Óttaðist að verða dæmd fyrir að geta ekki gefið brjóst Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júlí 2018 23:25 Khloé segist hafa reynt allt til að auka mjólkina en án árangurs. Khloé Kardashian Instagram Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa haft verulegar áhyggjur af viðbrögðum fólks þegar hún steig fram og deildi því með fylgjendum sínum að hún gæti ekki gefið dóttur sinni, True, brjóstamjólk. Hún hefði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og mikinn vilja ekki getað framleitt nægilega mikla mjólk fyrir dóttur sína. Hún segir að fólk sé fljótt að dæma mæður fyrir ákvarðanir þeirra, þær liggi afar vel við höggi. Hún ákvað að stíga fram og greina frá raunum sínum sem hún gerði á Twitter um helgina. Þegar hún sagði frá vonbrigðum sínum voru ófár mæður sem deildu með henni reynslu af erfiðleikum við brjóstagjöf. Hún sagði að það hefði verið erfitt fyrir sig tilfinningalega að gefast upp en brjóstagjöfin hefði einfaldlega ekki virkað fyrir hennar líkama. Hún hafði áður látið sig dreyma um góðar stundir með dóttur sína á brjósti til að auka á tengslamyndun barns og móður. Henni hefði ekki órað fyrir því hversu erfitt þetta ferli gæti verið í ljósi þess hversu vel gekk hjá systur hennar, Kourtney Kardashian. Khloé segist hafa reynt allt til að auka mjólkina en án árangurs. Hún hafi til að mynda leitað sér aðstoðar hjá brjóstagjafaráðgjafa, drukkið vel af vatni og hollum mat, notast við brjóstapumpu og farið í nuddmeðferðir. Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. Khloé hefði getað haldið þessu út af fyrir sig en hún kaus að stíga fram í krafti aðstöðu sinnar fyrir sig og aðrar mæður í sömu aðstæðum.Ugh it wasn't that easy for me. I tried every trick in the book- water, special cookies, power pumping, massages etc. I tried so very hard to continue. https://t.co/UYDjvbJHZg— Khloé (@khloekardashian) July 7, 2018 Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa haft verulegar áhyggjur af viðbrögðum fólks þegar hún steig fram og deildi því með fylgjendum sínum að hún gæti ekki gefið dóttur sinni, True, brjóstamjólk. Hún hefði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og mikinn vilja ekki getað framleitt nægilega mikla mjólk fyrir dóttur sína. Hún segir að fólk sé fljótt að dæma mæður fyrir ákvarðanir þeirra, þær liggi afar vel við höggi. Hún ákvað að stíga fram og greina frá raunum sínum sem hún gerði á Twitter um helgina. Þegar hún sagði frá vonbrigðum sínum voru ófár mæður sem deildu með henni reynslu af erfiðleikum við brjóstagjöf. Hún sagði að það hefði verið erfitt fyrir sig tilfinningalega að gefast upp en brjóstagjöfin hefði einfaldlega ekki virkað fyrir hennar líkama. Hún hafði áður látið sig dreyma um góðar stundir með dóttur sína á brjósti til að auka á tengslamyndun barns og móður. Henni hefði ekki órað fyrir því hversu erfitt þetta ferli gæti verið í ljósi þess hversu vel gekk hjá systur hennar, Kourtney Kardashian. Khloé segist hafa reynt allt til að auka mjólkina en án árangurs. Hún hafi til að mynda leitað sér aðstoðar hjá brjóstagjafaráðgjafa, drukkið vel af vatni og hollum mat, notast við brjóstapumpu og farið í nuddmeðferðir. Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. Khloé hefði getað haldið þessu út af fyrir sig en hún kaus að stíga fram í krafti aðstöðu sinnar fyrir sig og aðrar mæður í sömu aðstæðum.Ugh it wasn't that easy for me. I tried every trick in the book- water, special cookies, power pumping, massages etc. I tried so very hard to continue. https://t.co/UYDjvbJHZg— Khloé (@khloekardashian) July 7, 2018
Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira