Lífið

Argentísk fyrirsæta segist hafa varið tíma með Rúrik í Miami

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bárbara Córdoba er fyrirsæta og sjónvarpskona frá Argentínu. Hún hitti Rúrik Gíslason í Miami á dögunum og segir þau hafa varið tíma saman þar.
Bárbara Córdoba er fyrirsæta og sjónvarpskona frá Argentínu. Hún hitti Rúrik Gíslason í Miami á dögunum og segir þau hafa varið tíma saman þar. vísir
Argentíska fyrirsætan og sjónvarpskonan Bárbara Córdoba hitti Rúrik Gíslason, landsliðsmann í knattspyrnu, í Miami á dögunum.

Córdoba segir í samtali við argentíska fjölmiðla að Rúrik hafi verið mjög indæll, þau hafi skipst á símanúmerum og hafi byrjað að senda hvort öðru skilaboð. Þau hafi farið út að borða og eytt saman síðdegi í borginni.

Rúrik var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun og var þar spurður út í argentísku fyrirsætuna.

„Jú, ég hitti á hana. Hún fékk mynd af mér með sér. Ég held að þetta sé sprottið þannig að ég var í sundlauginni og hún fékk mynd af sér,“ sagði Rúrik.



Ef marka má argentíska miðilinn Clarín hefur Córdoba sagt aðeins nánar frá kynnum þeirra Rúriks.

„Þetta var ansi tilviljanakennt að við skyldum hittast. Rúrik var þarna líka og við fórum að spjalla saman. Ég gat ekki setið á mér og bað hann um að við myndum gera sögu fyrir Instagram-reikninginn minn,“ segir Córdoba í samtali við Clarín.

Hún lýsir Rúrik sem mjög vingjarnlegum og segir að hann hefði spurt hana hverju hann mætti alls ekki missa af í Miami, en Córdoba býr og starfar í borginni. Þá segir hún að hún hafi sagt Rúrik að allar argentískar stelpur elskuðu hann.

„Hann varð hissa. „Af hverju elska þær mig svona mikið í Argentínu? Hvað gerðist?“ spurði hann mig,“ segir Córdoba.

Córdoba segir síðan frá því að Rúrik hafi boðið henni og hópnum sem hún var með í partý. Þá hafi þau farið út að skemmta sér á klúbb í Miami.

„Í gær byrjuðum við að senda hvort öðru skilaboð, við fórum að borða saman og eyddum síðdeginu svo saman,“ segir Córdoba.

Eins og áður segir sagði Rúrik ekki margt um kynni þeirra Córdoba í Brennslunni í morgun en hann var einnig spurður að því hvort hann væri á lausu. Svaraði knattspyrnumaðurinn þeirri spurningu játandi.

„Já, ég er á lausu. Það er svoleiðis.“

Viðtalið í heild sinni má heyra hér í spilaranum hér fyrir neðan.




Tengdar fréttir

Rúrik í sjokki yfir allri athyglinni

Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu og milljónamaður á Instragram, segist hafa fengið áfall þegar hann leit á símann sinn á meðan fylgjendurnir hrúguðust inn á Instagram-síðu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×