Rjómabústýrur strokkuðu smjör og seldu sem danskt til Englands Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júlí 2018 15:30 Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga. Stöð 2/Einar Árnason. Fornaldarvélar Rjómabúsins á Baugsstöðum austan Stokkseyrar verða gangsettar fyrir ferðamenn allar helgar í júlí og ágúst. Það þótti einstakt fyrir rúmri öld að konur stýrðu þar iðnrekstri til að framleiða danskt smjör en rjómabústýrur ráku búið allt til ársins 1952. Rjómabúið, sem stofnað var árið 1905, er einstakt á landsvísu, ekki síst vegna vatnshjólsins. Það er dæmi um vatnsaflsvirkjun í sinni frumlegustu mynd en vatnshjólið knúði maskínuverk innandyra sem framleiddi smjör. Rjómabúin voru forverar mjólkurbúanna og urðu alls 34 á landinu á blómaskeiði sínu snemma á 20. öld, og á Baugsstöðum má enn sjá lifandi minjar um þennan iðnað. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá forstöðumann Byggðasafns Árnesinga, Lýð Pálsson, setja tækjabúnaðinn í gang. Lýður sýnir hvernig smjörið var strokkað með vatnsafli frá vatnshjólinu.Stöð 2/Einar Árnason.Rjóminn var settur í smjörstrokk og smjörið síðan fært yfir á hnoðunarborð og saltað. Að lokum var smjörið pressað í stykki og selt á Englandsmarkað sem danskt smjör undir vöruheitinu „Danish butter“. „Við vorum náttúrlega hluti af Danaveldi á þessum tíma,“ segir Lýður. Það voru sérmenntaðar rjómabústýrur sem ráku búið fyrir hönd bænda í Flóanum en fátítt var á þeim tíma að konur stýrðu iðnrekstri.Rjómabústýran Margrét Júníusdóttir, önnur frá vinstri, og aðstoðarkonur hennar, Margrét Andrésdóttir, til vinstri, og hægramegin Ágústa Júníusdóttir og Guðrún Andrésdóttir.Úr bókinni/Rjómabúið á Baugsstöðum 100 ára.„Og þær síðustu, Margrét og Guðrún, þær biðu rólegar eftir því að Mjólkurbú Flóamanna færi á hausinn. En það gerðist aldrei og rjómabúið var rekið til 1952.“ Búið verður opið á laugardögum og sunnudögum í júlí og ágúst milli klukkan eitt og sex og vélarnar gangsettar fyrir gesti. Utan þess tíma er tekið á móti hópum. Vatnshjólið er meðal þess sem gerir Rjómabúið einstakt. Það er um fjóra kílómetra austan Stokkseyrar.Stöð 2/Einar Árnason.„Og græjurnar þær virka alveg fullkomlega. Og eins og þið sjáið hérna bak við okkur; hjólið - það snýst og snýst,“ segir forstöðumaður Byggðasafn Árnesinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Fornaldarvélar Rjómabúsins á Baugsstöðum austan Stokkseyrar verða gangsettar fyrir ferðamenn allar helgar í júlí og ágúst. Það þótti einstakt fyrir rúmri öld að konur stýrðu þar iðnrekstri til að framleiða danskt smjör en rjómabústýrur ráku búið allt til ársins 1952. Rjómabúið, sem stofnað var árið 1905, er einstakt á landsvísu, ekki síst vegna vatnshjólsins. Það er dæmi um vatnsaflsvirkjun í sinni frumlegustu mynd en vatnshjólið knúði maskínuverk innandyra sem framleiddi smjör. Rjómabúin voru forverar mjólkurbúanna og urðu alls 34 á landinu á blómaskeiði sínu snemma á 20. öld, og á Baugsstöðum má enn sjá lifandi minjar um þennan iðnað. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá forstöðumann Byggðasafns Árnesinga, Lýð Pálsson, setja tækjabúnaðinn í gang. Lýður sýnir hvernig smjörið var strokkað með vatnsafli frá vatnshjólinu.Stöð 2/Einar Árnason.Rjóminn var settur í smjörstrokk og smjörið síðan fært yfir á hnoðunarborð og saltað. Að lokum var smjörið pressað í stykki og selt á Englandsmarkað sem danskt smjör undir vöruheitinu „Danish butter“. „Við vorum náttúrlega hluti af Danaveldi á þessum tíma,“ segir Lýður. Það voru sérmenntaðar rjómabústýrur sem ráku búið fyrir hönd bænda í Flóanum en fátítt var á þeim tíma að konur stýrðu iðnrekstri.Rjómabústýran Margrét Júníusdóttir, önnur frá vinstri, og aðstoðarkonur hennar, Margrét Andrésdóttir, til vinstri, og hægramegin Ágústa Júníusdóttir og Guðrún Andrésdóttir.Úr bókinni/Rjómabúið á Baugsstöðum 100 ára.„Og þær síðustu, Margrét og Guðrún, þær biðu rólegar eftir því að Mjólkurbú Flóamanna færi á hausinn. En það gerðist aldrei og rjómabúið var rekið til 1952.“ Búið verður opið á laugardögum og sunnudögum í júlí og ágúst milli klukkan eitt og sex og vélarnar gangsettar fyrir gesti. Utan þess tíma er tekið á móti hópum. Vatnshjólið er meðal þess sem gerir Rjómabúið einstakt. Það er um fjóra kílómetra austan Stokkseyrar.Stöð 2/Einar Árnason.„Og græjurnar þær virka alveg fullkomlega. Og eins og þið sjáið hérna bak við okkur; hjólið - það snýst og snýst,“ segir forstöðumaður Byggðasafn Árnesinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði