„Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 16:46 Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, var um borð í vél Air Iceland Connect sem snúið var við á Reykjavíkurflugvöll í dag vegna bilunar í hreyfli. Hann segir upplifunina hafa verið nokkuð óhugnanlega en að flugstjóri og áhöfn hafi tekist fagmannlega á við ástandið. „Við vorum búin að ná ákveðinni lofthæð og þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki. Skömmu síðar kallar flugstjórinn alla áhöfnina inn í flugstjórnarklefa,“ segir Jón í samtali við Vísi.Jón Júlíus Karlsson.Mynd/FacebookEins og Vísir greindi frá í dag var flugvélin nýlögð af stað til Egilsstaða þegar henni var snúið við vegna bilunar og lenti hún heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir klukkan 15 í dag. Fjörutíu og fjórir farþegar voru um borð í flugvélinni en engan þeirra sakaði.Mikill titringur yfir Hafnarfirði Eftir að hafa rætt við áhöfnina segir Jón að flugstjórinn hafi tilkynnt farþegum að þrýstingur hafi fallið og því hafi verið ákveðið að drepa á hreyflinum til að koma í veg fyrir skemmdir á honum. Þá tjáði flugstjórinn farþegunum að hinn hreyfillinn væri í lagi en af öryggisástæðum yrði flugvélinni snúið við til Reykjavíkur. Jón segir að vélin hafi ekki verið komin út fyrir Álftanesið þegar tilkynnt var um að henni yrði snúið við. Þá hafi líklega liðið um tíu til fimmtán mínútur frá því að tilkynningin barst og þangað til vélinni var lent. „Það varð mikill titringur þegar við förum í gegnum skýin fyrir ofan Hafnarfjörð. Þetta virtist nú vera bara formsatriði en reyndist svo miklu meira en það,“ segir Jón, sem var á leið til Egilsstaða með félögum í Golfklúbbi Grindavíkur til að keppa á Íslandsmóti golfklúbba. Aðspurður segir hann andrúmsloftið í vélinni hafa verið merkilega gott miðað við aðstæður, þó að óróleiki hafi færst yfir þegar dró á flugið.Flugmaður og flugstjóri vélarinnar sjást hér eftir að þeir ræddu við farþega á flugvellinum.Vísir/jóhann k„Við vorum allir að spauga með þetta en það er einn af okkur sem er svolítið flughræddur. Sjokkið varð meira þegar dró að lendingunni, manni leið ekki vel.“Flugstjórinn ræddi við farþega á flugvellinum Eins og áður hefur komið fram var flugvélinni lent heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag. Jón segir farþegum hafa verið hleypt frá borði og flugstjórinn hafi tekið á móti þeim á flugvellinum. „Við lentum og fórum inn í afvikið herbergi. Þar kom flugstjórinn og ræddi við okkur og útskýrði hvað hafði gerst. Síðan kom Rauði krossinn og er að aðstoða okkur í gegnum þetta,“ segir Jón Þegar Vísir náði tali af Jóni skömmu eftir klukkan 16 í dag hafði farþegum flugvélarinnar verið boðið að fara með öðru flugi til Egilsstaða innan skamms. „Ég held það séu eiginlega allir að fara að taka flugið. Þetta var allt saman mjög fagmannlegt og allir eru frekar vel á sig komnir,“ segir Jón.Uppfært klukkan 19:47: Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir að enginn eldur hafi komið upp í hreyfli flugvélarinnar í dag, hvorki í þeim sem bilaði né þeim heila. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þær upplýsingar.Flugstjórinn fer yfir málið. Lentum á einum hreyfli. Kominn var upp eldur í eina virka hreyflinum vegna álags. Farþegar klöppuðu fyrir flugstjórunum. pic.twitter.com/4WAMeyoGkW— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) August 9, 2018 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, var um borð í vél Air Iceland Connect sem snúið var við á Reykjavíkurflugvöll í dag vegna bilunar í hreyfli. Hann segir upplifunina hafa verið nokkuð óhugnanlega en að flugstjóri og áhöfn hafi tekist fagmannlega á við ástandið. „Við vorum búin að ná ákveðinni lofthæð og þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki. Skömmu síðar kallar flugstjórinn alla áhöfnina inn í flugstjórnarklefa,“ segir Jón í samtali við Vísi.Jón Júlíus Karlsson.Mynd/FacebookEins og Vísir greindi frá í dag var flugvélin nýlögð af stað til Egilsstaða þegar henni var snúið við vegna bilunar og lenti hún heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir klukkan 15 í dag. Fjörutíu og fjórir farþegar voru um borð í flugvélinni en engan þeirra sakaði.Mikill titringur yfir Hafnarfirði Eftir að hafa rætt við áhöfnina segir Jón að flugstjórinn hafi tilkynnt farþegum að þrýstingur hafi fallið og því hafi verið ákveðið að drepa á hreyflinum til að koma í veg fyrir skemmdir á honum. Þá tjáði flugstjórinn farþegunum að hinn hreyfillinn væri í lagi en af öryggisástæðum yrði flugvélinni snúið við til Reykjavíkur. Jón segir að vélin hafi ekki verið komin út fyrir Álftanesið þegar tilkynnt var um að henni yrði snúið við. Þá hafi líklega liðið um tíu til fimmtán mínútur frá því að tilkynningin barst og þangað til vélinni var lent. „Það varð mikill titringur þegar við förum í gegnum skýin fyrir ofan Hafnarfjörð. Þetta virtist nú vera bara formsatriði en reyndist svo miklu meira en það,“ segir Jón, sem var á leið til Egilsstaða með félögum í Golfklúbbi Grindavíkur til að keppa á Íslandsmóti golfklúbba. Aðspurður segir hann andrúmsloftið í vélinni hafa verið merkilega gott miðað við aðstæður, þó að óróleiki hafi færst yfir þegar dró á flugið.Flugmaður og flugstjóri vélarinnar sjást hér eftir að þeir ræddu við farþega á flugvellinum.Vísir/jóhann k„Við vorum allir að spauga með þetta en það er einn af okkur sem er svolítið flughræddur. Sjokkið varð meira þegar dró að lendingunni, manni leið ekki vel.“Flugstjórinn ræddi við farþega á flugvellinum Eins og áður hefur komið fram var flugvélinni lent heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag. Jón segir farþegum hafa verið hleypt frá borði og flugstjórinn hafi tekið á móti þeim á flugvellinum. „Við lentum og fórum inn í afvikið herbergi. Þar kom flugstjórinn og ræddi við okkur og útskýrði hvað hafði gerst. Síðan kom Rauði krossinn og er að aðstoða okkur í gegnum þetta,“ segir Jón Þegar Vísir náði tali af Jóni skömmu eftir klukkan 16 í dag hafði farþegum flugvélarinnar verið boðið að fara með öðru flugi til Egilsstaða innan skamms. „Ég held það séu eiginlega allir að fara að taka flugið. Þetta var allt saman mjög fagmannlegt og allir eru frekar vel á sig komnir,“ segir Jón.Uppfært klukkan 19:47: Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir að enginn eldur hafi komið upp í hreyfli flugvélarinnar í dag, hvorki í þeim sem bilaði né þeim heila. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þær upplýsingar.Flugstjórinn fer yfir málið. Lentum á einum hreyfli. Kominn var upp eldur í eina virka hreyflinum vegna álags. Farþegar klöppuðu fyrir flugstjórunum. pic.twitter.com/4WAMeyoGkW— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) August 9, 2018
Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira