Paul McCartney tróð óvænt upp á fornum slóðum Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2018 19:39 Paul McCartney kom aðdáendum í heimaborginni Liverpool á óvart í vikunni með óvæntum tónleikum í Cavern klúbbnum þar sem Bítlarnir slógu fyrst í gegn í upphafi sjöunda áratugarins. McCartney boðaði tónleikana á Twitter að morgni fimmtudags og tónleikarnir fóru síðan fram klukkan tvö síðdegis. En algegnt var að The Beatles spiluðu í Cavern klúbbnum í hádeginu, síðdegis og á kvöldin. Cavern kjallara klúbburinn sem nú stendur er ekki sá sami og Bítlarnir tróðu fyrst upp í árið 1961. Fyllt var upp í þann kjallara árið 1973 en nýr klúbbur undir sama nafni á sömu slóðum var opnaður árið 1984 og voru múrsteinar úr gamla klúbbnum meðal annars notaðir við byggingu hans. Frítt var inn á tónleika McCartney á fimmtudag og biðu margir klukkustundum saman eftir miða. Gamla kempan sem orðin er 76 ára var í banastuði. Lottie Ryan sem er 27 ára og var því ekki fædd þegar Bítlarnir hættu gat ekki leynt ánægju sinni þegar hún var komin með miða í hendurnar. „Mig dreymir um að fara aftur í tímann til sjöunda áratugarins og sjá Bítlana spila í Cavern. Ég kemst ekki nær því en þetta. Ég er rosalega spennt,” sagði Ryan skömmu fyrir tónleikana. Það var greinilegt að Bítlarnir höfða enn sterkt til ungu kynslóðarinnar í heimaborginni Liverpool enda eru fjórmenningarnir frægustu synir borgarinnar og heimili þeirra orðin að söfnum í þjóðareign. McCartney sjálfur var hæstánægður með uppákomuna en hann vakti í leiðinni athygli á væntanlegri plötu sinni Egypt Station sem kemur út í September. „Þegar við vorum að spila hér fyrir mjög mörgum árum vissum við ekki hvort við ættum einhverja framtíð fyrir okkur. En ég held að við höfum gert það ágætt. Það er mjög sérstakt fyrir mig að koma hingað aftur með núverandi hljómsveit og aðstoðarmenn, algerlega frábært,” sagði McCartney þegar hann ávarpaði tónleikagesti. Allison Devine sem er 57 ára var á tónleikunum og var því 9 ára þegar Bítlarnir hættu. Hún sagði skipta hana miklu máli að sjá gamla bítilinn troða upp í Cavern. „Hann er svo mikill show-maður og hann gaf okkur hreint frábæra tónleika. Þeir voru hverrar mínútu virði,” sagði Devine að tónleikunum loknum Og hinn 26 ára gamli Púllari Ian Morris var í sjöunda himni. „Hann er alger goðsögn, ekki rétt. Bítlarnir hafa haft áhrif á tónlist í öllum heiminum. Þetta var einstakt tækifæri til að sjá goðsögn í eigin persónu. Þetta er æðislegt,” sagði Morris. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Paul McCartney kom aðdáendum í heimaborginni Liverpool á óvart í vikunni með óvæntum tónleikum í Cavern klúbbnum þar sem Bítlarnir slógu fyrst í gegn í upphafi sjöunda áratugarins. McCartney boðaði tónleikana á Twitter að morgni fimmtudags og tónleikarnir fóru síðan fram klukkan tvö síðdegis. En algegnt var að The Beatles spiluðu í Cavern klúbbnum í hádeginu, síðdegis og á kvöldin. Cavern kjallara klúbburinn sem nú stendur er ekki sá sami og Bítlarnir tróðu fyrst upp í árið 1961. Fyllt var upp í þann kjallara árið 1973 en nýr klúbbur undir sama nafni á sömu slóðum var opnaður árið 1984 og voru múrsteinar úr gamla klúbbnum meðal annars notaðir við byggingu hans. Frítt var inn á tónleika McCartney á fimmtudag og biðu margir klukkustundum saman eftir miða. Gamla kempan sem orðin er 76 ára var í banastuði. Lottie Ryan sem er 27 ára og var því ekki fædd þegar Bítlarnir hættu gat ekki leynt ánægju sinni þegar hún var komin með miða í hendurnar. „Mig dreymir um að fara aftur í tímann til sjöunda áratugarins og sjá Bítlana spila í Cavern. Ég kemst ekki nær því en þetta. Ég er rosalega spennt,” sagði Ryan skömmu fyrir tónleikana. Það var greinilegt að Bítlarnir höfða enn sterkt til ungu kynslóðarinnar í heimaborginni Liverpool enda eru fjórmenningarnir frægustu synir borgarinnar og heimili þeirra orðin að söfnum í þjóðareign. McCartney sjálfur var hæstánægður með uppákomuna en hann vakti í leiðinni athygli á væntanlegri plötu sinni Egypt Station sem kemur út í September. „Þegar við vorum að spila hér fyrir mjög mörgum árum vissum við ekki hvort við ættum einhverja framtíð fyrir okkur. En ég held að við höfum gert það ágætt. Það er mjög sérstakt fyrir mig að koma hingað aftur með núverandi hljómsveit og aðstoðarmenn, algerlega frábært,” sagði McCartney þegar hann ávarpaði tónleikagesti. Allison Devine sem er 57 ára var á tónleikunum og var því 9 ára þegar Bítlarnir hættu. Hún sagði skipta hana miklu máli að sjá gamla bítilinn troða upp í Cavern. „Hann er svo mikill show-maður og hann gaf okkur hreint frábæra tónleika. Þeir voru hverrar mínútu virði,” sagði Devine að tónleikunum loknum Og hinn 26 ára gamli Púllari Ian Morris var í sjöunda himni. „Hann er alger goðsögn, ekki rétt. Bítlarnir hafa haft áhrif á tónlist í öllum heiminum. Þetta var einstakt tækifæri til að sjá goðsögn í eigin persónu. Þetta er æðislegt,” sagði Morris.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira