Innlent

Staðfest mislingasmit í flugvélum WOW air

Birgir Olgeirsson skrifar
WOW air þota.
WOW air þota. Vilhelm Gunnarsson
Bandarísk sóttvarnayfirvöld yfirvöld hafa staðfest að einstaklingur með smitandi mislinga var um borð í vélum WOW air 18. júlí síðastliðinn frá London Stansted flugvelli til Keflavíkurflugvallar, flug WW827 og frá Keflavík til Detroit sama dag, flug WW121.

WOW air, í samvinnu við sóttvarnalækni, hafa sent farþegum ofangreindra véla nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar. Í þessum leiðbeiningum eru farþegar hvattir til að leita til sinna lækna fram til 8. ágúst nk. finni þeir fyrir einkennum sem geta bent til mislinga, sérstaklega ef þeir eru óbólusettir.

Einkenni mislinga koma yfirleitt fram 10-14 dögum eftir smit en að hámarki geta liðið 3 vikur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.