„Það var framið á mér verkfallsbrot“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 19:00 Ljósmóðir á Landspítalanum segir að framið hafi verið verkfallsbrot á sér á fyrsta degi yfirvinnubanns. Hún segir að ef ekki verði samið strax muni uppsögnum ljósmæðra fjölga til muna. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins virðist enn í hnút eftir að fundi lauk í gær án árangurs. Ljósmæður höfnuðu tillögu ríkissáttasemjara um að koma með sáttatillögu í deilunni og formaður samninganefndar ljósmæðra segir ljósmæður neyddar til yfirvinnu. Fjóla Guðmundsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, er ein þeirra sem kölluð var til vinnu eftir að yfirvinnubannið, sem nú hefur staðið í þrjá daga, tók gildi. „Það var framið á mér verkfallsbrot. Það var hringt í mig að kvöldi þegar yfirvinnubannið byrjaði. Ég er í lítilli hlutavinnuprósentu og samkvæmt 19. og 20. Grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna þá gildir það að starfsmaðurinn vinni ekki nema 20 prósent af sinni yfirvinnu og það er ekki hægt að skilda hann til að vinna meira. Ég var skilduð til að vinna 40 prósent gegn mínum vilja. Ég er ekki sátt við það,” segir hún. Fjóla segir það skrítið að ráðamenn og yfirmenn spítalans hafi ekki þessa hluti á hreinu og andrúmsloftið á spítalanum slæmt og þyngist dag frá degi. Heilbrigðisráðherra sagði í fréttum í gær stöðuna alvarlega og umhugsunarefni að ljósmæður hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru. Samkvæmt Fjólu hafa fleiri ljósmæður sagt upp störfum og aðrar sem íhuga það. Fjóla hefur starfað sem ljósmóðir í að verða 40 ár. „Ég er í þeirri stöðu í dag að ég er að verða það gömul að ég get hætt þegar ég vil. En ég vildi ekki hætta á svona leiðinlegum tíma. Ég ætla að hætta þegar mér hentar. En ef að ástandið heldur svona áfram, þá mun ég íhuga það að segja upp,” segir hún að lokum. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Ljósmóðir á Landspítalanum segir að framið hafi verið verkfallsbrot á sér á fyrsta degi yfirvinnubanns. Hún segir að ef ekki verði samið strax muni uppsögnum ljósmæðra fjölga til muna. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins virðist enn í hnút eftir að fundi lauk í gær án árangurs. Ljósmæður höfnuðu tillögu ríkissáttasemjara um að koma með sáttatillögu í deilunni og formaður samninganefndar ljósmæðra segir ljósmæður neyddar til yfirvinnu. Fjóla Guðmundsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, er ein þeirra sem kölluð var til vinnu eftir að yfirvinnubannið, sem nú hefur staðið í þrjá daga, tók gildi. „Það var framið á mér verkfallsbrot. Það var hringt í mig að kvöldi þegar yfirvinnubannið byrjaði. Ég er í lítilli hlutavinnuprósentu og samkvæmt 19. og 20. Grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna þá gildir það að starfsmaðurinn vinni ekki nema 20 prósent af sinni yfirvinnu og það er ekki hægt að skilda hann til að vinna meira. Ég var skilduð til að vinna 40 prósent gegn mínum vilja. Ég er ekki sátt við það,” segir hún. Fjóla segir það skrítið að ráðamenn og yfirmenn spítalans hafi ekki þessa hluti á hreinu og andrúmsloftið á spítalanum slæmt og þyngist dag frá degi. Heilbrigðisráðherra sagði í fréttum í gær stöðuna alvarlega og umhugsunarefni að ljósmæður hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru. Samkvæmt Fjólu hafa fleiri ljósmæður sagt upp störfum og aðrar sem íhuga það. Fjóla hefur starfað sem ljósmóðir í að verða 40 ár. „Ég er í þeirri stöðu í dag að ég er að verða það gömul að ég get hætt þegar ég vil. En ég vildi ekki hætta á svona leiðinlegum tíma. Ég ætla að hætta þegar mér hentar. En ef að ástandið heldur svona áfram, þá mun ég íhuga það að segja upp,” segir hún að lokum.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira