Innlent

Spáin fyrir verslunarmannahelgi hefur batnað til muna

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir

Nú styttist heldur betur í verslunarmannahelgina og ekki úr vegi að líta á hvernig veðurspáin lítur út fyrir þessa dagana þegar stór hluti þjóðarinnar verður á faraldsfæti.

Daníel Þorláksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir spána líta mun betur út í dag en síðustu daga.

„Spáin er ekki orðin fastnegld en það er útlit fyrir rigningu með köflum um mest allt land en þó síst norðaustantil á föstudeginum. Á laugardeginum verða stöku skúrir Norðanlands en styttir upp fyrir sunnan en styttir upp fyrir sunnan. Á sunnudegi og mánudeginum er gert ráð fyrir hægum vindi og björtu veðri um mest allt land, allavega eins og spáin lítur út núna,“ segir Daníel í samtali við Vísi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á morgun: 
Austlæg átt, 3-13 metrar á sekúndu, hvassast syðst. Skúrir S- og V-til, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 8 til 18 stig, svalast í þokulofti á annesjum N- og A-lands.

Á miðvikudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og rigning með köflum um norðanvert landið en stöku skúrir síðdegis sunnantil. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á fimmtudag:
Suðvestlæg átt, 3-8 og skýjað með köflum, en stöku skúrir síðdegis, einkum norðaustanlands. Hiti 8 til 16 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á föstudag:
Suðvestan 5-10 og rigning með köflum en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 10 til 15 stig að deginum.

Á laugardag og sunnudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en stöku skúrir norðanlands. Hiti 10 til 17 stig að deginum, hlýjast sunnantil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.