Í maraþonið fóta- og handalaus Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 20:00 Hinn kanadíski Christofer Koch er fatlaður ævintýramaður sem fæddist handa- og fótalaus og getur ekki notast við gervi útlimi. Hann tók þátt í sínu fyrsta maraþoni árið 2016 og er núna komin til íslands til að taka þátt í því sjötta. Christofer er ævintýragjarn heimshornaflakkari. Hann er þekktur fyrirlesari og hefur jákvæða sýn á lífið þrátt fyrir meðfædda fötlun sína, en hann fæddist fóta og handalaus. Hann byrjaði að taka þátt í keppnishlaupum fyrir rúmum þremur árum en sökum fötlunar sinnar þá nýtir hann hjólabretti til að koma sér á milli staða og rúllar á því þessa 42 kílómetra sem maraþon er. Hann segir fjölskyldu sína hafa kennt sér að setja fötlunina aldrei fyrir sig og með það veganesti eru honum flestir vegir færir. En afhverju ætli hann velji að fara í maraþon? „Ég segi fólki að ég sé miklu hræddari við eftirsjá en mistök. Ég vil ekki horfa til baka og segja: Ég vildi að ég hefði gert þetta, ég hefði átt að prófa þetta. Ég vil líta til baka og segja: Ég gerði eins margt og ég mögulega gat. Það heppnaðist kannski ekki allt en ég reyndi þó,” segir hann. Ísland hefur alltaf verið á listanum yfir draumastaði til að heimsækja og fannst honum því kjörið að nýta heimsóknina og fara í Reykjavíkurmaraþonið. Hann segist geta komist nokkuð hratt áfram á hjólabrettinu. Hann hvetur fólk til að lifa lífinu til fullnustu og ekki láta neitt stoppa sig. Því ef hann getur, þá geta aðrir. „Ég vil segja um morgundaginn að ég ætla ekki að reyna að slá persónulegt met mitt. Ég mæti bara til að skemmta mér. Þetta er góð leið til að fara um borgina og um leið að takast á við erfiða þraut“ segir hann fullur tilhlökkunar. Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Hinn kanadíski Christofer Koch er fatlaður ævintýramaður sem fæddist handa- og fótalaus og getur ekki notast við gervi útlimi. Hann tók þátt í sínu fyrsta maraþoni árið 2016 og er núna komin til íslands til að taka þátt í því sjötta. Christofer er ævintýragjarn heimshornaflakkari. Hann er þekktur fyrirlesari og hefur jákvæða sýn á lífið þrátt fyrir meðfædda fötlun sína, en hann fæddist fóta og handalaus. Hann byrjaði að taka þátt í keppnishlaupum fyrir rúmum þremur árum en sökum fötlunar sinnar þá nýtir hann hjólabretti til að koma sér á milli staða og rúllar á því þessa 42 kílómetra sem maraþon er. Hann segir fjölskyldu sína hafa kennt sér að setja fötlunina aldrei fyrir sig og með það veganesti eru honum flestir vegir færir. En afhverju ætli hann velji að fara í maraþon? „Ég segi fólki að ég sé miklu hræddari við eftirsjá en mistök. Ég vil ekki horfa til baka og segja: Ég vildi að ég hefði gert þetta, ég hefði átt að prófa þetta. Ég vil líta til baka og segja: Ég gerði eins margt og ég mögulega gat. Það heppnaðist kannski ekki allt en ég reyndi þó,” segir hann. Ísland hefur alltaf verið á listanum yfir draumastaði til að heimsækja og fannst honum því kjörið að nýta heimsóknina og fara í Reykjavíkurmaraþonið. Hann segist geta komist nokkuð hratt áfram á hjólabrettinu. Hann hvetur fólk til að lifa lífinu til fullnustu og ekki láta neitt stoppa sig. Því ef hann getur, þá geta aðrir. „Ég vil segja um morgundaginn að ég ætla ekki að reyna að slá persónulegt met mitt. Ég mæti bara til að skemmta mér. Þetta er góð leið til að fara um borgina og um leið að takast á við erfiða þraut“ segir hann fullur tilhlökkunar.
Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira