Lífið

Óttaðist að verða dæmd fyrir að geta ekki gefið brjóst

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Khloé segist hafa reynt allt til að auka mjólkina en án árangurs.
Khloé segist hafa reynt allt til að auka mjólkina en án árangurs. Khloé Kardashian Instagram

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa haft verulegar áhyggjur af viðbrögðum fólks þegar hún steig fram og deildi því með fylgjendum sínum að hún gæti ekki gefið dóttur sinni, True, brjóstamjólk. Hún hefði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og mikinn vilja ekki getað framleitt nægilega mikla mjólk fyrir dóttur sína.

Hún segir að fólk sé fljótt að dæma mæður fyrir ákvarðanir þeirra, þær liggi afar vel við höggi. Hún ákvað að stíga fram og greina frá raunum sínum sem hún gerði á Twitter um helgina. Þegar hún sagði frá vonbrigðum sínum voru ófár mæður sem deildu með henni reynslu af erfiðleikum við brjóstagjöf.

Hún sagði að það hefði verið erfitt fyrir sig tilfinningalega að gefast upp en brjóstagjöfin hefði einfaldlega ekki virkað fyrir hennar líkama. Hún hafði áður látið sig dreyma um góðar stundir með dóttur sína á brjósti til að auka á tengslamyndun barns og móður. Henni hefði ekki órað fyrir því hversu erfitt þetta ferli gæti verið í ljósi þess hversu vel gekk hjá systur hennar, Kourtney Kardashian.

Khloé segist hafa reynt allt til að auka mjólkina en án árangurs. Hún hafi til að mynda leitað sér aðstoðar hjá brjóstagjafaráðgjafa, drukkið vel af vatni og hollum mat, notast við brjóstapumpu og farið í nuddmeðferðir.

Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. Khloé hefði getað haldið þessu út af fyrir sig en hún kaus að stíga fram í krafti aðstöðu sinnar fyrir sig og aðrar mæður í sömu aðstæðum.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.