Lífið

Kimmel rýfur þögnina um ræðu Trump: „Þetta gerðist aldrei“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Trump sagði sögu sem tengdist heimsókn hans til Jimmy Kimmel.
Trump sagði sögu sem tengdist heimsókn hans til Jimmy Kimmel. Vísir/Getty

Það hefur ekki heyrst mikið í þáttastjórnandanum Jimmy Kimmel að undanförnu enda hefur hann verið í sumarfríi. Þáttur hans sneri aftur í gær og það fyrsta sem Kimmel gerði var að svara ummælum sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét falla í ræðu í síðasta mánuði.

Trump var þá staddur í Suður-Karolínu til stuðnings ríkisstjóra ríkisins og samflokksmanni hans, Henry McMaster og hraunaði hann yfir Stephen Colbert, Jimmy Fallon og Kimmel. Colbert og Fallon voru ekki lengi að svara fyrir sig en ekkert hafði heyrst frá Kimmel.

Í ræðu Trump gerði hann gys að Kimmel og sagði sögu af því þegar Trump heimsótti þátt hans. Sagði hann frá því að Kimmel hafi sérstaklega beðið eftir Trump fyrir utan myndverið til þess að bjóða hann velkominn, eitthvað sem Kimmel gerði aldrei fyrir neinn af gestum sínum.

„Þetta gerðist aldrei,“ sagði Kimmel hlæjandi. „Við vitum öll að forsetinn býr til sögur en það er mjög skrýtið að heyra hann ljúga um eitthvað sem tengist sjálfum manni.“

Innslag Kimmel má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

„Skítseyðin“ svara ummælum Trump

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, eyddi hluta af ræðu sem hann hélt á mánudaginn til þess að hnýta í spjallþáttastjórnendur þar ytra. Þeir hafa nú svarað fyrir sig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.