Óttaðist að verða dæmd fyrir að geta ekki gefið brjóst Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júlí 2018 23:25 Khloé segist hafa reynt allt til að auka mjólkina en án árangurs. Khloé Kardashian Instagram Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa haft verulegar áhyggjur af viðbrögðum fólks þegar hún steig fram og deildi því með fylgjendum sínum að hún gæti ekki gefið dóttur sinni, True, brjóstamjólk. Hún hefði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og mikinn vilja ekki getað framleitt nægilega mikla mjólk fyrir dóttur sína. Hún segir að fólk sé fljótt að dæma mæður fyrir ákvarðanir þeirra, þær liggi afar vel við höggi. Hún ákvað að stíga fram og greina frá raunum sínum sem hún gerði á Twitter um helgina. Þegar hún sagði frá vonbrigðum sínum voru ófár mæður sem deildu með henni reynslu af erfiðleikum við brjóstagjöf. Hún sagði að það hefði verið erfitt fyrir sig tilfinningalega að gefast upp en brjóstagjöfin hefði einfaldlega ekki virkað fyrir hennar líkama. Hún hafði áður látið sig dreyma um góðar stundir með dóttur sína á brjósti til að auka á tengslamyndun barns og móður. Henni hefði ekki órað fyrir því hversu erfitt þetta ferli gæti verið í ljósi þess hversu vel gekk hjá systur hennar, Kourtney Kardashian. Khloé segist hafa reynt allt til að auka mjólkina en án árangurs. Hún hafi til að mynda leitað sér aðstoðar hjá brjóstagjafaráðgjafa, drukkið vel af vatni og hollum mat, notast við brjóstapumpu og farið í nuddmeðferðir. Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. Khloé hefði getað haldið þessu út af fyrir sig en hún kaus að stíga fram í krafti aðstöðu sinnar fyrir sig og aðrar mæður í sömu aðstæðum.Ugh it wasn't that easy for me. I tried every trick in the book- water, special cookies, power pumping, massages etc. I tried so very hard to continue. https://t.co/UYDjvbJHZg— Khloé (@khloekardashian) July 7, 2018 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa haft verulegar áhyggjur af viðbrögðum fólks þegar hún steig fram og deildi því með fylgjendum sínum að hún gæti ekki gefið dóttur sinni, True, brjóstamjólk. Hún hefði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og mikinn vilja ekki getað framleitt nægilega mikla mjólk fyrir dóttur sína. Hún segir að fólk sé fljótt að dæma mæður fyrir ákvarðanir þeirra, þær liggi afar vel við höggi. Hún ákvað að stíga fram og greina frá raunum sínum sem hún gerði á Twitter um helgina. Þegar hún sagði frá vonbrigðum sínum voru ófár mæður sem deildu með henni reynslu af erfiðleikum við brjóstagjöf. Hún sagði að það hefði verið erfitt fyrir sig tilfinningalega að gefast upp en brjóstagjöfin hefði einfaldlega ekki virkað fyrir hennar líkama. Hún hafði áður látið sig dreyma um góðar stundir með dóttur sína á brjósti til að auka á tengslamyndun barns og móður. Henni hefði ekki órað fyrir því hversu erfitt þetta ferli gæti verið í ljósi þess hversu vel gekk hjá systur hennar, Kourtney Kardashian. Khloé segist hafa reynt allt til að auka mjólkina en án árangurs. Hún hafi til að mynda leitað sér aðstoðar hjá brjóstagjafaráðgjafa, drukkið vel af vatni og hollum mat, notast við brjóstapumpu og farið í nuddmeðferðir. Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. Khloé hefði getað haldið þessu út af fyrir sig en hún kaus að stíga fram í krafti aðstöðu sinnar fyrir sig og aðrar mæður í sömu aðstæðum.Ugh it wasn't that easy for me. I tried every trick in the book- water, special cookies, power pumping, massages etc. I tried so very hard to continue. https://t.co/UYDjvbJHZg— Khloé (@khloekardashian) July 7, 2018
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira