Einhver sú versta tíð í heyskap á Snæfellsnesi sem menn muna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júlí 2018 12:00 Bóndi lýsir sumrinu sem einu því versta sem hann hefur lifað. Vísir/Vilhelm „Það gengur alveg ömurlega. Það verður bara að segjast alveg eins og er. Þetta er náttúrulega bara einhver versta tíð sem maður hefur upplifað. Það er ekki nóg með að heyskapurinn gangi illa heldur er bara varla farandi um túnin,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson, kúabóndi á Eiði við Kolgrafarfjörð, aðspurður um hvernig heyskapur hafi gengið í þeirri miklu vætutíð sem hefur verið á Snæfellsnesinu í sumar. Segir hann að ástandið sé svipað og á Suðurlandi. Bjarni segir rigningarnar hafa verið ofboðslega miklar en segir þetta ekki í fyrsta skipti sem bændur upplifa slíkt. „Þessir gömlu hérna í sveitinni, þeir sem maður hefur talað við, eru svo sem sammála um það að það hafi ekki verið svona slæmt sumar síðan 1955,“ segir Bjarni. Bóndinn segir að þótt sprettan sé góð, í raun of mikil þar sem hann kemst ekki á túnin, verði heyið blautt og lélegt. Það hafi í för með sér meiri kostnað. „Auðvitað skiptir hver króna máli og áburðurinn kostar fullt af peningum. Ef maður er ekki að fá það út úr honum sem maður þarf er það auðvitað tjón. Þetta eru allt saman peningar. Það verður bara minna eftir,“ segir hann. Reksturinn segir Bjarni að sé töluvert þungur án þess að tíðarfarið sé svona slæmt. Þá sérstaklega fyrir sauðfjárbændur. „Þeir mega ekki við neinu.“ Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og annar varaformaður atvinnuveganefndar, segir ástandið áhyggjuefni. „En þetta er eitthvað sem við ráðum ekki við.“ Hún tekur fram að með notkun íblöndunarefna hafi bændum tekist að bjarga sér. Sömuleiðis hafi þeir fáu góðviðrisdagar sem komið hafi í sumar bjargað miklu. Vandinn sé hins vegar meiri fyrir kúabændur en sauðfjárbændur. „Kúabændur þurfa að slá fyrr til að fá sterkara hey en sauðfjárbændur hafa getað geymt þetta aðeins,“ segir hún og bætir því við að þótt sauðfjárbændur séu rólegri fari ástandið að verða mjög erfitt fyrir kúabændur. „Við skulum ekki gleyma því að fyrir norðan og austan hefur verið mjög gott sumar. Kannski að þeir verði eitthvað aflögufærir og að það verði hægt að kaupa af þeim hey,“ segir Halla Signý. Þá segir hún að Norðmenn og Svíar hafi haft samband til Íslands í von um að kaupa hey en segist ekki sjá fyrir sér að bændur geti svarað því kalli. En erfiðleikar bænda nú vegna vætutíðar eru ekki málefni sem ratar inn á borð atvinnuveganefndar, að því er Halla Signý tekur fram. „Það er annað áhyggjuefni hjá bændum sem er afurðaverð og afkoman. En þetta bætir ekki stöðuna.“ Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Það gengur alveg ömurlega. Það verður bara að segjast alveg eins og er. Þetta er náttúrulega bara einhver versta tíð sem maður hefur upplifað. Það er ekki nóg með að heyskapurinn gangi illa heldur er bara varla farandi um túnin,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson, kúabóndi á Eiði við Kolgrafarfjörð, aðspurður um hvernig heyskapur hafi gengið í þeirri miklu vætutíð sem hefur verið á Snæfellsnesinu í sumar. Segir hann að ástandið sé svipað og á Suðurlandi. Bjarni segir rigningarnar hafa verið ofboðslega miklar en segir þetta ekki í fyrsta skipti sem bændur upplifa slíkt. „Þessir gömlu hérna í sveitinni, þeir sem maður hefur talað við, eru svo sem sammála um það að það hafi ekki verið svona slæmt sumar síðan 1955,“ segir Bjarni. Bóndinn segir að þótt sprettan sé góð, í raun of mikil þar sem hann kemst ekki á túnin, verði heyið blautt og lélegt. Það hafi í för með sér meiri kostnað. „Auðvitað skiptir hver króna máli og áburðurinn kostar fullt af peningum. Ef maður er ekki að fá það út úr honum sem maður þarf er það auðvitað tjón. Þetta eru allt saman peningar. Það verður bara minna eftir,“ segir hann. Reksturinn segir Bjarni að sé töluvert þungur án þess að tíðarfarið sé svona slæmt. Þá sérstaklega fyrir sauðfjárbændur. „Þeir mega ekki við neinu.“ Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og annar varaformaður atvinnuveganefndar, segir ástandið áhyggjuefni. „En þetta er eitthvað sem við ráðum ekki við.“ Hún tekur fram að með notkun íblöndunarefna hafi bændum tekist að bjarga sér. Sömuleiðis hafi þeir fáu góðviðrisdagar sem komið hafi í sumar bjargað miklu. Vandinn sé hins vegar meiri fyrir kúabændur en sauðfjárbændur. „Kúabændur þurfa að slá fyrr til að fá sterkara hey en sauðfjárbændur hafa getað geymt þetta aðeins,“ segir hún og bætir því við að þótt sauðfjárbændur séu rólegri fari ástandið að verða mjög erfitt fyrir kúabændur. „Við skulum ekki gleyma því að fyrir norðan og austan hefur verið mjög gott sumar. Kannski að þeir verði eitthvað aflögufærir og að það verði hægt að kaupa af þeim hey,“ segir Halla Signý. Þá segir hún að Norðmenn og Svíar hafi haft samband til Íslands í von um að kaupa hey en segist ekki sjá fyrir sér að bændur geti svarað því kalli. En erfiðleikar bænda nú vegna vætutíðar eru ekki málefni sem ratar inn á borð atvinnuveganefndar, að því er Halla Signý tekur fram. „Það er annað áhyggjuefni hjá bændum sem er afurðaverð og afkoman. En þetta bætir ekki stöðuna.“
Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira