Lífið

Twitter sprakk vegna tísta í beinni frá lygilegri atburðarás eftir sætaskipti í flugvél

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rosey Blair fylgdist grannt með.
Rosey Blair fylgdist grannt með.
Óhætt er að segja að samfélagsmiðillinn Twitter hafi farið á hliðina í Bandaríkjunum eftir að saklaus sætaskipti í flugvél leiddu af sér mögulegt ástarsamband. Sú sem bað um sætaskiptin fylgdist vel með atburðarásinni sem fór af stað úr sætinu fyrir aftan og skrásetti allt á Twitter.

Leikkonan Rosey Blair var á heimleið ásamt kærasta sínum um borð í flugvél í Bandaríkjunum er hún bað unga konu í sætunum fyrir framan að skipta um sæti svo hún gæti setið með kærastanum sínum.

Það reyndist auðsótt mál og grínaðist Blair við konuna að kannski settist ást lífs hennar við hliðina á henni.

Skömmu síðar settist ungur maður í sætið sem ætlað var Blair. Síðar kom í ljós að maðurinn var Euan Holden, fyrrverandi knattspyrnumaður og bróðir bandaríska landsliðsmannsins fyrrverandi Stuart Holden sem spilaði lengi vel Bolton á Englandi.

Blair og kærasti hennar fylgdust vel með samskiptum Holden og konunnar sem urðu nánari eftir því sem leið á flugið. Setti hún allt á Twitter og fékk hvert einasta tíst mörg þúsund „like“. Hafa tíst hennar vakið mikla athygli og fjölmiðlar víða um heim fjallað um málið.

Meðal þess sem Blair greindi frá var að konan hafi farið á salernið og haft sig til. Þá hafi Holden og konan yfirgefið flugvöllinn saman eftir lendingu.

Holden sjálfur hefur tíst um málið og segir málið allt saman vera bráðfyndið.

Tíst Blair um samskipti þeirra má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×