Meirihluti fyrstu kaupenda fær aðstoð ættingja eða vina Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. júlí 2018 14:15 Una Jónsdóttir er hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. ÍLS Aldur fyrstu fasteignakaupenda fer sífellt hækkandi og meirihluti leigjenda telur ólíklegt að fara inn á markaðinn í bráð. Þá fær meirihluti fyrstu kaupenda aðstoð frá ættingjum eða vinum. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þannig voru fyrstu kaupendur fyrir 1970 að meðaltali 22 ára gamlir, en milli 2000 og 2018 var meðalaldurinn 28 ár. Þegar litið er styttra aftur í tímann má enn fremur sjá nokkuð hraðar breytingar, en milli 2000 og 2009 var 41 prósent fyrstu kaupenda yngri en 25 ára. Eftir 2010 voru hins vegar aðeins 28 prósent fyrstu kaupenda undir 25 ára aldri. Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir margt benda til þess að sjaldan hafi verið erfiðara að kaupa íbúð. „Þessar niðurstöður eru allavega sterk vísbending um það að annað hvort er erfiðara að festa kaup á sinni fyrstu fasteign eða að fólk kjósi einfaldlega að gera það síðar á lífsleiðinni. En það að við sjáum einnig fleiri fá aðstoð frá ættingjum og vinum er kannski ennþá sterkari vísbending um að það sé erfiðara að kaupa íbúð,“ segir Una. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að leigjendur séu ólíklegir til að ráðast í fasteignakaup, en í könnun sjóðsins telja 89 prósent leigjenda líklegt eða öruggt að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir hálft ár. Þá telja 21 prósent þeirra sem eru í foreldrahúsum líklegt að þeir færi sig yfir á leigumarkaðinn á næstu 6 mánuðum. Una segir að þó vissulega geti verið erfitt að safna fyrir útborgun eftir langan tíma á leigumarkaði sé einnig hugsanlegt að nýleg þróun leigumarkaðarins hafi eitthvað að segja, til að mynda innkoma almennra leiguíbúða sem fjármagnaðar eru með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum. „Svo má einmitt líka leiða hugann að því hvort að leigumarkaðurinn sé ekki bara að festa sig aðeins í sessi og fólk geti kannski bara hugsað sér að vera þar til lengri tíma.“ Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Fasteignamat hækkar um 12,8 prósent Hækkar mest í Reykjanesbæ. 1. júní 2018 12:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Aldur fyrstu fasteignakaupenda fer sífellt hækkandi og meirihluti leigjenda telur ólíklegt að fara inn á markaðinn í bráð. Þá fær meirihluti fyrstu kaupenda aðstoð frá ættingjum eða vinum. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þannig voru fyrstu kaupendur fyrir 1970 að meðaltali 22 ára gamlir, en milli 2000 og 2018 var meðalaldurinn 28 ár. Þegar litið er styttra aftur í tímann má enn fremur sjá nokkuð hraðar breytingar, en milli 2000 og 2009 var 41 prósent fyrstu kaupenda yngri en 25 ára. Eftir 2010 voru hins vegar aðeins 28 prósent fyrstu kaupenda undir 25 ára aldri. Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir margt benda til þess að sjaldan hafi verið erfiðara að kaupa íbúð. „Þessar niðurstöður eru allavega sterk vísbending um það að annað hvort er erfiðara að festa kaup á sinni fyrstu fasteign eða að fólk kjósi einfaldlega að gera það síðar á lífsleiðinni. En það að við sjáum einnig fleiri fá aðstoð frá ættingjum og vinum er kannski ennþá sterkari vísbending um að það sé erfiðara að kaupa íbúð,“ segir Una. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að leigjendur séu ólíklegir til að ráðast í fasteignakaup, en í könnun sjóðsins telja 89 prósent leigjenda líklegt eða öruggt að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir hálft ár. Þá telja 21 prósent þeirra sem eru í foreldrahúsum líklegt að þeir færi sig yfir á leigumarkaðinn á næstu 6 mánuðum. Una segir að þó vissulega geti verið erfitt að safna fyrir útborgun eftir langan tíma á leigumarkaði sé einnig hugsanlegt að nýleg þróun leigumarkaðarins hafi eitthvað að segja, til að mynda innkoma almennra leiguíbúða sem fjármagnaðar eru með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum. „Svo má einmitt líka leiða hugann að því hvort að leigumarkaðurinn sé ekki bara að festa sig aðeins í sessi og fólk geti kannski bara hugsað sér að vera þar til lengri tíma.“
Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Fasteignamat hækkar um 12,8 prósent Hækkar mest í Reykjanesbæ. 1. júní 2018 12:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00