Einhver sú versta tíð í heyskap á Snæfellsnesi sem menn muna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júlí 2018 12:00 Bóndi lýsir sumrinu sem einu því versta sem hann hefur lifað. Vísir/Vilhelm „Það gengur alveg ömurlega. Það verður bara að segjast alveg eins og er. Þetta er náttúrulega bara einhver versta tíð sem maður hefur upplifað. Það er ekki nóg með að heyskapurinn gangi illa heldur er bara varla farandi um túnin,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson, kúabóndi á Eiði við Kolgrafarfjörð, aðspurður um hvernig heyskapur hafi gengið í þeirri miklu vætutíð sem hefur verið á Snæfellsnesinu í sumar. Segir hann að ástandið sé svipað og á Suðurlandi. Bjarni segir rigningarnar hafa verið ofboðslega miklar en segir þetta ekki í fyrsta skipti sem bændur upplifa slíkt. „Þessir gömlu hérna í sveitinni, þeir sem maður hefur talað við, eru svo sem sammála um það að það hafi ekki verið svona slæmt sumar síðan 1955,“ segir Bjarni. Bóndinn segir að þótt sprettan sé góð, í raun of mikil þar sem hann kemst ekki á túnin, verði heyið blautt og lélegt. Það hafi í för með sér meiri kostnað. „Auðvitað skiptir hver króna máli og áburðurinn kostar fullt af peningum. Ef maður er ekki að fá það út úr honum sem maður þarf er það auðvitað tjón. Þetta eru allt saman peningar. Það verður bara minna eftir,“ segir hann. Reksturinn segir Bjarni að sé töluvert þungur án þess að tíðarfarið sé svona slæmt. Þá sérstaklega fyrir sauðfjárbændur. „Þeir mega ekki við neinu.“ Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og annar varaformaður atvinnuveganefndar, segir ástandið áhyggjuefni. „En þetta er eitthvað sem við ráðum ekki við.“ Hún tekur fram að með notkun íblöndunarefna hafi bændum tekist að bjarga sér. Sömuleiðis hafi þeir fáu góðviðrisdagar sem komið hafi í sumar bjargað miklu. Vandinn sé hins vegar meiri fyrir kúabændur en sauðfjárbændur. „Kúabændur þurfa að slá fyrr til að fá sterkara hey en sauðfjárbændur hafa getað geymt þetta aðeins,“ segir hún og bætir því við að þótt sauðfjárbændur séu rólegri fari ástandið að verða mjög erfitt fyrir kúabændur. „Við skulum ekki gleyma því að fyrir norðan og austan hefur verið mjög gott sumar. Kannski að þeir verði eitthvað aflögufærir og að það verði hægt að kaupa af þeim hey,“ segir Halla Signý. Þá segir hún að Norðmenn og Svíar hafi haft samband til Íslands í von um að kaupa hey en segist ekki sjá fyrir sér að bændur geti svarað því kalli. En erfiðleikar bænda nú vegna vætutíðar eru ekki málefni sem ratar inn á borð atvinnuveganefndar, að því er Halla Signý tekur fram. „Það er annað áhyggjuefni hjá bændum sem er afurðaverð og afkoman. En þetta bætir ekki stöðuna.“ Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það gengur alveg ömurlega. Það verður bara að segjast alveg eins og er. Þetta er náttúrulega bara einhver versta tíð sem maður hefur upplifað. Það er ekki nóg með að heyskapurinn gangi illa heldur er bara varla farandi um túnin,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson, kúabóndi á Eiði við Kolgrafarfjörð, aðspurður um hvernig heyskapur hafi gengið í þeirri miklu vætutíð sem hefur verið á Snæfellsnesinu í sumar. Segir hann að ástandið sé svipað og á Suðurlandi. Bjarni segir rigningarnar hafa verið ofboðslega miklar en segir þetta ekki í fyrsta skipti sem bændur upplifa slíkt. „Þessir gömlu hérna í sveitinni, þeir sem maður hefur talað við, eru svo sem sammála um það að það hafi ekki verið svona slæmt sumar síðan 1955,“ segir Bjarni. Bóndinn segir að þótt sprettan sé góð, í raun of mikil þar sem hann kemst ekki á túnin, verði heyið blautt og lélegt. Það hafi í för með sér meiri kostnað. „Auðvitað skiptir hver króna máli og áburðurinn kostar fullt af peningum. Ef maður er ekki að fá það út úr honum sem maður þarf er það auðvitað tjón. Þetta eru allt saman peningar. Það verður bara minna eftir,“ segir hann. Reksturinn segir Bjarni að sé töluvert þungur án þess að tíðarfarið sé svona slæmt. Þá sérstaklega fyrir sauðfjárbændur. „Þeir mega ekki við neinu.“ Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og annar varaformaður atvinnuveganefndar, segir ástandið áhyggjuefni. „En þetta er eitthvað sem við ráðum ekki við.“ Hún tekur fram að með notkun íblöndunarefna hafi bændum tekist að bjarga sér. Sömuleiðis hafi þeir fáu góðviðrisdagar sem komið hafi í sumar bjargað miklu. Vandinn sé hins vegar meiri fyrir kúabændur en sauðfjárbændur. „Kúabændur þurfa að slá fyrr til að fá sterkara hey en sauðfjárbændur hafa getað geymt þetta aðeins,“ segir hún og bætir því við að þótt sauðfjárbændur séu rólegri fari ástandið að verða mjög erfitt fyrir kúabændur. „Við skulum ekki gleyma því að fyrir norðan og austan hefur verið mjög gott sumar. Kannski að þeir verði eitthvað aflögufærir og að það verði hægt að kaupa af þeim hey,“ segir Halla Signý. Þá segir hún að Norðmenn og Svíar hafi haft samband til Íslands í von um að kaupa hey en segist ekki sjá fyrir sér að bændur geti svarað því kalli. En erfiðleikar bænda nú vegna vætutíðar eru ekki málefni sem ratar inn á borð atvinnuveganefndar, að því er Halla Signý tekur fram. „Það er annað áhyggjuefni hjá bændum sem er afurðaverð og afkoman. En þetta bætir ekki stöðuna.“
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira