Handritin markvisst notuð í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2018 19:30 Gömlu handritin hafa haft og hafa enn mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga að mati sýningarstjóra á sýningu um verðmætustu handrit þjóðarinnar og margs konar list í gegnum aldirnar en sýningin var formlega opnuð í dag. Forseti Íslands var fullur tilhlökkunar þegar hann á staðinn. Við sögðum frá því í síðustu viku þegar elsta handrit Njálssögu og Ormsbók, eitt höfuðrita Snorra Eddu, komu til landsins að láni frá Danmörku í tilefni hundrað ára afmælis lýðveldisins og í raun sjálfstæði Íslendinga. Á næstu vikum og mánuðum gefst fólki kostur á að berja augum tvö verðmætustu handrit Íslendinga hér í listasafni Íslands. Þessi tvö handrit hafa ekki verið á íslandi frá því á sautjándu öld. En þau eru varðveitt í stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. En það eru líka fleiri skjöl til sýnis á sýningunni. Til að mynda eintök af stjórnarskránni og gamla sáttmála frá 1262. Sigrún Alba Sigurðardóttir sýningarstjóri segir marga hafa kallað fullveldislögin nýja sáttmála en einnig má finna á sýningunni nútímalist í bland við verk eldri listamanna. „Við viljum bjóða þjóðinni til samtals um fullveldið. Á sýningunni spyrjum við ýmissa spurninga sem varða fullveldið. Er það sjálfgefið, kemur það til með að vara að eilífu,“ segir Sigrún Alba. Guðni Th. Jóhannesson, sjötti forseti íslenska lýðveldisins, var eins og langflestir aðrir í höfuðborginni í sólskinsskapi þegar hann kom á tveimur jafnfljótum á opnun sýningarinnar í dag sem verður opin án endurgjalds á morgun.Sameinast nú áhugi og tilhlökkun sagnfræðingsins og forsetans í einum og sama manninum?„Ætli það megi ekki segja það.“Hefur þú séð þessi gömlu handrit áður sem eru hérna?„Ekki berum augum nei. En hlakka til,“ sagði Guðni. Og það voru fleiri með sólskin í sálinni en forsetinn í blíðskaparveðrinu í dag en þrjár menningarstofnanir landsins, Árnastofnun, Þjóðskjalasafnið og Listasafn Íslands hafa unnið mánuðum saman að undirbúningi sýningarinnar. Sýningarstjórinn segir handritin markvisst hafa verið notuð í sjálfstæðisbaráttunni.Tengjast hreint og beint sjálfsmynd Íslendinga?„Mjög sterkt og ýmis önnur atriði sem varða sjálfsmyndina. Eins og í sambandslagasamningnum er kveðið á um hlutleysi Íslands. Þetta er eitthvað sem hefur líka mikið að gera með sjálfsmynd þjóðarinnar að gera,“ segir Sigrún Alba Sigurðardóttir. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Gömlu handritin hafa haft og hafa enn mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga að mati sýningarstjóra á sýningu um verðmætustu handrit þjóðarinnar og margs konar list í gegnum aldirnar en sýningin var formlega opnuð í dag. Forseti Íslands var fullur tilhlökkunar þegar hann á staðinn. Við sögðum frá því í síðustu viku þegar elsta handrit Njálssögu og Ormsbók, eitt höfuðrita Snorra Eddu, komu til landsins að láni frá Danmörku í tilefni hundrað ára afmælis lýðveldisins og í raun sjálfstæði Íslendinga. Á næstu vikum og mánuðum gefst fólki kostur á að berja augum tvö verðmætustu handrit Íslendinga hér í listasafni Íslands. Þessi tvö handrit hafa ekki verið á íslandi frá því á sautjándu öld. En þau eru varðveitt í stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. En það eru líka fleiri skjöl til sýnis á sýningunni. Til að mynda eintök af stjórnarskránni og gamla sáttmála frá 1262. Sigrún Alba Sigurðardóttir sýningarstjóri segir marga hafa kallað fullveldislögin nýja sáttmála en einnig má finna á sýningunni nútímalist í bland við verk eldri listamanna. „Við viljum bjóða þjóðinni til samtals um fullveldið. Á sýningunni spyrjum við ýmissa spurninga sem varða fullveldið. Er það sjálfgefið, kemur það til með að vara að eilífu,“ segir Sigrún Alba. Guðni Th. Jóhannesson, sjötti forseti íslenska lýðveldisins, var eins og langflestir aðrir í höfuðborginni í sólskinsskapi þegar hann kom á tveimur jafnfljótum á opnun sýningarinnar í dag sem verður opin án endurgjalds á morgun.Sameinast nú áhugi og tilhlökkun sagnfræðingsins og forsetans í einum og sama manninum?„Ætli það megi ekki segja það.“Hefur þú séð þessi gömlu handrit áður sem eru hérna?„Ekki berum augum nei. En hlakka til,“ sagði Guðni. Og það voru fleiri með sólskin í sálinni en forsetinn í blíðskaparveðrinu í dag en þrjár menningarstofnanir landsins, Árnastofnun, Þjóðskjalasafnið og Listasafn Íslands hafa unnið mánuðum saman að undirbúningi sýningarinnar. Sýningarstjórinn segir handritin markvisst hafa verið notuð í sjálfstæðisbaráttunni.Tengjast hreint og beint sjálfsmynd Íslendinga?„Mjög sterkt og ýmis önnur atriði sem varða sjálfsmyndina. Eins og í sambandslagasamningnum er kveðið á um hlutleysi Íslands. Þetta er eitthvað sem hefur líka mikið að gera með sjálfsmynd þjóðarinnar að gera,“ segir Sigrún Alba Sigurðardóttir.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira