Tekur einn leik í einu Starri Freyr Jónsson skrifar 10. júlí 2018 08:00 „Ég var alltaf með boltann á tánum frá því ég man eftir mér og foreldrar mínir voru duglegir að keyra mig á æfingar og í leiki,“ segir Elín Metta Jensen. Fréttablaðið/Ernir Markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í fótbolta, Elín Metta Jensen, var ekki há í loftinu þegar hún hóf að sækja heimaleiki Vals með föður sínum sem var mikill Valsari að hennar sögn. Boltinn var alltaf með í för og fimm ára gömul var hún byrjuð að æfa með Val en hún hefur leikið með félaginu allan feril sinn hér á landi. „Ég hafði alveg frá upphafi gífurlega mikinn áhuga á fótbolta og var alltaf rosalega dugleg við að mæta á allar æfingar og aukaæfingar. Foreldrar mínir veittu mér mikinn stuðning, sérstaklega pabbi sem var mjög duglegur að hvetja mig áfram og aldi það svolítið upp í mér að hafa alltaf trú á sjálfri mér. Ég var alltaf með boltann á tánum frá því ég man eftir mér og foreldrar mínir voru duglegir að keyra mig á æfingar og í leiki. Um tíma æfði ég líka körfubolta og handbolta þegar það var frí í fótboltanum en var þó alltaf fyrst og fremst í fótbolta.“Gengið ágætlega Valskonur eru í þriðja sæti Pepsideildarinnar í harðri baráttu við nokkur lið og Elín Metta er markahæsti leikmaður deildarinnar með níu mörk. Í kvöld er hins vegar stórleikur þegar Valskonur mæta Blikum í Kópavogi. En hvernig finnst henni mótið hafa spilast fyrir liðið og hana persónulega?Sjá einnig: Markadrottningin efst í inntökuprófinu fyrir læknisfræðina: „Þetta er algjör draumur“ „Mér finnst okkur hafa gengið ágætlega í sumar. Spilamennskan hefur verið fín og fer í raun batnandi. Sjálfri hefur mér gengið líka ágætlega en ég held að bæði ég og liðið eigum eitthvað inni. Markmið liðsins var að vera í toppbaráttunni og það hefur gengið eftir hingað til. Markmið mín fyrir tímabilið voru að halda áfram að bæta mig í hverjum leik og hugsa bara um einn leik í einu. Það hefur gengið ágætlega hingað til.“ Jákvætt hugarfar Öll umgjörð kringum fótboltann hefur breyst gríðarlega mikið hér á landi á undanförnum árum sem meðal annars hefur skilað sér í góðum árangri kvenna- og karlalandsliða okkar. „Ég held að fótboltinn hér á landi og umgjörðin kringum hann eigi bara eftir að verða betri á næstu árum. Þetta gerist samt ekkert af sjálfu sér og ég hugsa að fótboltahreyfingin sé alveg meðvituð um það. Síðan þurfum við bara að muna eftir því að halda áfram með það hugarfar sem hefur einkennt íslenska knattspyrnu undanfarin ár.“ Og rétt hugarfar og samviskusemi skiptir miklu máli ef ná á langt í fótbolta. Aðspurð um góð ráð til ungra stelpna sem eru að stíga sín fyrstu skref í fótbolta segir hún fótboltann eiga fyrst og fremst að vera skemmtilegan. „Því er mikilvægt að reyna að halda jákvæðu viðhorfi til sín og liðsfélaganna, líka þegar á móti blæs. Svo er nauðsynlegt að muna eftir því að til þess að verða betri verður maður að mæta á æfingar með því hugarfari að gera hlutina aðeins betur en í gær. Utan vallar þarf svo að huga að svefni, réttu mataræði og jákvæðu viðhorfi. Einnig er gott að hafa markmið til að stefna að.“Elín Metta með fjölskyldu sinni. F.v. eru Klara Sif, systurdóttur hennar, Magdalena Kjartansdóttir, móðir hennar, Elín Metta, Stefán bróðir, Katrín systir og Markús E. Jensen, faðir hennar, en hann lést um jólin 2016.Stefnir á lækninn Meðfram fótboltanum hefur Elín Metta starfað hjá Landakotsspítala sem ritari og starfsmaður í býtibúri auk þess sem hún hefur þjálfað í tækniskólanum hjá Val í sumar. „Síðan var ég að fá inngöngu í læknisfræði við Háskóla Íslands í haust. Ég valdi læknisfræði því mér finnst hún sameina svo margt sem ég hef áhuga á. Það eru margir fletir á henni sem ég hlakka til að kynna mér. Þannig að mér finnst líklegt að ég muni starfa sem læknir þegar boltanum lýkur.“Hvernig er dæmigerð helgi? Það eru oft æfingar um helgar en ef ég er í fríi finnst mér ágætt að hreyfa mig með því að fara í göngutúr eða kíkja í ræktina. Oft finnst mér fínt að vera heima og slaka á með því að lesa eða horfa á mynd. Annars er ég mikil kaffihúsakona og finnst afskaplega notalegt að fá mér cappuccino og eitthvað sætt með því um helgar.Nærðu einhverju sumarfríi í sumar? Eina almennilega fríið er í kringum verslunarmannahelgina og ætlum við nokkrar úr Valsliðinu að skella okkur til Kaupmannahafnar í nokkra daga.Hver er uppáhaldsæfingin og sú sem er í minnstu uppáhaldi?Það er þetta klassíska, reitur og spil sem er í mestu uppáhaldi. Allt sem tengist skotum á markið er líka mjög skemmtilegt. Annars finnst mér upphitun ekkert sérstaklega skemmtileg. Elín Metta með landsliðinuVísir/TOMHvað færðu þér í morgunmat? Yfirleitt fæ ég mér spælt egg ofan á ristað brauð og kaffibolla. Stundum útbý ég þeyting með. Hvað finnst þér gott að fá þér í kvöldmat? Mér finnst taílenskur matur mjög góður. Svo er líka voðalega gott að fá bleikju hjá mömmu. Hvað finnst þér gott að fá þér í millimál? Epli og hnetusmjör eru baneitrað kombó. Hver er erfiðasti mótherjinn?Ætli erfiðasti mótherjinn hafi ekki verið Frakkland í gegnum tíðina. Frönsku leikmennirnir eru yfirleitt sterkir og hraðir. Hvernig kemur þú þér í gírinn fyrir leik? Ég er ekki með neina sérstaka rútínu. Reyni bara að ná góðum svefni og borða vel fyrir leik. Ertu morgunhani eða finnst þér gott að sofa út? Á virkum dögum finnst mér betra að byrja daginn snemma en um helgar leyfi ég minni innri B-manneskju að njóta sín og reyni að sofa út. Ertu nammigrís? Nei, ég mundi ekki segja það. Ég fæ mér ekki oft nammi. Samt er ég mikil súkkulaðikona og fæ mér stundum suðusúkkulaði. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Markadrottningin efst í inntökuprófinu fyrir læknisfræðina: „Þetta er algjör draumur“ Elín Metta Jensen, landsliðskona í knattspyrnu, gerði sér lítið fyrir og var efst í inntökuprófinu í læknisfræði við Háskóla Íslans og er því á leið í læknisnám. 5. júlí 2018 09:00 Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Sjá meira
Markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í fótbolta, Elín Metta Jensen, var ekki há í loftinu þegar hún hóf að sækja heimaleiki Vals með föður sínum sem var mikill Valsari að hennar sögn. Boltinn var alltaf með í för og fimm ára gömul var hún byrjuð að æfa með Val en hún hefur leikið með félaginu allan feril sinn hér á landi. „Ég hafði alveg frá upphafi gífurlega mikinn áhuga á fótbolta og var alltaf rosalega dugleg við að mæta á allar æfingar og aukaæfingar. Foreldrar mínir veittu mér mikinn stuðning, sérstaklega pabbi sem var mjög duglegur að hvetja mig áfram og aldi það svolítið upp í mér að hafa alltaf trú á sjálfri mér. Ég var alltaf með boltann á tánum frá því ég man eftir mér og foreldrar mínir voru duglegir að keyra mig á æfingar og í leiki. Um tíma æfði ég líka körfubolta og handbolta þegar það var frí í fótboltanum en var þó alltaf fyrst og fremst í fótbolta.“Gengið ágætlega Valskonur eru í þriðja sæti Pepsideildarinnar í harðri baráttu við nokkur lið og Elín Metta er markahæsti leikmaður deildarinnar með níu mörk. Í kvöld er hins vegar stórleikur þegar Valskonur mæta Blikum í Kópavogi. En hvernig finnst henni mótið hafa spilast fyrir liðið og hana persónulega?Sjá einnig: Markadrottningin efst í inntökuprófinu fyrir læknisfræðina: „Þetta er algjör draumur“ „Mér finnst okkur hafa gengið ágætlega í sumar. Spilamennskan hefur verið fín og fer í raun batnandi. Sjálfri hefur mér gengið líka ágætlega en ég held að bæði ég og liðið eigum eitthvað inni. Markmið liðsins var að vera í toppbaráttunni og það hefur gengið eftir hingað til. Markmið mín fyrir tímabilið voru að halda áfram að bæta mig í hverjum leik og hugsa bara um einn leik í einu. Það hefur gengið ágætlega hingað til.“ Jákvætt hugarfar Öll umgjörð kringum fótboltann hefur breyst gríðarlega mikið hér á landi á undanförnum árum sem meðal annars hefur skilað sér í góðum árangri kvenna- og karlalandsliða okkar. „Ég held að fótboltinn hér á landi og umgjörðin kringum hann eigi bara eftir að verða betri á næstu árum. Þetta gerist samt ekkert af sjálfu sér og ég hugsa að fótboltahreyfingin sé alveg meðvituð um það. Síðan þurfum við bara að muna eftir því að halda áfram með það hugarfar sem hefur einkennt íslenska knattspyrnu undanfarin ár.“ Og rétt hugarfar og samviskusemi skiptir miklu máli ef ná á langt í fótbolta. Aðspurð um góð ráð til ungra stelpna sem eru að stíga sín fyrstu skref í fótbolta segir hún fótboltann eiga fyrst og fremst að vera skemmtilegan. „Því er mikilvægt að reyna að halda jákvæðu viðhorfi til sín og liðsfélaganna, líka þegar á móti blæs. Svo er nauðsynlegt að muna eftir því að til þess að verða betri verður maður að mæta á æfingar með því hugarfari að gera hlutina aðeins betur en í gær. Utan vallar þarf svo að huga að svefni, réttu mataræði og jákvæðu viðhorfi. Einnig er gott að hafa markmið til að stefna að.“Elín Metta með fjölskyldu sinni. F.v. eru Klara Sif, systurdóttur hennar, Magdalena Kjartansdóttir, móðir hennar, Elín Metta, Stefán bróðir, Katrín systir og Markús E. Jensen, faðir hennar, en hann lést um jólin 2016.Stefnir á lækninn Meðfram fótboltanum hefur Elín Metta starfað hjá Landakotsspítala sem ritari og starfsmaður í býtibúri auk þess sem hún hefur þjálfað í tækniskólanum hjá Val í sumar. „Síðan var ég að fá inngöngu í læknisfræði við Háskóla Íslands í haust. Ég valdi læknisfræði því mér finnst hún sameina svo margt sem ég hef áhuga á. Það eru margir fletir á henni sem ég hlakka til að kynna mér. Þannig að mér finnst líklegt að ég muni starfa sem læknir þegar boltanum lýkur.“Hvernig er dæmigerð helgi? Það eru oft æfingar um helgar en ef ég er í fríi finnst mér ágætt að hreyfa mig með því að fara í göngutúr eða kíkja í ræktina. Oft finnst mér fínt að vera heima og slaka á með því að lesa eða horfa á mynd. Annars er ég mikil kaffihúsakona og finnst afskaplega notalegt að fá mér cappuccino og eitthvað sætt með því um helgar.Nærðu einhverju sumarfríi í sumar? Eina almennilega fríið er í kringum verslunarmannahelgina og ætlum við nokkrar úr Valsliðinu að skella okkur til Kaupmannahafnar í nokkra daga.Hver er uppáhaldsæfingin og sú sem er í minnstu uppáhaldi?Það er þetta klassíska, reitur og spil sem er í mestu uppáhaldi. Allt sem tengist skotum á markið er líka mjög skemmtilegt. Annars finnst mér upphitun ekkert sérstaklega skemmtileg. Elín Metta með landsliðinuVísir/TOMHvað færðu þér í morgunmat? Yfirleitt fæ ég mér spælt egg ofan á ristað brauð og kaffibolla. Stundum útbý ég þeyting með. Hvað finnst þér gott að fá þér í kvöldmat? Mér finnst taílenskur matur mjög góður. Svo er líka voðalega gott að fá bleikju hjá mömmu. Hvað finnst þér gott að fá þér í millimál? Epli og hnetusmjör eru baneitrað kombó. Hver er erfiðasti mótherjinn?Ætli erfiðasti mótherjinn hafi ekki verið Frakkland í gegnum tíðina. Frönsku leikmennirnir eru yfirleitt sterkir og hraðir. Hvernig kemur þú þér í gírinn fyrir leik? Ég er ekki með neina sérstaka rútínu. Reyni bara að ná góðum svefni og borða vel fyrir leik. Ertu morgunhani eða finnst þér gott að sofa út? Á virkum dögum finnst mér betra að byrja daginn snemma en um helgar leyfi ég minni innri B-manneskju að njóta sín og reyni að sofa út. Ertu nammigrís? Nei, ég mundi ekki segja það. Ég fæ mér ekki oft nammi. Samt er ég mikil súkkulaðikona og fæ mér stundum suðusúkkulaði.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Markadrottningin efst í inntökuprófinu fyrir læknisfræðina: „Þetta er algjör draumur“ Elín Metta Jensen, landsliðskona í knattspyrnu, gerði sér lítið fyrir og var efst í inntökuprófinu í læknisfræði við Háskóla Íslans og er því á leið í læknisnám. 5. júlí 2018 09:00 Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Sjá meira
Markadrottningin efst í inntökuprófinu fyrir læknisfræðina: „Þetta er algjör draumur“ Elín Metta Jensen, landsliðskona í knattspyrnu, gerði sér lítið fyrir og var efst í inntökuprófinu í læknisfræði við Háskóla Íslans og er því á leið í læknisnám. 5. júlí 2018 09:00