Lífið

Forseti Króatíu heillaði heimsbyggðina upp úr skónum á HM

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kolinda Grabar-Kitarovic, forseti Króatíu, sést hér taka á móti Luka Modric, leikmanni Króatíu og besta mannsins mótsins, við verðlaunaafhendinguna í gær.
Kolinda Grabar-Kitarovic, forseti Króatíu, sést hér taka á móti Luka Modric, leikmanni Króatíu og besta mannsins mótsins, við verðlaunaafhendinguna í gær. vísir/getty

Kolinda Grabar-Kitarovic, forseti Króatíu, var ein af senuþjófum Heimsmeistarmótsins í knattspyrnu ef marka má samfélagsmiðla en mótinu sem lauk í Rússlandi í gær með úrslitaleik Króata og Frakka.

Framkoma hennar á leiknum í gær hefur heillað heimsbyggðina upp úr skónum en margir tóku eftir því hversu einlæg hún var við verðlaunaafhendinguna á vellinum eftir leik.

Þannig faðmaði hún leikmenn og dómara innilega og hreinlega táraðist þegar hún tók á móti Luka Modric, leikmanni Króatíu, sem valinn var besti maður mótsins. Þá lét hún ekki grenjandi rigningu sem skall á í miðri verðlaunaafhendingunni á sig fá.

Grabar-Kitarovic mætti á flesta leiki Króata í keppninni og fagnaði eftir leikinn við Rússa með þjálfara og leikmönnum í búningsklefa þeirra. Þá flaug hún í einn leik í keppninni með öðrum áhangendum króatíska liðsins og var á almennu farrými með þeim. 

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.