Cardi B með flestar tilnefningar til myndbandaverðlauna MTV Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 17. júlí 2018 15:56 Cardi B er með flestar tilnefningar Vísir/Getty Tilnefningar til MTV myndbandaverðlaunanna hafa verið kynntar og er það en verðlaunin verða veitt þann 20.ágúst næstkomandi í Radio City Music Hall. Söngkonan Cardi B er með flestar tilnefningar eða 10 talsins. Hún er meðal annars tilnefnd fyrir myndband ársins, listamaður ársins og lag ársins. Hjónakornin Beyoncé og Jay-Z fylgja fast á hæla Cardi B en þau eru með 8 tilnefningar. Childish Gambino og Drake eru þar næstir með sjö tilnefningar hvor. Þar á eftir koma Bruno Mars með sex tilnefningar og Ariana Grande og Camila Cabello eru með fimm tilnefningar báðar.Myndband Childish Gambino við lagið This is America er meðal annars tilnefnt í flokknum tónlistarmyndband ársins og sem besta myndband með skilaboð. Myndbandið hefur vakið talsverða athygli en þar er vakin athygli á faraldri byssuofbeldis í Bandaríkjunum, lögregluofbeldi og fleiri samfélagslegum vandamálum. Tónlistarmaðurinn Drake er einnig tilnefndur fyrir tónlistarmyndband ársins við lagið sitt God‘s Plan. Þar sést Drake heilsa upp á aðdáendur sína, gefa peninga til góðgerðarmálefna og gefa börnum leikföng.Söngkonan Camila Cabelo er meðal annars tilnefnd í flokknum lag ársins fyrir lagið sitt Havana. Myndbandið við það lag byrjar eins og spænsk sápuópera með tilheyrandi dramatík. Það er ekki fyrr en tvær og hálf mínúta er búin af myndbandinu að lagið sjálft byrjar að heyrast.Lista yfir allar tilnefningarnar má finna hér. Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tilnefningar til MTV myndbandaverðlaunanna hafa verið kynntar og er það en verðlaunin verða veitt þann 20.ágúst næstkomandi í Radio City Music Hall. Söngkonan Cardi B er með flestar tilnefningar eða 10 talsins. Hún er meðal annars tilnefnd fyrir myndband ársins, listamaður ársins og lag ársins. Hjónakornin Beyoncé og Jay-Z fylgja fast á hæla Cardi B en þau eru með 8 tilnefningar. Childish Gambino og Drake eru þar næstir með sjö tilnefningar hvor. Þar á eftir koma Bruno Mars með sex tilnefningar og Ariana Grande og Camila Cabello eru með fimm tilnefningar báðar.Myndband Childish Gambino við lagið This is America er meðal annars tilnefnt í flokknum tónlistarmyndband ársins og sem besta myndband með skilaboð. Myndbandið hefur vakið talsverða athygli en þar er vakin athygli á faraldri byssuofbeldis í Bandaríkjunum, lögregluofbeldi og fleiri samfélagslegum vandamálum. Tónlistarmaðurinn Drake er einnig tilnefndur fyrir tónlistarmyndband ársins við lagið sitt God‘s Plan. Þar sést Drake heilsa upp á aðdáendur sína, gefa peninga til góðgerðarmálefna og gefa börnum leikföng.Söngkonan Camila Cabelo er meðal annars tilnefnd í flokknum lag ársins fyrir lagið sitt Havana. Myndbandið við það lag byrjar eins og spænsk sápuópera með tilheyrandi dramatík. Það er ekki fyrr en tvær og hálf mínúta er búin af myndbandinu að lagið sjálft byrjar að heyrast.Lista yfir allar tilnefningarnar má finna hér.
Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira