Viðskipti innlent

Fasteignamat hækkar um 12,8 prósent

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matsverð íbúða í sérbýli meira en íbúðir í fjölbýli en á landsbyggðinni er þessu öfugt farið.
Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matsverð íbúða í sérbýli meira en íbúðir í fjölbýli en á landsbyggðinni er þessu öfugt farið. vísir/vilhelm

Heildarmat fasteigna hér á landi hækkar um 12,8 prósent frá yfirstandandi ári og verður 8.364 milljarðar króna samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2019 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá Þjóðskrá hækkar fasteignamat mest á Reykjanesi. Þar hækkar íbúðamatið um 41,1 prósent í Reykjanesbæ, um 37,9 prósent í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs og um 32,9 prósent í Vogum.

Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matsverð íbúða í sérbýli meira en íbúðir í fjölbýli en á landsbyggðinni er þessu öfugt farið.

Þá hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 15 prósent á landinu öllu; um 17,2 prósent á höfuðborgarsvæðinu en um 9,9 prósent á landsbyggðinni.

Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 11,6%,  um 28,3% á Suðurnesjum, um 14,3% á Vesturlandi, 12,1% á Vestfjörðum, 11% á Norðurlandi vestra, 15% á Norðurlandi eystra, 9,5% á Austurlandi og um 13,7% á Suðurlandi.

Fasteignamat hækkar mest í Reykjanesbæ eða um 34,2%, um 25,5% í Vogum, um 21,1% í Hveragerði og  20,2% á Akranesi.

Nánari upplýsingar um hækkun fasteignamats má nálgast á vefsíðu Þjóðskrár.


Tengdar fréttir

Heildarfasteignamat íbúða fer í tæpa fimm þúsund milljarða á næsta ári

Fasteignamat íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á Íslandi fyrir næsta ár er 7.300 milljarðar króna og hækkar að meðaltali um 13,8 prósent frá þessu ári. Hækkun á mati íbúðarhúsnæðis er mest á Húsavík af öllum bæjum landsins eða 42,2 prósent sem formaður Byggðaráðs bæjarins skrifar á aukna ferðaþjónustu og framkvæmdir á Bakka.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.