Innlent

Virðisaukaskattur er stærsti tekjustofn ríkisins

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Niðurstöður lokaverkefnis við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri komu Þórólfi Matthíassyni verulega á óvart. Þær séu á skjön við raunveruleikann.
Niðurstöður lokaverkefnis við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri komu Þórólfi Matthíassyni verulega á óvart. Þær séu á skjön við raunveruleikann.

Virðisaukaskattur er stærsti tekjustofn ríkisins þvert á það sem haldið er fram í lokaritgerð í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Háskólaprófessor segir að varlega þurfi að fara í breytingar á virðisaukaskattskerfinu.

Í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær var fjallað um niðurstöður lokaverkefnis við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri þar sem tekjur af virðisaukaskatti voru sagðar óverulegar. Þetta stangast á við raunveruleikann að sögn Þórólfs Matthíassonar, hagfræðiprófessors við Háskóla Íslands.

„Virðisaukaskatturinn skilar um það bil 30% af tekjum ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum 2018 og er einn af mikilvægustu tekjustofnum ríkisins.“

Hugsunin á bakvið virðisaukaskattinn sé eitt mikilvægasta framlag hagfræðinnar til skattheimtunnar

„...og er í sjálfu sér ákaflega vel hugsuð skattheimta og við það miðuð að valda sem minnstum skaða í hagkerfinu“

Niðurstöður umrædds lokaverkefnis komi því verulega á óvart.

„Ég vona nú að þeir fari yfir það hjá HA hvernig þetta fór svona í gegn,“ segir Þórólfur.


Tengdar fréttir

„Virðisaukaskatturinn er bókstaflega engu að skila“

Virðisaukaskattur skilar sáralitlum tekjum í ríkissjóð að sögn viðskiptafræðings. Tímabært sé að endurskoða virðisaukaskattskerfið, undanþágur séu of margar og kerfið ógagnsætt. Æskilegra væri að taka upp 1,5 prósent flatan veltuskatt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.