Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júlí 2018 20:30 Eftir að lög nr. 130/2016 tóku gildi í júlí í fyrra hafa laun forstjóra ríkisfyrirtækja í flestum tilfellum hækkað. Flutningur undan kjararáði hafði þó engin áhrif á laun bankastjóra Íslandsbanka sem hafði um 4,8 milljónir í mánaðarlaun árið 2017. *bláa súlan sýnir laun eftir gildistöku laganna. Vísir/Hlynur Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. Þetta má ráða af svari efnahags- og fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, um laun forstjóra átta fyrirtækja í eigu ríkisins sem birt var á föstudaginn. Síðan ákvörðun launa fluttist frá kjararáði þann 1. júlí 2017 hafa aðeins laun forstjóra Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, lækkað eða um 16%. Minnst var hækkunin hjá forstjóra Orkubús Vestfjarða eða 2% og forstjóra Rarik, 6%. Þá hækkuðu laun forstjóra Íslandspósts um 25% og Isavia um 36%. Mest hækkuðu laun bankastjóra Landsbankans, eða um 56% og forstjóra Landsvirkjunar sem hækkuðu um 58%. Flutningur frá kjararáði hafði engin áhrif á laun bankastjóra Íslandsbanka en þau voru rúmar 4,8 milljónir árið 2017 sem er lækkun frá árinu á undan. Til samanburðar hefur launavísitala í landinu hækkað um 6,3% undanfarna 12 mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í framhaldi af því að lögum um kjararáð var breytt beindi fjármála- og efnahagsráðuneytið þeim tilmælum til stjórna félaganna, með bréfi dagsettu 6. janúar 2017, „að félög í eigu ríkisins skuli setja sér hóflega en samkeppnishæfa launastefnu.“ Þessum tilmælum hefur ekki verið farið eftir að mati Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ. Hann segir það vera verkefni verkalýðshreyfingarinnar að sjá til þess að hækkanirnar verði fordæmisgefandi í komandi kjaraviðræðum.Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ.VÍSIR/VILHELM„Það er alveg greinilegt að hvorki er vilji eða áhugi ráðherranna og ríkisstjórnarinnar að fylgja þessu eftir, hvað þá þeirra stjórnarmanna sem þar sitja að fara eftir þessu. Og þess vegna er þetta bara mjög alvarleg staða sem að er uppi í vinnumálum, það hlýtur með einum eða öðrum hætti að hafa mikil áhrif þegar samningar losna í vetur,“ segir Gylfi í samtali við fréttastofu. „Það getur ekki verið þannig að í þessu landi búi tvær þjóðir yfirvaldið og almenningur. Þannig viljum við ekki hafa það og þannig ætlum við ekki að hafa það.“Ráðherra segir hækkanir krefjast skýringa Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir mestu hækkanirnar, í tilfellum Landsbankans og Landsvirkjunar þar sem laun hækkuðu um 56 og 58%, krefjast skýringa. „Stjórnir opinberra fyrirtækja verða að rísa undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin. Hún felst meðal annars í því að búa þannig um launakjör forstjóra ríkisstofnanna og ríkisfyrirtækja að það samræmist launaþróun á almennum markaði, að ríkið sé ekki leiðandi og einstakar ákvarðanir séu ekki til þess fallnar að setja kjaramál í víðum skilningi í uppnám,“ segir Bjarni. „Mér finnst auðvitað þessi tala sem þú nefnir vera alveg gríðarlega há og það kallar á skýringar.“Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm Kjaramál Tengdar fréttir Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. Þetta má ráða af svari efnahags- og fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, um laun forstjóra átta fyrirtækja í eigu ríkisins sem birt var á föstudaginn. Síðan ákvörðun launa fluttist frá kjararáði þann 1. júlí 2017 hafa aðeins laun forstjóra Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, lækkað eða um 16%. Minnst var hækkunin hjá forstjóra Orkubús Vestfjarða eða 2% og forstjóra Rarik, 6%. Þá hækkuðu laun forstjóra Íslandspósts um 25% og Isavia um 36%. Mest hækkuðu laun bankastjóra Landsbankans, eða um 56% og forstjóra Landsvirkjunar sem hækkuðu um 58%. Flutningur frá kjararáði hafði engin áhrif á laun bankastjóra Íslandsbanka en þau voru rúmar 4,8 milljónir árið 2017 sem er lækkun frá árinu á undan. Til samanburðar hefur launavísitala í landinu hækkað um 6,3% undanfarna 12 mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í framhaldi af því að lögum um kjararáð var breytt beindi fjármála- og efnahagsráðuneytið þeim tilmælum til stjórna félaganna, með bréfi dagsettu 6. janúar 2017, „að félög í eigu ríkisins skuli setja sér hóflega en samkeppnishæfa launastefnu.“ Þessum tilmælum hefur ekki verið farið eftir að mati Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ. Hann segir það vera verkefni verkalýðshreyfingarinnar að sjá til þess að hækkanirnar verði fordæmisgefandi í komandi kjaraviðræðum.Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ.VÍSIR/VILHELM„Það er alveg greinilegt að hvorki er vilji eða áhugi ráðherranna og ríkisstjórnarinnar að fylgja þessu eftir, hvað þá þeirra stjórnarmanna sem þar sitja að fara eftir þessu. Og þess vegna er þetta bara mjög alvarleg staða sem að er uppi í vinnumálum, það hlýtur með einum eða öðrum hætti að hafa mikil áhrif þegar samningar losna í vetur,“ segir Gylfi í samtali við fréttastofu. „Það getur ekki verið þannig að í þessu landi búi tvær þjóðir yfirvaldið og almenningur. Þannig viljum við ekki hafa það og þannig ætlum við ekki að hafa það.“Ráðherra segir hækkanir krefjast skýringa Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir mestu hækkanirnar, í tilfellum Landsbankans og Landsvirkjunar þar sem laun hækkuðu um 56 og 58%, krefjast skýringa. „Stjórnir opinberra fyrirtækja verða að rísa undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin. Hún felst meðal annars í því að búa þannig um launakjör forstjóra ríkisstofnanna og ríkisfyrirtækja að það samræmist launaþróun á almennum markaði, að ríkið sé ekki leiðandi og einstakar ákvarðanir séu ekki til þess fallnar að setja kjaramál í víðum skilningi í uppnám,“ segir Bjarni. „Mér finnst auðvitað þessi tala sem þú nefnir vera alveg gríðarlega há og það kallar á skýringar.“Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm
Kjaramál Tengdar fréttir Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00