Lýsir „ógeðslegu“ handabandi Trumps og klíkuskapnum í Friends Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 12:19 Kathleen Turner skaust upp á stjörnuhimininn á níunda áratug síðustu aldar. Margir kannast eflaust einnig við Turner fyrir hlutverk hennar sem dragdrottningin Charles Bing í sjónvarpsþáttunum Friends. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Kathleen Turner er harðorð í garð Hollywood og kvikmyndabransans í nýju viðtali sem birt var á vefsíðu Vulture. Í viðtalinu ræðir Turner hlutgervingu kvenna í bransanum, reynslu sína af tökustað sjónvarpsþáttanna Friends og kynni sín af Donald Trump – á afar hispurslausan hátt. Kathleen Turner er fædd árið 1954 og steig sín fyrstu skref í Hollywood á níunda áratug síðustu aldar. Turner varð strax þekkt fyrir hása rödd sína, og er enn. Hún hefur leikið í kvikmyndum á borð við Body Heat, Romancing the Stone og Prizzi‘s Honor og hlaut Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn í þeim síðarnefndu. Þá var hún tilnefnd til Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Peggy Sue Got Married. Margir kannast eflaust einnig við Turner fyrir leik hennar í sjónvarpsþáttunum Friends en hún fór þar með hlutverk dragdrottningarinnar Charles Bing, föður Chandlers Bing.Kathleen Turner við tökur á kvikmyndinni Body Heat snemma á níunda áratugnum.Vísir/GettyFerillinn knúinn áfram af bræði Turner fer um víðan völl í viðtalinu við Vulture, þykir afar hispurslaus og svarar spurningunum sem blaðamaður leggur fyrir hana hreinskilnislega. Hún segir til að mynda að hrein „bræði“ hafi knúið feril hennar áfram og sú bræði eigi rætur sínar í „óréttlæti heimsins.“ Þá tjáir Turner sig um veikindi sín en hún greindist með liðagigt á fertugsaldri. „Ætli ég hafi ekki fundið fyrir missi. Ég fékk liðagigt þegar ég var langt komin á fertugsaldur – síðustu ár mín sem kynferðislega aðlaðandi leikkona í Hollywood. Erfiðast var hversu stór hluti af sjálfstrausti mínu var byggður á líkama mínum.“ Kepptust um að næla í hana Í framhaldi af því minnir hún á að kvikmyndin Body Heat, erótískur spennutryllir, hafi skotið henni upp á stjörnuhimininn. Kvikmyndin hafi litað viðhorf samstarfsmanna til hennar, enda séu konur álitnar „verðlaunagripir“ í bransanum. „Í kjölfarið varð ég kynferðislegt skotmark. Michael Douglas sagði mér síðar að hann, Jack Nicholson og Warren Beatty hafi keppt sín á milli um hver þeirra myndi ná mér fyrst. Engum þeirra tókst það, vel á minnst.“ Þá ræðir Turner frekar kynjamisrétti í Hollywood og gagnrýnir sögusagnir um að hún hafi ætíð verið „erfið“ í samskiptum og samstarfi. „Ef karlmaður mætir á tökustað og segir: „Svona sé ég fyrir mér að þetta verði gert,“ segir fólk að hann sé ákveðinn. Ef kona gerir það segir fólk: „Æ, nú byrjar hún“.“ Klíkan í Friends Eins og áður sagði fór Turner með hlutverk föður Chandlers Bing í sjónvarpsþáttunum Friends. Hún hugsar ekki með mikilli hlýju til stundanna á tökustað ásamt aðalleikurum þáttanna. „Ég skal vera hreinskilin eins og mín er von og vísa. Leikararnir tóku ekki mjög vel á móti mér,“ segir Turner. „Friends-leikararnir voru algjör klíka. En ég held að reynsla mín af þeim hafi ekki verið einstök. Ég held að þau hafi einfaldlega verið svo þéttur, lítill hópur að enginn utanaðkomandi skipti máli.“ „Ógeðslegt“ handaband Trumps Turner er auk þess innt eftir því hvort hún hafi rekist á Donald Trump einhvern tímann á ferlinum. Hún segir svo vera og minnist þess raunar með hryllingi. „Já. Oj bara. Það er ógeðslegt að taka í höndina á honum,“ segir Turner og lýsir handabandinu á þann veg að Trump hafi strokið úlnliðinn á henni með vísifingri er hann tók í hönd hennar. Hafi forsetinn, sem þá var aðeins óbreyttur auðjöfur, geinilega talið aðferðina „seiðandi.“ Viðtal Vulture við Turner má lesa í heild hér. Bíó og sjónvarp Friends MeToo Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Bandaríska leikkonan Kathleen Turner er harðorð í garð Hollywood og kvikmyndabransans í nýju viðtali sem birt var á vefsíðu Vulture. Í viðtalinu ræðir Turner hlutgervingu kvenna í bransanum, reynslu sína af tökustað sjónvarpsþáttanna Friends og kynni sín af Donald Trump – á afar hispurslausan hátt. Kathleen Turner er fædd árið 1954 og steig sín fyrstu skref í Hollywood á níunda áratug síðustu aldar. Turner varð strax þekkt fyrir hása rödd sína, og er enn. Hún hefur leikið í kvikmyndum á borð við Body Heat, Romancing the Stone og Prizzi‘s Honor og hlaut Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn í þeim síðarnefndu. Þá var hún tilnefnd til Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Peggy Sue Got Married. Margir kannast eflaust einnig við Turner fyrir leik hennar í sjónvarpsþáttunum Friends en hún fór þar með hlutverk dragdrottningarinnar Charles Bing, föður Chandlers Bing.Kathleen Turner við tökur á kvikmyndinni Body Heat snemma á níunda áratugnum.Vísir/GettyFerillinn knúinn áfram af bræði Turner fer um víðan völl í viðtalinu við Vulture, þykir afar hispurslaus og svarar spurningunum sem blaðamaður leggur fyrir hana hreinskilnislega. Hún segir til að mynda að hrein „bræði“ hafi knúið feril hennar áfram og sú bræði eigi rætur sínar í „óréttlæti heimsins.“ Þá tjáir Turner sig um veikindi sín en hún greindist með liðagigt á fertugsaldri. „Ætli ég hafi ekki fundið fyrir missi. Ég fékk liðagigt þegar ég var langt komin á fertugsaldur – síðustu ár mín sem kynferðislega aðlaðandi leikkona í Hollywood. Erfiðast var hversu stór hluti af sjálfstrausti mínu var byggður á líkama mínum.“ Kepptust um að næla í hana Í framhaldi af því minnir hún á að kvikmyndin Body Heat, erótískur spennutryllir, hafi skotið henni upp á stjörnuhimininn. Kvikmyndin hafi litað viðhorf samstarfsmanna til hennar, enda séu konur álitnar „verðlaunagripir“ í bransanum. „Í kjölfarið varð ég kynferðislegt skotmark. Michael Douglas sagði mér síðar að hann, Jack Nicholson og Warren Beatty hafi keppt sín á milli um hver þeirra myndi ná mér fyrst. Engum þeirra tókst það, vel á minnst.“ Þá ræðir Turner frekar kynjamisrétti í Hollywood og gagnrýnir sögusagnir um að hún hafi ætíð verið „erfið“ í samskiptum og samstarfi. „Ef karlmaður mætir á tökustað og segir: „Svona sé ég fyrir mér að þetta verði gert,“ segir fólk að hann sé ákveðinn. Ef kona gerir það segir fólk: „Æ, nú byrjar hún“.“ Klíkan í Friends Eins og áður sagði fór Turner með hlutverk föður Chandlers Bing í sjónvarpsþáttunum Friends. Hún hugsar ekki með mikilli hlýju til stundanna á tökustað ásamt aðalleikurum þáttanna. „Ég skal vera hreinskilin eins og mín er von og vísa. Leikararnir tóku ekki mjög vel á móti mér,“ segir Turner. „Friends-leikararnir voru algjör klíka. En ég held að reynsla mín af þeim hafi ekki verið einstök. Ég held að þau hafi einfaldlega verið svo þéttur, lítill hópur að enginn utanaðkomandi skipti máli.“ „Ógeðslegt“ handaband Trumps Turner er auk þess innt eftir því hvort hún hafi rekist á Donald Trump einhvern tímann á ferlinum. Hún segir svo vera og minnist þess raunar með hryllingi. „Já. Oj bara. Það er ógeðslegt að taka í höndina á honum,“ segir Turner og lýsir handabandinu á þann veg að Trump hafi strokið úlnliðinn á henni með vísifingri er hann tók í hönd hennar. Hafi forsetinn, sem þá var aðeins óbreyttur auðjöfur, geinilega talið aðferðina „seiðandi.“ Viðtal Vulture við Turner má lesa í heild hér.
Bíó og sjónvarp Friends MeToo Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira