andarnefjurnar í eins góðum höndum og hægt væri að búast við miðað við aðstæður. Báðir hvalirnir hafi verið kvendýr. Edda sagði þær hafa gengið í gegnum mikið streitutímabil við strandið. Dýrunum hafi verið haldið blautum og reynt hafi verið að koma öndun þeirra í lag. Reynt yrði að aðstoða þá sem lifði til að komast eins langt út og hægt væri. Að sögn Eddu voru aðstæður svipaðar því sem var fyrr í vikunni er grindhvalatorfa var strand í Kolgrafafirði. Líklega hafi hvalirnir í báðum tilfellum villst í matarleit. Báðar tegundirnar séu djúpsjávarhvalir sem koma nærri landi þegar smokkfiskurinn fer upp að landi eða ef þeir eru að forða sér undan hættu eða hljóðmengun. Edda taldi þó líklegt að andarnefjurnar hefðu villst í ætisleit. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Andarnefja sem lifði af strand við Engey komst á flot á níunda tímanum í gærkvöld og synti þá við Reykjavíkurhöfn í fylgd björgunarsveitarmanna. „Við erum búin að koma öðru dýrinu út og það er byrjað að synda. Það er einn á sæþotu og annar á bát að fylgja því áleiðis að koma sér út,“ sagði Sverrir Tryggvason, starfsmaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Special Tours, í samtali við frettabladid.is, vef Fréttablaðsins, eftir að andarnefjan náðist á flot á kvöldflóðinu. „Dýrið er mjög laskað og mjög veikburða. Það er hálfgert kraftaverk að við höfum náð því á flot lifandi,“ bætti Sverrir við. „En nú verður að fylgja því eftir og koma því út á dýpra svæði. Hún reynir þá vonandi að finna hópinn sinn. Við vonum það besta.“ Sverrir sagði að andarnefjunni yrði fylgt fram í myrkur. Eftir það yrði lítið meira hægt að gera. Hin andarnefjan drapst er reynt var að snúa henni við, skömmu áður en sjór flæddi að dýrinu. „Við vorum að reyna að snúa henni við og það gæti verið að hún hafi ekki þolað það. Hún hafði hreyft sig svo mikið. Hún lá á hliðinni og við vorum að reyna að koma henni á réttan kjöl. Hún var líka búin að missa mikið af blóði og kramdist eflaust undan eigin þunga,“ sagði Sverrir þegar ljóst var að hvalurinn væri dauður. Mikið lið björgunarfólks tók þátt í að reyna að halda lífi í hvölunum, bæði frá hvalaskoðunarfyrirtækjum og frá björgunarsveitinni Ársæli. Sjódælur frá Faxaflóahöfn voru fluttar út í Engey. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur sagði andarnefjurnar í eins góðum höndum og hægt væri að búast við miðað við aðstæður. Báðir hvalirnir hafi verið kvendýr. Edda sagði þær hafa gengið í gegnum mikið streitutímabil við strandið. Dýrunum hafi verið haldið blautum og reynt hafi verið að koma öndun þeirra í lag. Reynt yrði að aðstoða þá sem lifði til að komast eins langt út og hægt væri. Að sögn Eddu voru aðstæður svipaðar því sem var fyrr í vikunni er grindhvalatorfa var strand í Kolgrafafirði. Líklega hafi hvalirnir í báðum tilfellum villst í matarleit. Báðar tegundirnar séu djúpsjávarhvalir sem koma nærri landi þegar smokkfiskurinn fer upp að landi eða ef þeir eru að forða sér undan hættu eða hljóðmengun. Edda taldi þó líklegt að andarnefjurnar hefðu villst í ætisleit.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira