Innlent

Dró sér tugi milljóna úr dánarbúi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi.
Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Fréttablaðið/Pjetur
Guðmundur Jónsson hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Sem skipaður skiptastjóri dánarbús dró hann sér 53 milljónir úr dánarbúi á þriggja ára tímabili.

Brotin áttu sér stað á tímabilinu 7. febrúar 2013 til 7. júní 2016 en fjármunina notaði hann í margvíslegum tilgangi í eigin þágu og í rekstur lögmannstöfu hans. Meðal þess sem hann nýti fjármunina í var greiðslur trygginga, símareikninga, húsaleigu og stöðvunarbrotagjalds.

Guðmundur játaði skýlaust brot sín við rannsókn málsins og fyrir dómi og sagðist hann hafa glímt við áfengis- og fíkniefnavanda sem hann hafi nú leitað sér aðstoðar vegna. Þá hafi hann einnig látið af lögmannstörfum.

Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að ekki verði framhjá því litið að Guðmundur hafi dregið sér mikla fjármuni úr dánarbúi sem honum var treyst fyrir sem lögmanni og olli þannig erfingjum búsins verulegu fjártjóni.

Því þótti ekki fært að skilorðsbinda refsingu hans og var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi, auk þess sem hann þarf að greiða dánarbúinu fjármunina sem hann dró sér, 53,7 milljónir króna.

Dóm Héraðsdóms Suðurlands má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×