„Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 16:46 Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, var um borð í vél Air Iceland Connect sem snúið var við á Reykjavíkurflugvöll í dag vegna bilunar í hreyfli. Hann segir upplifunina hafa verið nokkuð óhugnanlega en að flugstjóri og áhöfn hafi tekist fagmannlega á við ástandið. „Við vorum búin að ná ákveðinni lofthæð og þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki. Skömmu síðar kallar flugstjórinn alla áhöfnina inn í flugstjórnarklefa,“ segir Jón í samtali við Vísi.Jón Júlíus Karlsson.Mynd/FacebookEins og Vísir greindi frá í dag var flugvélin nýlögð af stað til Egilsstaða þegar henni var snúið við vegna bilunar og lenti hún heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir klukkan 15 í dag. Fjörutíu og fjórir farþegar voru um borð í flugvélinni en engan þeirra sakaði.Mikill titringur yfir Hafnarfirði Eftir að hafa rætt við áhöfnina segir Jón að flugstjórinn hafi tilkynnt farþegum að þrýstingur hafi fallið og því hafi verið ákveðið að drepa á hreyflinum til að koma í veg fyrir skemmdir á honum. Þá tjáði flugstjórinn farþegunum að hinn hreyfillinn væri í lagi en af öryggisástæðum yrði flugvélinni snúið við til Reykjavíkur. Jón segir að vélin hafi ekki verið komin út fyrir Álftanesið þegar tilkynnt var um að henni yrði snúið við. Þá hafi líklega liðið um tíu til fimmtán mínútur frá því að tilkynningin barst og þangað til vélinni var lent. „Það varð mikill titringur þegar við förum í gegnum skýin fyrir ofan Hafnarfjörð. Þetta virtist nú vera bara formsatriði en reyndist svo miklu meira en það,“ segir Jón, sem var á leið til Egilsstaða með félögum í Golfklúbbi Grindavíkur til að keppa á Íslandsmóti golfklúbba. Aðspurður segir hann andrúmsloftið í vélinni hafa verið merkilega gott miðað við aðstæður, þó að óróleiki hafi færst yfir þegar dró á flugið.Flugmaður og flugstjóri vélarinnar sjást hér eftir að þeir ræddu við farþega á flugvellinum.Vísir/jóhann k„Við vorum allir að spauga með þetta en það er einn af okkur sem er svolítið flughræddur. Sjokkið varð meira þegar dró að lendingunni, manni leið ekki vel.“Flugstjórinn ræddi við farþega á flugvellinum Eins og áður hefur komið fram var flugvélinni lent heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag. Jón segir farþegum hafa verið hleypt frá borði og flugstjórinn hafi tekið á móti þeim á flugvellinum. „Við lentum og fórum inn í afvikið herbergi. Þar kom flugstjórinn og ræddi við okkur og útskýrði hvað hafði gerst. Síðan kom Rauði krossinn og er að aðstoða okkur í gegnum þetta,“ segir Jón Þegar Vísir náði tali af Jóni skömmu eftir klukkan 16 í dag hafði farþegum flugvélarinnar verið boðið að fara með öðru flugi til Egilsstaða innan skamms. „Ég held það séu eiginlega allir að fara að taka flugið. Þetta var allt saman mjög fagmannlegt og allir eru frekar vel á sig komnir,“ segir Jón.Uppfært klukkan 19:47: Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir að enginn eldur hafi komið upp í hreyfli flugvélarinnar í dag, hvorki í þeim sem bilaði né þeim heila. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þær upplýsingar.Flugstjórinn fer yfir málið. Lentum á einum hreyfli. Kominn var upp eldur í eina virka hreyflinum vegna álags. Farþegar klöppuðu fyrir flugstjórunum. pic.twitter.com/4WAMeyoGkW— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) August 9, 2018 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, var um borð í vél Air Iceland Connect sem snúið var við á Reykjavíkurflugvöll í dag vegna bilunar í hreyfli. Hann segir upplifunina hafa verið nokkuð óhugnanlega en að flugstjóri og áhöfn hafi tekist fagmannlega á við ástandið. „Við vorum búin að ná ákveðinni lofthæð og þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki. Skömmu síðar kallar flugstjórinn alla áhöfnina inn í flugstjórnarklefa,“ segir Jón í samtali við Vísi.Jón Júlíus Karlsson.Mynd/FacebookEins og Vísir greindi frá í dag var flugvélin nýlögð af stað til Egilsstaða þegar henni var snúið við vegna bilunar og lenti hún heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir klukkan 15 í dag. Fjörutíu og fjórir farþegar voru um borð í flugvélinni en engan þeirra sakaði.Mikill titringur yfir Hafnarfirði Eftir að hafa rætt við áhöfnina segir Jón að flugstjórinn hafi tilkynnt farþegum að þrýstingur hafi fallið og því hafi verið ákveðið að drepa á hreyflinum til að koma í veg fyrir skemmdir á honum. Þá tjáði flugstjórinn farþegunum að hinn hreyfillinn væri í lagi en af öryggisástæðum yrði flugvélinni snúið við til Reykjavíkur. Jón segir að vélin hafi ekki verið komin út fyrir Álftanesið þegar tilkynnt var um að henni yrði snúið við. Þá hafi líklega liðið um tíu til fimmtán mínútur frá því að tilkynningin barst og þangað til vélinni var lent. „Það varð mikill titringur þegar við förum í gegnum skýin fyrir ofan Hafnarfjörð. Þetta virtist nú vera bara formsatriði en reyndist svo miklu meira en það,“ segir Jón, sem var á leið til Egilsstaða með félögum í Golfklúbbi Grindavíkur til að keppa á Íslandsmóti golfklúbba. Aðspurður segir hann andrúmsloftið í vélinni hafa verið merkilega gott miðað við aðstæður, þó að óróleiki hafi færst yfir þegar dró á flugið.Flugmaður og flugstjóri vélarinnar sjást hér eftir að þeir ræddu við farþega á flugvellinum.Vísir/jóhann k„Við vorum allir að spauga með þetta en það er einn af okkur sem er svolítið flughræddur. Sjokkið varð meira þegar dró að lendingunni, manni leið ekki vel.“Flugstjórinn ræddi við farþega á flugvellinum Eins og áður hefur komið fram var flugvélinni lent heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag. Jón segir farþegum hafa verið hleypt frá borði og flugstjórinn hafi tekið á móti þeim á flugvellinum. „Við lentum og fórum inn í afvikið herbergi. Þar kom flugstjórinn og ræddi við okkur og útskýrði hvað hafði gerst. Síðan kom Rauði krossinn og er að aðstoða okkur í gegnum þetta,“ segir Jón Þegar Vísir náði tali af Jóni skömmu eftir klukkan 16 í dag hafði farþegum flugvélarinnar verið boðið að fara með öðru flugi til Egilsstaða innan skamms. „Ég held það séu eiginlega allir að fara að taka flugið. Þetta var allt saman mjög fagmannlegt og allir eru frekar vel á sig komnir,“ segir Jón.Uppfært klukkan 19:47: Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir að enginn eldur hafi komið upp í hreyfli flugvélarinnar í dag, hvorki í þeim sem bilaði né þeim heila. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þær upplýsingar.Flugstjórinn fer yfir málið. Lentum á einum hreyfli. Kominn var upp eldur í eina virka hreyflinum vegna álags. Farþegar klöppuðu fyrir flugstjórunum. pic.twitter.com/4WAMeyoGkW— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) August 9, 2018
Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira